Ef þú bara þorir, Bjarni Benediktsson Kári Stefánsson skrifar 15. október 2016 07:00 Bjarni, þér var boðið að setjast á móti mér í beinni útsendingu á Stöð 2 og ræða við mig um heilbrigðismál. Svarið var að slíkt kæmi ekki til greina. Hvernig skyldi standa á því að formaður stærsta stjórnmálaflokks landsins hafni slíku tækifæri rétt fyrir kosningar? Þetta er einkar athyglisvert fyrir þær sakir að ég stóð fyrir undirskriftasöfnun til stuðnings heilbrigðiskerfinu sem 86.500 manns tóku þátt í og má því líta á mig sem nokkurs konar málsvara þessa stóra hóps í þeim málaflokki sem virðist ætla að verða aðalkosningamálið í ár. Hvað skyldi hræða þig, hæstvirtur fjármálaráðherra, að því marki að þú sért reiðubúinn til þess að láta alþjóð horfa á þig flýja af hólmi með exelskjalið milli fótanna? Ekki veit ég svarið við því og að öllum líkindum ekki þú heldur, vegna þess að við mannskepnurnar erum oftar en ekki ómeðvitaðar um hvað það er sem skelfir okkur. Við erum bara svona stundum, ósköp hrædd og lítil innan í okkur. Ég væri hins vegar ekki hissa á því að svolítill hluti ástæðunnar ætti rætur sínar í minningunni um það hvernig myndavélarnar rifu í tætlur félaga þinn og fóstbróður úr ríkisstjórninni, hann Sigmund Davíð, þegar hann settist niður fyrir framan þær með slæma samvisku. Ekki finnst mér líklegt að samviska þín þegar að heilbrigðismálum víkur, sé betri en Sigmundar var í Panamahneykslinu. Kannski er þig farið að gruna að þinn tími sé kominn og lái þér hver sem vill. En hér eru nokkur atriði sem gætu meira að segja leyft þér að halda því fram að þú hafir ekki verið hræddur heldur hafi það verið skynsamlegt af þér að forðast að mæta mér í sjónvarpssal:1. Þú sagðir í viðtölum við Morgunblaðið og í Sprengisandi í sumar að þú ætlaðir að sjá til þess að heilbrigðiskerfið yrði endurreist og betur hlúð að velferðarkerfinu almennt. Þú lést meira að segja hafa eftir þér að þú litir svo á að það væri fyrst og fremst hlutverk ríkisins að sjá um þá sem minna mega sín. Hinir gætu séð um sig sjálfir. Síðar sendirðu frá þér fimm ára áætlun um ríkisfjármál sem ber þess lítil merki að þú hafir meint það sem þú sagðir. Þetta er kannski svipað því og þegar þú sagðir margsinnis á sínum tíma að þú ætlaðir ekki að greiða atkvæði með seinna IceSave-frumvarpinu, en gerðir það samt að endingu. Þessi tvö, ásamt mýmörgum öðrum dæmum, gera það að verkum að fólk í kringum þig er farið að gefa í skyn að þér sé skringilega tamt að tjá skynsamlegar skoðanir sem þú farir ekki eftir; það sé gjarnan lítið að marka það sem þú segir.2. Íslendingar eru upp til hópa á þeirri skoðun að heilbrigðiskerfi landsins sé í rusli og þarfnist endurreisnar. 86.500 þeirra skrifuðu undir kröfu um að það yrði gert með því að verja 11 prósent af vergri landsframleiðslu til heilbrigðismála. Sjálfstæðisflokkurinn undir þinni stjórn sendi hins vegar frá sér myndefni um daginn þar sem hann nefndi endurreisn heilbrigðiskerfisins sem eitt af afrekum ríkisstjórnarinnar á þessu kjörtímabili. Það er því ekki bara svo að þið sýnið þess engin merki í fimm ára áætluninni að þið mynduð taka á vanda heilbrigðiskerfisins ef þið yrðuð kosnir til áframhaldandi valda, þið viðurkennið ekki að hann sé fyrir hendi.3. Sjúklingar á Íslandi greiða beint úr sínum vasa 18 prósent af kostnaði við heilbrigðisþjónustu landsins. Afleiðingin af því er meðal annars sú að þeir sem minna mega sín hafa ekki efni á því að leysa út lyf í lok mánaðar og verða að fresta lífsnauðsynlegum aðgerðum. Þú hefur endurtekið margsinnis í fjölmiðlum að þú lítir svo á að það sé ekki ásættanlegt að aðgangur fólksins í landinu að heilbrigðiskerfinu markist af efnahag þess. Fimm ára áætlun ríkisfjármála bendir ekki til að það standi til að breyta greiðsluþátttökunni svo um muni og það er meira að segja á ferli uppkast að þingsályktunartillögu frá ríkisstjórninni um heildarskipulag heilbrigðismála, þar sem gert er ráð fyrir að á næstu fimm árum verið greiðsluþátttakan minnkuð úr 18 prósentum í 15 prósent? Enn einu sinni segirðu eitt og virðist ætla að framkvæma eitthvað allt annað (eða ekkert).4. Þegar við sátum saman í sumar og ræddum heilbrigðiskerfið frá hinum ýmsu hliðum fannst mér lítið sem ekkert bera á milli skoðana okkar um hvað væru æskileg og jafnvel nauðsynleg markmið. Það reyndist hins vegar erfitt að fá þig til þess að tjá þig um það hvernig og hvenær þú ætlaðir að ná þessum markmiðum. Þegar ég hvatti þig til þess að afnema greiðsluþátttökuna fyrir kosningar brástu við með því að segja að þú gætir ekki ráðist í slíka aðgerð án þess að skilja til hlítar afleiðingar hennar. Í þessum viðbrögðum þínum endurspeglast munurinn á þér og meiri hluta fólksins í landinu. Meiri hluti fólksins í landinu lítur svo á að það verði að afnema greiðsluþátttökuna strax án tillits til afleiðinga, vegna þess að hún sé brot á þeim sjálfsögðu mannréttindum sem jafn aðgangur að heilbrigðisþjónustu sé án tillits til efnahags. Það er svo sjálfstætt umhugsunarefni að þú gerir kröfu um hlítarskilning í þessu máli. Í fyrsta lagi er ljóst að í þessu máli ertu næmari fyrir kröfum skriffinna ráðuneytisins um að þær breytingar sem þú framkvæmir falli að reiknilíkönum þeirra heldur en fyrir kröfum fólksins um réttlátan aðgang að heilbrigðiskerfinu. Í öðru lagi er ólíklegt að það sé hægt að sækja djúpan skilning á afleiðingum afnáms greiðsluþátttökunnar vegna þess að það eru einfaldlega of margar óþekktar stærðir í jöfnunni. Það er því líklegt að þegar þú krefst hlítarskilnings á afleiðingunum, áður en ráðist verði í framkvæmdir, sértu raunverulega að segja að þú ætlir ekki að gera neitt. Ég er hins vegar ekki viss um að þú gerir þér grein fyrir þessu sjálfur.5. Það er vel þess virði að velta því fyrir sér hvar og hvernig menn taka áhættu. Þú ert greinilega áhættufælinn í stjórnmálum, sem ráðherra. Þú vilt ekki taka þá áhættu sem felst í því að setja meira fé í heilbrigðiskerfið og afnema greiðsluþátttökuna. Þú ert hins vegar greinilega ekki áhættufælinn í viðskiptum eins og reynslan sýnir. Þú ert heldur ekki áhættufælinn þar sem stjórnmál og viðskipti skarast, sérstaklega ekki þegar um er að ræða viðskipti fjölskyldu þinnar. Þú ert meira að segja reiðubúinn til þess að taka pólitíska áhættu til þess að alls konar viðskipti geti átt sér stað, sem í augum fólksins líta út fyrir að vera vafasöm og endurspegla spillingu. Nú er ég alls ekki að segja að þú sért spilltur eða hafir gert eitthvað af þér. Ég er helst á því að svo sé ekki. Það lítur bara þannig út, sem er ekki gott. Reynslan sýnir að menn taka mesta áhættu á þeim sviðum þar sem þeim líður best. Það er alveg ljóst Bjarni að þér líður betur í viðskiptum en í stjórnmálum, nema þegar þér tekst að blanda viðskiptum saman við stjórnmál þannig að erfitt sé að skilja á milli. Bjarni, þú ert góður maður og skýr og skemmtilegur og kannt að baka afmælisköku, en þú ert fyrst og fremst bisnissmaður á röngum stað. Því hvet ég þig Bjarni til þess að segja af þér ráðherraembætti og formennsku í Sjálfstæðisflokknum og snúa þér að því sem þér er eiginlegt. Sjálfstæðisflokkurinn hefur oft tekið þá áhættu sem felst í því að hlúa að þeim sem minna mega sín í íslensku samfélagi. Þú ert að koma í veg fyrir að hann geri það núna og á þann hátt ertu að skemma fyrir flokknum. Dragðu lærdóm af örlögum Sigmundar Davíðs og segðu af þér áður en þér verður hent út á eyrunum. Annar möguleiki væri að þú settist fyrir framan mig í sjónvarpssal í beinni útsendingu og sýndir mér og þjóðinni allri fram á að ég hafi rangt fyrir mér, ef þú bara þorir Bjarni Benediktsson. Og ef þér finnst orð mín ósanngjörn, ekki gleyma því að réttlætið sigrar alltaf að lokum eins og sést best á því að Bob Dylan var veittur Nóbelinn í bókmenntum um daginn.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kári Stefánsson Mest lesið Halldór 11.01.2025 Rafn Ágúst Ragnarsson Halldór Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson skrifar Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir skrifar Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Með vægi í samræmi við það Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugvíkkandi efni: Forvitni umfram dómhörku Bergsveinn Ólafsson skrifar Sjá meira
Bjarni, þér var boðið að setjast á móti mér í beinni útsendingu á Stöð 2 og ræða við mig um heilbrigðismál. Svarið var að slíkt kæmi ekki til greina. Hvernig skyldi standa á því að formaður stærsta stjórnmálaflokks landsins hafni slíku tækifæri rétt fyrir kosningar? Þetta er einkar athyglisvert fyrir þær sakir að ég stóð fyrir undirskriftasöfnun til stuðnings heilbrigðiskerfinu sem 86.500 manns tóku þátt í og má því líta á mig sem nokkurs konar málsvara þessa stóra hóps í þeim málaflokki sem virðist ætla að verða aðalkosningamálið í ár. Hvað skyldi hræða þig, hæstvirtur fjármálaráðherra, að því marki að þú sért reiðubúinn til þess að láta alþjóð horfa á þig flýja af hólmi með exelskjalið milli fótanna? Ekki veit ég svarið við því og að öllum líkindum ekki þú heldur, vegna þess að við mannskepnurnar erum oftar en ekki ómeðvitaðar um hvað það er sem skelfir okkur. Við erum bara svona stundum, ósköp hrædd og lítil innan í okkur. Ég væri hins vegar ekki hissa á því að svolítill hluti ástæðunnar ætti rætur sínar í minningunni um það hvernig myndavélarnar rifu í tætlur félaga þinn og fóstbróður úr ríkisstjórninni, hann Sigmund Davíð, þegar hann settist niður fyrir framan þær með slæma samvisku. Ekki finnst mér líklegt að samviska þín þegar að heilbrigðismálum víkur, sé betri en Sigmundar var í Panamahneykslinu. Kannski er þig farið að gruna að þinn tími sé kominn og lái þér hver sem vill. En hér eru nokkur atriði sem gætu meira að segja leyft þér að halda því fram að þú hafir ekki verið hræddur heldur hafi það verið skynsamlegt af þér að forðast að mæta mér í sjónvarpssal:1. Þú sagðir í viðtölum við Morgunblaðið og í Sprengisandi í sumar að þú ætlaðir að sjá til þess að heilbrigðiskerfið yrði endurreist og betur hlúð að velferðarkerfinu almennt. Þú lést meira að segja hafa eftir þér að þú litir svo á að það væri fyrst og fremst hlutverk ríkisins að sjá um þá sem minna mega sín. Hinir gætu séð um sig sjálfir. Síðar sendirðu frá þér fimm ára áætlun um ríkisfjármál sem ber þess lítil merki að þú hafir meint það sem þú sagðir. Þetta er kannski svipað því og þegar þú sagðir margsinnis á sínum tíma að þú ætlaðir ekki að greiða atkvæði með seinna IceSave-frumvarpinu, en gerðir það samt að endingu. Þessi tvö, ásamt mýmörgum öðrum dæmum, gera það að verkum að fólk í kringum þig er farið að gefa í skyn að þér sé skringilega tamt að tjá skynsamlegar skoðanir sem þú farir ekki eftir; það sé gjarnan lítið að marka það sem þú segir.2. Íslendingar eru upp til hópa á þeirri skoðun að heilbrigðiskerfi landsins sé í rusli og þarfnist endurreisnar. 86.500 þeirra skrifuðu undir kröfu um að það yrði gert með því að verja 11 prósent af vergri landsframleiðslu til heilbrigðismála. Sjálfstæðisflokkurinn undir þinni stjórn sendi hins vegar frá sér myndefni um daginn þar sem hann nefndi endurreisn heilbrigðiskerfisins sem eitt af afrekum ríkisstjórnarinnar á þessu kjörtímabili. Það er því ekki bara svo að þið sýnið þess engin merki í fimm ára áætluninni að þið mynduð taka á vanda heilbrigðiskerfisins ef þið yrðuð kosnir til áframhaldandi valda, þið viðurkennið ekki að hann sé fyrir hendi.3. Sjúklingar á Íslandi greiða beint úr sínum vasa 18 prósent af kostnaði við heilbrigðisþjónustu landsins. Afleiðingin af því er meðal annars sú að þeir sem minna mega sín hafa ekki efni á því að leysa út lyf í lok mánaðar og verða að fresta lífsnauðsynlegum aðgerðum. Þú hefur endurtekið margsinnis í fjölmiðlum að þú lítir svo á að það sé ekki ásættanlegt að aðgangur fólksins í landinu að heilbrigðiskerfinu markist af efnahag þess. Fimm ára áætlun ríkisfjármála bendir ekki til að það standi til að breyta greiðsluþátttökunni svo um muni og það er meira að segja á ferli uppkast að þingsályktunartillögu frá ríkisstjórninni um heildarskipulag heilbrigðismála, þar sem gert er ráð fyrir að á næstu fimm árum verið greiðsluþátttakan minnkuð úr 18 prósentum í 15 prósent? Enn einu sinni segirðu eitt og virðist ætla að framkvæma eitthvað allt annað (eða ekkert).4. Þegar við sátum saman í sumar og ræddum heilbrigðiskerfið frá hinum ýmsu hliðum fannst mér lítið sem ekkert bera á milli skoðana okkar um hvað væru æskileg og jafnvel nauðsynleg markmið. Það reyndist hins vegar erfitt að fá þig til þess að tjá þig um það hvernig og hvenær þú ætlaðir að ná þessum markmiðum. Þegar ég hvatti þig til þess að afnema greiðsluþátttökuna fyrir kosningar brástu við með því að segja að þú gætir ekki ráðist í slíka aðgerð án þess að skilja til hlítar afleiðingar hennar. Í þessum viðbrögðum þínum endurspeglast munurinn á þér og meiri hluta fólksins í landinu. Meiri hluti fólksins í landinu lítur svo á að það verði að afnema greiðsluþátttökuna strax án tillits til afleiðinga, vegna þess að hún sé brot á þeim sjálfsögðu mannréttindum sem jafn aðgangur að heilbrigðisþjónustu sé án tillits til efnahags. Það er svo sjálfstætt umhugsunarefni að þú gerir kröfu um hlítarskilning í þessu máli. Í fyrsta lagi er ljóst að í þessu máli ertu næmari fyrir kröfum skriffinna ráðuneytisins um að þær breytingar sem þú framkvæmir falli að reiknilíkönum þeirra heldur en fyrir kröfum fólksins um réttlátan aðgang að heilbrigðiskerfinu. Í öðru lagi er ólíklegt að það sé hægt að sækja djúpan skilning á afleiðingum afnáms greiðsluþátttökunnar vegna þess að það eru einfaldlega of margar óþekktar stærðir í jöfnunni. Það er því líklegt að þegar þú krefst hlítarskilnings á afleiðingunum, áður en ráðist verði í framkvæmdir, sértu raunverulega að segja að þú ætlir ekki að gera neitt. Ég er hins vegar ekki viss um að þú gerir þér grein fyrir þessu sjálfur.5. Það er vel þess virði að velta því fyrir sér hvar og hvernig menn taka áhættu. Þú ert greinilega áhættufælinn í stjórnmálum, sem ráðherra. Þú vilt ekki taka þá áhættu sem felst í því að setja meira fé í heilbrigðiskerfið og afnema greiðsluþátttökuna. Þú ert hins vegar greinilega ekki áhættufælinn í viðskiptum eins og reynslan sýnir. Þú ert heldur ekki áhættufælinn þar sem stjórnmál og viðskipti skarast, sérstaklega ekki þegar um er að ræða viðskipti fjölskyldu þinnar. Þú ert meira að segja reiðubúinn til þess að taka pólitíska áhættu til þess að alls konar viðskipti geti átt sér stað, sem í augum fólksins líta út fyrir að vera vafasöm og endurspegla spillingu. Nú er ég alls ekki að segja að þú sért spilltur eða hafir gert eitthvað af þér. Ég er helst á því að svo sé ekki. Það lítur bara þannig út, sem er ekki gott. Reynslan sýnir að menn taka mesta áhættu á þeim sviðum þar sem þeim líður best. Það er alveg ljóst Bjarni að þér líður betur í viðskiptum en í stjórnmálum, nema þegar þér tekst að blanda viðskiptum saman við stjórnmál þannig að erfitt sé að skilja á milli. Bjarni, þú ert góður maður og skýr og skemmtilegur og kannt að baka afmælisköku, en þú ert fyrst og fremst bisnissmaður á röngum stað. Því hvet ég þig Bjarni til þess að segja af þér ráðherraembætti og formennsku í Sjálfstæðisflokknum og snúa þér að því sem þér er eiginlegt. Sjálfstæðisflokkurinn hefur oft tekið þá áhættu sem felst í því að hlúa að þeim sem minna mega sín í íslensku samfélagi. Þú ert að koma í veg fyrir að hann geri það núna og á þann hátt ertu að skemma fyrir flokknum. Dragðu lærdóm af örlögum Sigmundar Davíðs og segðu af þér áður en þér verður hent út á eyrunum. Annar möguleiki væri að þú settist fyrir framan mig í sjónvarpssal í beinni útsendingu og sýndir mér og þjóðinni allri fram á að ég hafi rangt fyrir mér, ef þú bara þorir Bjarni Benediktsson. Og ef þér finnst orð mín ósanngjörn, ekki gleyma því að réttlætið sigrar alltaf að lokum eins og sést best á því að Bob Dylan var veittur Nóbelinn í bókmenntum um daginn.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein Skoðun
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar
Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein Skoðun
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun