Kári segist vera í markaformi Smári Jökull Jónsson skrifar 16. október 2016 21:31 Landsliðsmiðvörðurinn Kári Árnason skoraði fyrir Malmö FF. Vísir/Getty Kári Árnason skoraði afar mikilvægt mark þegar Malmö FF vann sigur gegn Norrköping og steig stórt skref í átt að sænska meistaratitlinum í knattspyrnu Kári var fyrirliði í leiknum í dag í fjarveru Markus Rosenberg sem venjulega ber fyrirliðabandið. Kári átti flottan leik í miðju varnarinnar hjá Malmö og skoraði fyrra mark liðsins í leiknum. Kári var í viðtali við sænska blaðið Sydsvenskan að leik loknum í dag. „Já, kannski var það þannig,“ sagði Kári þegar hann var spurður hvort þetta hefði verið klassískur íslenskur vinnusigur. „Við mættum í leikinn með það hugarfar að þetta væri alþjóðlegur útileikur. Það þýddi að vera ekki mikið með boltann á okkar vallarhelmingi þannig að það voru sendir margir langir boltar upp á framherjann,“ sagði Kári. Kári mætti aftur til Malmö í vikunni eftir vel heppnað landsleikjahlé þar sem hann skoraði gott skallamark gegn Finnlandi og lagði upp mark fyrir Alfreð Finnbogason í leiknum gegn Tyrkjum. Kári var áfram á skotskónum í dag og auðvitað skoraði hann með skalla eftir hornspyrnu. „Ég er í markaformi, ég skoraði í landsleiknum líka og var búinn að æfa þetta í vikunni,“ bætti Kári við og þakkaði Viðari Erni Kjartanssyni fyrir hjálpina en Viðar Örn lék með Malmö á fyrri hluta tímabilsins og skoraði fjölmörg mörk. „Við höfum talað um að sækja í svæðin þar sem færin eru, hann er góður í því, og ég hef fengið ansi mörg færi undanfarið.“ Malmö er í góðri stöðu í sænsku deildinni og hefur sjö stiga forskot þegar aðeins fjórar umferðir eru eftir. „Ef við klárum þetta ekki, þá eigum við ekki skilið að vinna gullið,“ sagði Kári að lokum. Erlendar Fótbolti Íþróttir Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Sjá meira
Kári Árnason skoraði afar mikilvægt mark þegar Malmö FF vann sigur gegn Norrköping og steig stórt skref í átt að sænska meistaratitlinum í knattspyrnu Kári var fyrirliði í leiknum í dag í fjarveru Markus Rosenberg sem venjulega ber fyrirliðabandið. Kári átti flottan leik í miðju varnarinnar hjá Malmö og skoraði fyrra mark liðsins í leiknum. Kári var í viðtali við sænska blaðið Sydsvenskan að leik loknum í dag. „Já, kannski var það þannig,“ sagði Kári þegar hann var spurður hvort þetta hefði verið klassískur íslenskur vinnusigur. „Við mættum í leikinn með það hugarfar að þetta væri alþjóðlegur útileikur. Það þýddi að vera ekki mikið með boltann á okkar vallarhelmingi þannig að það voru sendir margir langir boltar upp á framherjann,“ sagði Kári. Kári mætti aftur til Malmö í vikunni eftir vel heppnað landsleikjahlé þar sem hann skoraði gott skallamark gegn Finnlandi og lagði upp mark fyrir Alfreð Finnbogason í leiknum gegn Tyrkjum. Kári var áfram á skotskónum í dag og auðvitað skoraði hann með skalla eftir hornspyrnu. „Ég er í markaformi, ég skoraði í landsleiknum líka og var búinn að æfa þetta í vikunni,“ bætti Kári við og þakkaði Viðari Erni Kjartanssyni fyrir hjálpina en Viðar Örn lék með Malmö á fyrri hluta tímabilsins og skoraði fjölmörg mörk. „Við höfum talað um að sækja í svæðin þar sem færin eru, hann er góður í því, og ég hef fengið ansi mörg færi undanfarið.“ Malmö er í góðri stöðu í sænsku deildinni og hefur sjö stiga forskot þegar aðeins fjórar umferðir eru eftir. „Ef við klárum þetta ekki, þá eigum við ekki skilið að vinna gullið,“ sagði Kári að lokum.
Erlendar Fótbolti Íþróttir Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Sjá meira