Risinn úr Bárðardal varði sniðskot Senegalans með látum | Myndband Tómas Þór Þórðarson skrifar 14. október 2016 09:00 Hinn 18 ára gamli og 214 cm hái Tryggvi Snær Hlinason, landsliðsmiðherji í körfubolta, átti góðan leik fyrir nýliða Þórs sem töpuðu þó, 94-82, fyrir Tindastóli í Síkinu í annarri umferð Dominos-deildar karla í körfubolta í gærkvöldi. Tryggvi skoraði ellefu stig í leiknum en hann nýtti öll skotin sín í teignum. Það er kannski eðlilegt því risinn ljúfi úr Bárðardalnum tróð flestum boltunum sem hann fékk undir körfunni með látum. Stóri strákurinn háði mikla baráttu við Senegalann Mamadou Samb, miðherja Tindastóls, en þeir skiptust á að taka hvorn annan í gegn í virkilega skemmtilegum körfuboltaleik í Skagafirðinum í gærkvöldi. Tryggvi varði þrjú skot í leiknum, þar af tvö frá Samb, en eitt þeirra varði hann með miklum stæl. Senegalinn, sem eitt sinn var á mála hjá Barcelona, ætlaði að setja sniðskot ofan í körfuna en Tryggvi Snær var ekki alveg á sama máli. Þetta glæsilega varða skot má sjá í spilaranum hér að ofan en farið verður yfir öll tilþrif Tryggva Snæs, leikinn í Síkinu sem og allt sem gerðist í annarri umferð deildarinnar í Dominos-Körfuboltakvöldi sem hefst klukkan 22.00 á Stöð 2 Sport HD í kvöld.Sjónvarpsleikur kvöldsins er viðureign Keflavíkur og Þórs Þorlákshafnar en útsending frá honum hefst á Stöð 2 Sport HD klukkan 19.45. Dominos-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Tindastóll - Þór Ak. 94-82 | Stólarnir sigu fram úr í lokin Mamadou Samb átti góðan leik þegar Tindastóll vann sinn fyrsta sigur á tímabilinu. 13. október 2016 20:45 Mest lesið The Athletic valdi íslensku treyjuna þá ljótustu á EM í ár Fótbolti Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Enski boltinn EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Fótbolti Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Enski boltinn Kemur til varnar Arnari bróður sínum: „Nú er nóg komið“ Sport Á réttri leið eftir röð áfalla: „Sagði við Guðna að ég væri bara hætt“ Sport Partey ákærður fyrir nauðgun Fótbolti Portúgalinn Pedro Neto má taka sér frí: „Hann er mjög leiður“ Fótbolti Eldræða Ása: „Fyrirsláttur hjá fólki að halda og tengja þetta“ Fótbolti Blæs á val The Athletic: „Okkar treyja og við auðvitað elskum hana“ Fótbolti Fleiri fréttir Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Drakk áfengi í fyrsta sinn eftir hann varð NBA meistari Sjáðu þegar Tyrese Haliburton virðist slíta hásin í oddaleiknum OKC byrjað að undirbúa sigurhátíð sína fyrir leikinn Tom Brady setur LeBron James fyrir ofan Jordan Bara fjögur útilið hafa unnið oddaleik um NBA titilinn Durant var uppi á sviði þegar hann frétti af skiptunum Sjá meira
Hinn 18 ára gamli og 214 cm hái Tryggvi Snær Hlinason, landsliðsmiðherji í körfubolta, átti góðan leik fyrir nýliða Þórs sem töpuðu þó, 94-82, fyrir Tindastóli í Síkinu í annarri umferð Dominos-deildar karla í körfubolta í gærkvöldi. Tryggvi skoraði ellefu stig í leiknum en hann nýtti öll skotin sín í teignum. Það er kannski eðlilegt því risinn ljúfi úr Bárðardalnum tróð flestum boltunum sem hann fékk undir körfunni með látum. Stóri strákurinn háði mikla baráttu við Senegalann Mamadou Samb, miðherja Tindastóls, en þeir skiptust á að taka hvorn annan í gegn í virkilega skemmtilegum körfuboltaleik í Skagafirðinum í gærkvöldi. Tryggvi varði þrjú skot í leiknum, þar af tvö frá Samb, en eitt þeirra varði hann með miklum stæl. Senegalinn, sem eitt sinn var á mála hjá Barcelona, ætlaði að setja sniðskot ofan í körfuna en Tryggvi Snær var ekki alveg á sama máli. Þetta glæsilega varða skot má sjá í spilaranum hér að ofan en farið verður yfir öll tilþrif Tryggva Snæs, leikinn í Síkinu sem og allt sem gerðist í annarri umferð deildarinnar í Dominos-Körfuboltakvöldi sem hefst klukkan 22.00 á Stöð 2 Sport HD í kvöld.Sjónvarpsleikur kvöldsins er viðureign Keflavíkur og Þórs Þorlákshafnar en útsending frá honum hefst á Stöð 2 Sport HD klukkan 19.45.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Tindastóll - Þór Ak. 94-82 | Stólarnir sigu fram úr í lokin Mamadou Samb átti góðan leik þegar Tindastóll vann sinn fyrsta sigur á tímabilinu. 13. október 2016 20:45 Mest lesið The Athletic valdi íslensku treyjuna þá ljótustu á EM í ár Fótbolti Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Enski boltinn EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Fótbolti Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Enski boltinn Kemur til varnar Arnari bróður sínum: „Nú er nóg komið“ Sport Á réttri leið eftir röð áfalla: „Sagði við Guðna að ég væri bara hætt“ Sport Partey ákærður fyrir nauðgun Fótbolti Portúgalinn Pedro Neto má taka sér frí: „Hann er mjög leiður“ Fótbolti Eldræða Ása: „Fyrirsláttur hjá fólki að halda og tengja þetta“ Fótbolti Blæs á val The Athletic: „Okkar treyja og við auðvitað elskum hana“ Fótbolti Fleiri fréttir Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Drakk áfengi í fyrsta sinn eftir hann varð NBA meistari Sjáðu þegar Tyrese Haliburton virðist slíta hásin í oddaleiknum OKC byrjað að undirbúa sigurhátíð sína fyrir leikinn Tom Brady setur LeBron James fyrir ofan Jordan Bara fjögur útilið hafa unnið oddaleik um NBA titilinn Durant var uppi á sviði þegar hann frétti af skiptunum Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Tindastóll - Þór Ak. 94-82 | Stólarnir sigu fram úr í lokin Mamadou Samb átti góðan leik þegar Tindastóll vann sinn fyrsta sigur á tímabilinu. 13. október 2016 20:45