
Framsýni eða skammsýni í menntamálum?
Fjárframlög til háskólanna of lág
Hátt menntunarstig er undirstaða efnahagslegrar velsældar, stuðlar að stjórnmálalegum stöðugleika og eflir lýðræðisvitund. Menntun leiðir til nýsköpunar og almennrar velferðar í samfélaginu. Það er mikilvægara en nokkru sinni fyrr að byggja skapandi atvinnulíf með hugviti og þekkingu. Með því móti aukum við framleiðni, sköpum eftirsóknarverð störf og mótum samfélag sem laðar að sér hæfileikaríka einstaklinga. Þess vegna er óviðunandi að Ísland skuli standa Norðurlandaþjóðunum og öðrum OECD-ríkjum eins langt að baki og raun ber vitni þegar litið er til fjármögnunar háskóla, til rannsókna og þróunar. Það er ávísun á veikari samkeppnisstöðu til langframa.
Við störfum í háskólasamfélaginu og höfum kynnst því frá fyrstu hendi hvernig íslenskir háskólar hafa mátt búa við fjársvelti og hafa raunar gert lengi. Þessi staðreynd ber vott um skammsýni stjórnvalda. Þrátt fyrir góðan árangur háskólanna miðað við aðstæður þá þurfa þeir einfaldlega meiri stuðning til þess að geta staðið undir þeim kröfum sem við gerum til þeirra í framtíðinni. Til þess þurfum við á stjórnvöldum að halda sem standa með háskólunum. Það er áhyggjuefni að þrátt fyrir þessa dökku mynd og skammarlegu útkomu í alþjóðlegum samanburði á fjárframlögum til háskólamenntunar skuli núverandi ríkisstjórn ekki sýna ástandinu nokkurn skilning í fjárhagsáætlun til næstu fimm ára. Á sama tíma hreykir ríkisstjórnin sér af góðu efnahagsástandi. Í þessu kristallast pólitísk afstaða ríkisstjórnarinnar til menntunar.
Fjárfesting í framtíðinni
Við trúum því að aukin fjárframlög til menntunar séu fjárfesting til framtíðar í þágu samfélagsins alls. Við trúum því að við munum styrkja stöðu okkar með því að efla menntastofnanir og skapa aðstæður fyrir framsækið rannsóknastarf. Viðreisn vill auka samvinnu háskóla, rannsóknarstofnana og atvinnulífs þannig að til verði frjór jarðvegur fyrir nýsköpunarstarf. Sterkir skólar og framsýnt atvinnulíf þjóna saman hagsmunum samfélagsins. Í anda þessarar hugmyndafræði viljum við efla innlenda samkeppnissjóði. Jafnframt viljum við stuðla að aukinni sókn í erlenda rannsóknasjóði og þar með aukna þátttöku í alþjóðlegu vísindastarfi. Óvíða er alþjóðlegt samstarf jafn mikilvægt og á sviði menntunar og vísinda. Þess vegna er brýnt að tryggja aðgang íslenskra fræðimanna að hinum alþjóðlega fræðaheimi. Þetta á ekki síst við um evrópskt samstarf, sem hefur reynst íslensku vísindasamfélagi ómetanlegt á umliðnum árum og áratugum.
Viðreisn hefur sett það markmið að Ísland nái meðaltali OECD-ríkja hvað varðar fjárfestingu í háskólamenntun strax á næsta kjörtímabili. Jafnframt stendur vilji okkar til þess að því að Íslendingar standi frændum sínum annars staðar á Norðurlöndunum jafnfætis í þessum efnum árið 2022. Háskólar verða að geta horft fram á veginn. Þeir verða að vera framsýnir. Þeir eiga ekki að þurfa að takast á herðar sífellt viðameiri verkefni en hafa ávallt úr jafn litlu að moða. Þeir eiga ekki að þola það að stjórnvöld hugsi með sér „þetta reddast”. Háskólar Íslands mega ekki verða skammsýninni að bráð. Það er þörf á stjórnmálaafli sem vill efla háskólana. Það er þörf á Viðreisn háskólanna.
Skoðun

Heimur skorts eða gnægða?
Þorvaldur Víðisson skrifar

Vígvellir barna eru víða
Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar

Narsissismi í hnotskurn
Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar

Palestína í Eurovision
Sigurður Loftur Thorlacius skrifar

Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi
Þórir Garðarsson skrifar

Hversu lítill fiskur yrðum við?
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Þjóðin vill eitt, Kristrún annað
Ole Anton Bieltvedt skrifar

Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til!
Steinunn Þórðardóttir skrifar

Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka
Guðjón Heiðar Pálsson skrifar

Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld
Hannes Örn Blandon skrifar

Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd
Björn B. Björnsson skrifar

Söngur Ísraels og RÚV
Ingólfur Gíslason. skrifar

Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur
Kristinn R Guðlaugsson skrifar

Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza!
Viðar Eggertsson skrifar

Kærleikurinn pikkaði í mig
Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar

Friðun Grafarvogs
Stefán Jón Hafstein skrifar

Torfærur, hossur og hristingar!
Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar

NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi
Ásthildur Kristín Björnsdóttir skrifar

Við munum aldrei fela okkur aftur
Kári Garðarsson skrifar

Er Kópavogsbær vel rekinn?
Bergljót Kristinsdóttir skrifar

Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks
Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar

Um sjónarhorn og sannleika
Líf Magneudóttir skrifar

Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við?
Einar G. Harðarson skrifar

Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar?
Henning Arnór Úlfarsson skrifar

Málþóf og/eða lýðræði?
Elín Íris Fanndal skrifar

Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar?
Arnar Þór Ingólfsson skrifar

Ísafjarðarbær í Bestu deild
Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar

Þjóðarmorð í beinni
Arnar Eggert Thoroddsen skrifar