Telur að bil milli höfuðborgar og landsbyggðar sé að breikka Jón Hákon Halldórsson skrifar 18. október 2016 06:00 Í Norðausturkjördæmi eru tíu þingmenn, þar af eru níu kjördæmakjörnir en einn jöfnunarþingmaður. Kjördæmið nær frá Fjallabyggð til Djúpavogshrepps. Á meðal oddvita kjördæmisins eru Kristján Þór Júlíusson, heilbrigðisráðherra og þingmaður Sjálfstæðisflokksins, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður Framsóknarflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra, og Steingrímur J. Sigfússon, fyrrverandi ráðherra og fyrrverandi formaður VG. Miðað við niðurstöður skoðanakannana er nær alveg víst að þeir munu allir ná kjöri aftur. Kristján Möller, fyrrverandi samgönguráðherra, er þingmaður í kjördæminu en hann verður ekki í framboði þann 29. október næstkomandi. Þá var Brynhildur Pétursdóttir þingmaður í kjördæminu fyrir Bjarta framtíð en hverfur líka af þingi núna. Óvarlegt væri að fullyrða á þessari stundu hvort Samfylkingunni eða Bjartri framtíð takist að koma að manni í stað þeirra Kristjáns og Brynhildar. Þegar kemur að því að spyrja hvaða málefni séu fólki efst í huga í kjördæminu segist Agnes Anna Sigurðardóttir, atvinnurekandi á Árskógssandi í Eyjafirði, telja að bilið á milli höfuðborgarinnar og landsbyggðarinnar sé að breikka. „Þá er ég ekki að kenna neinum einum um. En mér finnst bara eins og þetta sé að verða hvor sinn þjóðflokkurinn oft og tíðum,“ segir Agnes Anna. „Hvort sem það er fyrir austan, vestan eða norðan,“ segir Agnes og bætir við að allir landshlutar hafi sitthvað að bjóða ferðamönnum. Þá telur Agnes Anna brýnt að efla bæði skólaþjónustu og heilbrigðismál. Björn Ingimarsson, sveitarstjóri á Fljótsdalshéraði, segir samgöngumálin skipta Austfirðinga mestu máli, bæði samgöngur á landi og í lofti. „Við erum þannig staðsett frá höfuðborgarsvæðinu að við erum ekki í skotfæri,“ segir hann. Austfirðingar þurfi að sækja mjög stóran hluta þjónustunnar, eins og heilbrigðisþjónustu, til höfuðborgarsvæðisins. „Þar er flugið í raun eini valkosturinn því þetta er tveggja daga ferð ef þú ætlar að keyra þetta,“ segir Björn. Vandinn sé sá að kostnaðurinn við flugsamgöngur sé svo hár að það sé varla á færi einstaklinga að greiða hann. Því hafi menn á Fljótsdalshéraði lagt áherslu á að skoðað verði alvarlega að fara almenningssamgönguleið eins og gert hafi verið í nokkrum öðrum löndum. Það myndi fela í sér niðurgreiðslur hins opinbera á flugfargjöldum. „Svo eru það að sjálfsögðu vegasamgöngurnar sem menn þurfa að halda áfram að lagfæra,“ segir hann. Björn segir að í þriðja lagi þurfi að koma fjarskiptamálum í lag. „Við höfum reyndar sagt það að ef menn koma fjarskiptunum í lag þá þurfi þeir ekkert að hafa áhyggjur af okkur – þá þurfi ekki að vera nein byggðaframlög,“ segir hann. Þar á hann við að það þurfi að ljósleiðaravæða dreifbýlið. Stór hluti þéttbýlisins fyrir austan sé heldur ekki með góðar tengingar. „Þetta er orðið lykilatriði í atvinnulífinu að menn séu með alvöru tengingar og líka bara spurning um þegar yngra fólk velur sér búsetu, þá er þetta orðið það stórt vægi í lífi fólks að þetta verður að vera í lagi,“ segir Björn.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Tengdar fréttir Kjördæmapot Vísis: Þetta brennur á fólki í Norðausturkjördæmi Ómalbikaðir og vanræktir vegir, flugsamgöngur, skortur á byggðastefnu og raforkurskortur virðast vera þau málefni sem brenna hvað heitast hjá kjósendum í Norðausturkjördæmi. Þá er aðgengi að heilbrigðisþjónustu, fáliðuð lögregla auk mikils straums ferðamanna í kjördæmið hitamál. 10. október 2016 10:45 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Lést í snjóflóði í Ölpunum Erlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Fleiri fréttir Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Sjá meira
Í Norðausturkjördæmi eru tíu þingmenn, þar af eru níu kjördæmakjörnir en einn jöfnunarþingmaður. Kjördæmið nær frá Fjallabyggð til Djúpavogshrepps. Á meðal oddvita kjördæmisins eru Kristján Þór Júlíusson, heilbrigðisráðherra og þingmaður Sjálfstæðisflokksins, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður Framsóknarflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra, og Steingrímur J. Sigfússon, fyrrverandi ráðherra og fyrrverandi formaður VG. Miðað við niðurstöður skoðanakannana er nær alveg víst að þeir munu allir ná kjöri aftur. Kristján Möller, fyrrverandi samgönguráðherra, er þingmaður í kjördæminu en hann verður ekki í framboði þann 29. október næstkomandi. Þá var Brynhildur Pétursdóttir þingmaður í kjördæminu fyrir Bjarta framtíð en hverfur líka af þingi núna. Óvarlegt væri að fullyrða á þessari stundu hvort Samfylkingunni eða Bjartri framtíð takist að koma að manni í stað þeirra Kristjáns og Brynhildar. Þegar kemur að því að spyrja hvaða málefni séu fólki efst í huga í kjördæminu segist Agnes Anna Sigurðardóttir, atvinnurekandi á Árskógssandi í Eyjafirði, telja að bilið á milli höfuðborgarinnar og landsbyggðarinnar sé að breikka. „Þá er ég ekki að kenna neinum einum um. En mér finnst bara eins og þetta sé að verða hvor sinn þjóðflokkurinn oft og tíðum,“ segir Agnes Anna. „Hvort sem það er fyrir austan, vestan eða norðan,“ segir Agnes og bætir við að allir landshlutar hafi sitthvað að bjóða ferðamönnum. Þá telur Agnes Anna brýnt að efla bæði skólaþjónustu og heilbrigðismál. Björn Ingimarsson, sveitarstjóri á Fljótsdalshéraði, segir samgöngumálin skipta Austfirðinga mestu máli, bæði samgöngur á landi og í lofti. „Við erum þannig staðsett frá höfuðborgarsvæðinu að við erum ekki í skotfæri,“ segir hann. Austfirðingar þurfi að sækja mjög stóran hluta þjónustunnar, eins og heilbrigðisþjónustu, til höfuðborgarsvæðisins. „Þar er flugið í raun eini valkosturinn því þetta er tveggja daga ferð ef þú ætlar að keyra þetta,“ segir Björn. Vandinn sé sá að kostnaðurinn við flugsamgöngur sé svo hár að það sé varla á færi einstaklinga að greiða hann. Því hafi menn á Fljótsdalshéraði lagt áherslu á að skoðað verði alvarlega að fara almenningssamgönguleið eins og gert hafi verið í nokkrum öðrum löndum. Það myndi fela í sér niðurgreiðslur hins opinbera á flugfargjöldum. „Svo eru það að sjálfsögðu vegasamgöngurnar sem menn þurfa að halda áfram að lagfæra,“ segir hann. Björn segir að í þriðja lagi þurfi að koma fjarskiptamálum í lag. „Við höfum reyndar sagt það að ef menn koma fjarskiptunum í lag þá þurfi þeir ekkert að hafa áhyggjur af okkur – þá þurfi ekki að vera nein byggðaframlög,“ segir hann. Þar á hann við að það þurfi að ljósleiðaravæða dreifbýlið. Stór hluti þéttbýlisins fyrir austan sé heldur ekki með góðar tengingar. „Þetta er orðið lykilatriði í atvinnulífinu að menn séu með alvöru tengingar og líka bara spurning um þegar yngra fólk velur sér búsetu, þá er þetta orðið það stórt vægi í lífi fólks að þetta verður að vera í lagi,“ segir Björn.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Tengdar fréttir Kjördæmapot Vísis: Þetta brennur á fólki í Norðausturkjördæmi Ómalbikaðir og vanræktir vegir, flugsamgöngur, skortur á byggðastefnu og raforkurskortur virðast vera þau málefni sem brenna hvað heitast hjá kjósendum í Norðausturkjördæmi. Þá er aðgengi að heilbrigðisþjónustu, fáliðuð lögregla auk mikils straums ferðamanna í kjördæmið hitamál. 10. október 2016 10:45 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Lést í snjóflóði í Ölpunum Erlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Fleiri fréttir Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Sjá meira
Kjördæmapot Vísis: Þetta brennur á fólki í Norðausturkjördæmi Ómalbikaðir og vanræktir vegir, flugsamgöngur, skortur á byggðastefnu og raforkurskortur virðast vera þau málefni sem brenna hvað heitast hjá kjósendum í Norðausturkjördæmi. Þá er aðgengi að heilbrigðisþjónustu, fáliðuð lögregla auk mikils straums ferðamanna í kjördæmið hitamál. 10. október 2016 10:45