Telur að bil milli höfuðborgar og landsbyggðar sé að breikka Jón Hákon Halldórsson skrifar 18. október 2016 06:00 Í Norðausturkjördæmi eru tíu þingmenn, þar af eru níu kjördæmakjörnir en einn jöfnunarþingmaður. Kjördæmið nær frá Fjallabyggð til Djúpavogshrepps. Á meðal oddvita kjördæmisins eru Kristján Þór Júlíusson, heilbrigðisráðherra og þingmaður Sjálfstæðisflokksins, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður Framsóknarflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra, og Steingrímur J. Sigfússon, fyrrverandi ráðherra og fyrrverandi formaður VG. Miðað við niðurstöður skoðanakannana er nær alveg víst að þeir munu allir ná kjöri aftur. Kristján Möller, fyrrverandi samgönguráðherra, er þingmaður í kjördæminu en hann verður ekki í framboði þann 29. október næstkomandi. Þá var Brynhildur Pétursdóttir þingmaður í kjördæminu fyrir Bjarta framtíð en hverfur líka af þingi núna. Óvarlegt væri að fullyrða á þessari stundu hvort Samfylkingunni eða Bjartri framtíð takist að koma að manni í stað þeirra Kristjáns og Brynhildar. Þegar kemur að því að spyrja hvaða málefni séu fólki efst í huga í kjördæminu segist Agnes Anna Sigurðardóttir, atvinnurekandi á Árskógssandi í Eyjafirði, telja að bilið á milli höfuðborgarinnar og landsbyggðarinnar sé að breikka. „Þá er ég ekki að kenna neinum einum um. En mér finnst bara eins og þetta sé að verða hvor sinn þjóðflokkurinn oft og tíðum,“ segir Agnes Anna. „Hvort sem það er fyrir austan, vestan eða norðan,“ segir Agnes og bætir við að allir landshlutar hafi sitthvað að bjóða ferðamönnum. Þá telur Agnes Anna brýnt að efla bæði skólaþjónustu og heilbrigðismál. Björn Ingimarsson, sveitarstjóri á Fljótsdalshéraði, segir samgöngumálin skipta Austfirðinga mestu máli, bæði samgöngur á landi og í lofti. „Við erum þannig staðsett frá höfuðborgarsvæðinu að við erum ekki í skotfæri,“ segir hann. Austfirðingar þurfi að sækja mjög stóran hluta þjónustunnar, eins og heilbrigðisþjónustu, til höfuðborgarsvæðisins. „Þar er flugið í raun eini valkosturinn því þetta er tveggja daga ferð ef þú ætlar að keyra þetta,“ segir Björn. Vandinn sé sá að kostnaðurinn við flugsamgöngur sé svo hár að það sé varla á færi einstaklinga að greiða hann. Því hafi menn á Fljótsdalshéraði lagt áherslu á að skoðað verði alvarlega að fara almenningssamgönguleið eins og gert hafi verið í nokkrum öðrum löndum. Það myndi fela í sér niðurgreiðslur hins opinbera á flugfargjöldum. „Svo eru það að sjálfsögðu vegasamgöngurnar sem menn þurfa að halda áfram að lagfæra,“ segir hann. Björn segir að í þriðja lagi þurfi að koma fjarskiptamálum í lag. „Við höfum reyndar sagt það að ef menn koma fjarskiptunum í lag þá þurfi þeir ekkert að hafa áhyggjur af okkur – þá þurfi ekki að vera nein byggðaframlög,“ segir hann. Þar á hann við að það þurfi að ljósleiðaravæða dreifbýlið. Stór hluti þéttbýlisins fyrir austan sé heldur ekki með góðar tengingar. „Þetta er orðið lykilatriði í atvinnulífinu að menn séu með alvöru tengingar og líka bara spurning um þegar yngra fólk velur sér búsetu, þá er þetta orðið það stórt vægi í lífi fólks að þetta verður að vera í lagi,“ segir Björn.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Tengdar fréttir Kjördæmapot Vísis: Þetta brennur á fólki í Norðausturkjördæmi Ómalbikaðir og vanræktir vegir, flugsamgöngur, skortur á byggðastefnu og raforkurskortur virðast vera þau málefni sem brenna hvað heitast hjá kjósendum í Norðausturkjördæmi. Þá er aðgengi að heilbrigðisþjónustu, fáliðuð lögregla auk mikils straums ferðamanna í kjördæmið hitamál. 10. október 2016 10:45 Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Innlent Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Erlent Fleiri fréttir Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Strand í viðræðum og jákvæður þrýstingur frá Trump Þórdís vill ekki fresta landsfundi Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Sjá meira
Í Norðausturkjördæmi eru tíu þingmenn, þar af eru níu kjördæmakjörnir en einn jöfnunarþingmaður. Kjördæmið nær frá Fjallabyggð til Djúpavogshrepps. Á meðal oddvita kjördæmisins eru Kristján Þór Júlíusson, heilbrigðisráðherra og þingmaður Sjálfstæðisflokksins, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður Framsóknarflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra, og Steingrímur J. Sigfússon, fyrrverandi ráðherra og fyrrverandi formaður VG. Miðað við niðurstöður skoðanakannana er nær alveg víst að þeir munu allir ná kjöri aftur. Kristján Möller, fyrrverandi samgönguráðherra, er þingmaður í kjördæminu en hann verður ekki í framboði þann 29. október næstkomandi. Þá var Brynhildur Pétursdóttir þingmaður í kjördæminu fyrir Bjarta framtíð en hverfur líka af þingi núna. Óvarlegt væri að fullyrða á þessari stundu hvort Samfylkingunni eða Bjartri framtíð takist að koma að manni í stað þeirra Kristjáns og Brynhildar. Þegar kemur að því að spyrja hvaða málefni séu fólki efst í huga í kjördæminu segist Agnes Anna Sigurðardóttir, atvinnurekandi á Árskógssandi í Eyjafirði, telja að bilið á milli höfuðborgarinnar og landsbyggðarinnar sé að breikka. „Þá er ég ekki að kenna neinum einum um. En mér finnst bara eins og þetta sé að verða hvor sinn þjóðflokkurinn oft og tíðum,“ segir Agnes Anna. „Hvort sem það er fyrir austan, vestan eða norðan,“ segir Agnes og bætir við að allir landshlutar hafi sitthvað að bjóða ferðamönnum. Þá telur Agnes Anna brýnt að efla bæði skólaþjónustu og heilbrigðismál. Björn Ingimarsson, sveitarstjóri á Fljótsdalshéraði, segir samgöngumálin skipta Austfirðinga mestu máli, bæði samgöngur á landi og í lofti. „Við erum þannig staðsett frá höfuðborgarsvæðinu að við erum ekki í skotfæri,“ segir hann. Austfirðingar þurfi að sækja mjög stóran hluta þjónustunnar, eins og heilbrigðisþjónustu, til höfuðborgarsvæðisins. „Þar er flugið í raun eini valkosturinn því þetta er tveggja daga ferð ef þú ætlar að keyra þetta,“ segir Björn. Vandinn sé sá að kostnaðurinn við flugsamgöngur sé svo hár að það sé varla á færi einstaklinga að greiða hann. Því hafi menn á Fljótsdalshéraði lagt áherslu á að skoðað verði alvarlega að fara almenningssamgönguleið eins og gert hafi verið í nokkrum öðrum löndum. Það myndi fela í sér niðurgreiðslur hins opinbera á flugfargjöldum. „Svo eru það að sjálfsögðu vegasamgöngurnar sem menn þurfa að halda áfram að lagfæra,“ segir hann. Björn segir að í þriðja lagi þurfi að koma fjarskiptamálum í lag. „Við höfum reyndar sagt það að ef menn koma fjarskiptunum í lag þá þurfi þeir ekkert að hafa áhyggjur af okkur – þá þurfi ekki að vera nein byggðaframlög,“ segir hann. Þar á hann við að það þurfi að ljósleiðaravæða dreifbýlið. Stór hluti þéttbýlisins fyrir austan sé heldur ekki með góðar tengingar. „Þetta er orðið lykilatriði í atvinnulífinu að menn séu með alvöru tengingar og líka bara spurning um þegar yngra fólk velur sér búsetu, þá er þetta orðið það stórt vægi í lífi fólks að þetta verður að vera í lagi,“ segir Björn.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Tengdar fréttir Kjördæmapot Vísis: Þetta brennur á fólki í Norðausturkjördæmi Ómalbikaðir og vanræktir vegir, flugsamgöngur, skortur á byggðastefnu og raforkurskortur virðast vera þau málefni sem brenna hvað heitast hjá kjósendum í Norðausturkjördæmi. Þá er aðgengi að heilbrigðisþjónustu, fáliðuð lögregla auk mikils straums ferðamanna í kjördæmið hitamál. 10. október 2016 10:45 Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Innlent Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Erlent Fleiri fréttir Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Strand í viðræðum og jákvæður þrýstingur frá Trump Þórdís vill ekki fresta landsfundi Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Sjá meira
Kjördæmapot Vísis: Þetta brennur á fólki í Norðausturkjördæmi Ómalbikaðir og vanræktir vegir, flugsamgöngur, skortur á byggðastefnu og raforkurskortur virðast vera þau málefni sem brenna hvað heitast hjá kjósendum í Norðausturkjördæmi. Þá er aðgengi að heilbrigðisþjónustu, fáliðuð lögregla auk mikils straums ferðamanna í kjördæmið hitamál. 10. október 2016 10:45