Það er margt sem verður aldrei mælt með reglustiku Magnús Guðmundsson skrifar 15. október 2016 10:30 Sigtryggur Bjarni fyrir framan eitt af verkum sínum á sýningunni Mýrarskuggar. Visir/Anton Brink Ég hef lengi fengist við eitt afmarkað náttúrufyrirbrigði í einu,“ segir Sigtryggur Bjarni Baldursson myndlistarmaður sem í dag opnar sýningu í Hverfisgalleríi undir yfirskriftinni Mýrarskuggar. „Ég hef átt við straumvötn, vatnsfleti, gróður og svona hitt og þetta. En að þessu sinni er það þetta afmarkaða fyrirbrigði mýrarskuggar, en það er skuggaspilið sem má finna í votlendi landsins. Þetta er stórmerkilegur og frekar óuppgötvaður fjársjóður forma og dulúðar, í mýrunum sem eru nú að fá uppreisn æru sem mikilvægir bjargvættir mannkyns. Eða að minnsta kosti bjargvættir Íslendinga í sambandi við kolefnisjöfnun.“Umhverfið og málverkið Sigtryggur Bjarni segir að það sé skemmtilegt að finna svona fyrirbrigði sem hefur ekki verið gert skil í málverki og eiga að auki skýrt erindi inn í umræðuna um framtíð heimsins. „Vitund manna um hvert stefnir í umhverfismálum er sífellt vaxandi og þessi hugsun er farin að smygla sér inn í málverkin hjá mér. Verkin mín voru reyndar farin að færast sífellt í átt sem einhverjir myndu flokka sem náttúrurómantík en það er í þessum nýju verkum ákveðinn þungi. Í litaspilinu má skynja alvöruna í þessum málum og að það er ákveðin ástæða fyrir að ég er að takast á við þetta viðfangsefni.“ Eins og Sigtryggur Bjarni bendir á þá máluðu frumherjar íslenskrar myndlistar náttúruna á ákveðnum forsendum. „Þeir máluðu landslagsverk til þess að efla með okkur þjóðernisvitund og aðgreina okkur frá hinni flötu Danmörku. Þeir voru að uppgötva hvað það var að vera Íslendingur og hjálpa okkur sem þjóð við að skapa okkar eigin sjálfsmynd. Í dag er allt önnur ástæða fyrir því að mála náttúruna en það er ekki minna brýnt. Það er kannski ennþá pólitískt, en við skulum vona að það sé minna þjóðernislegt, vegna þess að þetta hefur ekkert að gera með okkur sem Íslendinga sérstaklega heldur mannkynið. Þó að ég leiti þarna reyndar í jarðarblett sem ég á sjálfur norður í landi þá er hann meira eins og samnefnari fyrir það sem er ósnortið og fyrir það sem við þurfum að passa.Gvasslitir Karls Kvaran Mér finnst það sem ég get gert vera að gera þessu sem best skil í málverkum og við þurfum að sinna í þessu í ljósmyndum, ljóðum og tónlist og öllu því. Setja þessa skynjun listamannsins inn í þessa umræðu um allt rask og allt umhverfismat því það er svo margt sem verður aldrei mælt með reglustiku.“ Í verkunum sem Sigtryggur er að sýna að þessu sinni notast hann við olíuliti, vatnsliti og gvassliti. „Gvasslitir hafa reyndar verið lítið notaðir í þessu klassíska málverki síðan á tímum strangflatarlistamannanna á borð við Karl Kvaran. Hann kemur einmitt þarna við sögu því mér áskotnuðust ein 5-6 kíló af gömlum gvasslitum frá honum sem ég hef verið að endurnýta. Vonandi er það í samhljómi við það sem við þurfum að gera í heiminum, að nýta allt vel. Ég er alveg ótrúlega grænn núna.“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 15. október. Menning Mest lesið Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Tónlist Tvær miðaldra: Þekktust ekkert en láta nú drauminn rætast saman Lífið Fréttatía vikunnar: Forsetaheimsókn, bílatjón og landsliðið Lífið Bað Youtube um að fjarlæga myndbandið Lífið Kalli Bjarni búinn að breyta lífi sínu Lífið „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Lífið „Að koma hingað inn er eins og að fara inn í annan heim“ Lífið „Loksins kominn til okkar“ Lífið Hittast á laun Lífið Fögnuðu Hennar Rödd á alþjóðlegum baráttudegi kvenna Lífið Fleiri fréttir Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Ég hef lengi fengist við eitt afmarkað náttúrufyrirbrigði í einu,“ segir Sigtryggur Bjarni Baldursson myndlistarmaður sem í dag opnar sýningu í Hverfisgalleríi undir yfirskriftinni Mýrarskuggar. „Ég hef átt við straumvötn, vatnsfleti, gróður og svona hitt og þetta. En að þessu sinni er það þetta afmarkaða fyrirbrigði mýrarskuggar, en það er skuggaspilið sem má finna í votlendi landsins. Þetta er stórmerkilegur og frekar óuppgötvaður fjársjóður forma og dulúðar, í mýrunum sem eru nú að fá uppreisn æru sem mikilvægir bjargvættir mannkyns. Eða að minnsta kosti bjargvættir Íslendinga í sambandi við kolefnisjöfnun.“Umhverfið og málverkið Sigtryggur Bjarni segir að það sé skemmtilegt að finna svona fyrirbrigði sem hefur ekki verið gert skil í málverki og eiga að auki skýrt erindi inn í umræðuna um framtíð heimsins. „Vitund manna um hvert stefnir í umhverfismálum er sífellt vaxandi og þessi hugsun er farin að smygla sér inn í málverkin hjá mér. Verkin mín voru reyndar farin að færast sífellt í átt sem einhverjir myndu flokka sem náttúrurómantík en það er í þessum nýju verkum ákveðinn þungi. Í litaspilinu má skynja alvöruna í þessum málum og að það er ákveðin ástæða fyrir að ég er að takast á við þetta viðfangsefni.“ Eins og Sigtryggur Bjarni bendir á þá máluðu frumherjar íslenskrar myndlistar náttúruna á ákveðnum forsendum. „Þeir máluðu landslagsverk til þess að efla með okkur þjóðernisvitund og aðgreina okkur frá hinni flötu Danmörku. Þeir voru að uppgötva hvað það var að vera Íslendingur og hjálpa okkur sem þjóð við að skapa okkar eigin sjálfsmynd. Í dag er allt önnur ástæða fyrir því að mála náttúruna en það er ekki minna brýnt. Það er kannski ennþá pólitískt, en við skulum vona að það sé minna þjóðernislegt, vegna þess að þetta hefur ekkert að gera með okkur sem Íslendinga sérstaklega heldur mannkynið. Þó að ég leiti þarna reyndar í jarðarblett sem ég á sjálfur norður í landi þá er hann meira eins og samnefnari fyrir það sem er ósnortið og fyrir það sem við þurfum að passa.Gvasslitir Karls Kvaran Mér finnst það sem ég get gert vera að gera þessu sem best skil í málverkum og við þurfum að sinna í þessu í ljósmyndum, ljóðum og tónlist og öllu því. Setja þessa skynjun listamannsins inn í þessa umræðu um allt rask og allt umhverfismat því það er svo margt sem verður aldrei mælt með reglustiku.“ Í verkunum sem Sigtryggur er að sýna að þessu sinni notast hann við olíuliti, vatnsliti og gvassliti. „Gvasslitir hafa reyndar verið lítið notaðir í þessu klassíska málverki síðan á tímum strangflatarlistamannanna á borð við Karl Kvaran. Hann kemur einmitt þarna við sögu því mér áskotnuðust ein 5-6 kíló af gömlum gvasslitum frá honum sem ég hef verið að endurnýta. Vonandi er það í samhljómi við það sem við þurfum að gera í heiminum, að nýta allt vel. Ég er alveg ótrúlega grænn núna.“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 15. október.
Menning Mest lesið Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Tónlist Tvær miðaldra: Þekktust ekkert en láta nú drauminn rætast saman Lífið Fréttatía vikunnar: Forsetaheimsókn, bílatjón og landsliðið Lífið Bað Youtube um að fjarlæga myndbandið Lífið Kalli Bjarni búinn að breyta lífi sínu Lífið „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Lífið „Að koma hingað inn er eins og að fara inn í annan heim“ Lífið „Loksins kominn til okkar“ Lífið Hittast á laun Lífið Fögnuðu Hennar Rödd á alþjóðlegum baráttudegi kvenna Lífið Fleiri fréttir Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira