Sjómenn vilja ekki borga nýju skipin fyrir útgerðir í landinu Jóhann Óli Eiðsson skrifar 18. október 2016 07:00 Valmundur Valmundsson, formaður Sjómannasambandsins. vísir/ernir Sjómenn samþykktu í gær að boða til verkfalls sem að öllu óbreyttu hefst 10. nóvember. Níutíu prósent félagsmanna samþykktu aðgerðirnar en þar á meðal er félag Vélstjórnarmanna. Samningar náðust milli aðila fyrr á árinu en þeir voru felldir í atkvæðagreiðslu sjómanna. Síðan hafa verkföll verið í undirbúningi. Meðal ágreiningsefna í viðræðum sjómanna og Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, SFS, er þátttaka sjómanna í greiðslu veiðigjalda og hvort afnema skuli nýsmíðaálagið. Sjómenn telja sig eiga heimtu á útgerðina. Þegar nýtt skip kemur til landsins renna tíu prósent af launum skipverja, næstu sjö árin, í kostnað sem hlýst af smíðinni. „Það var samið um þetta árið 2004 en þá var ástandið í greininni annað. Meðan útgerðin býr við myljandi hagnað þá finnst okkur ekki rétt að við greiðum með skipunum,“ segir Valmundur Valmundsson formaður Sjómannasambandsins. „Útgerðin hefur ekki viljað semja undanfarin ár vegna of mikillar óvissu um hag greinarinnar,“ segir Valmundur. Sjómenn hafa verið samningslausir frá árinu 2011 en verkfallsaðgerðir hafa verið í undirbúningi síðastliðna mánuði. Ljóst er að verkfall mun hafa víðtækar afleiðingar í för með sér fyrir landvinnslu og greinar tengdar sjávarútvegi. „Við bindum vonir við að sættir náist áður en til verkfallsins kemur,“ segir Heiðrún Lind Marteinsdóttir framkvæmdastjóri SFS. Í yfirlýsingu frá samtökunum segir að verkfallið sé neyðarúrræði og komi til með að valda samningsaðilum og samfélaginu öllu tjóni. Þá er þar bent á að nokkur fjöldi sjómanna hafi ákveðið að taka ekki þátt í atkvæðagreiðslunni. Síðasta sjómannaverkfall var árið 2001 en því lauk með lagasetningu og gerðardómi í kjölfar hennar. „Sá gerðardómur er enn að bíta okkur í hælana og var okkur til ama,“ segir Valmundur.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Verkfall 2016 Verkfall sjómanna Tengdar fréttir Sjómenn samþykkja undirbúning verkfallsaðgerða: „Verður fylgt eftir af fullri hörku“ Sjómenn segja þolinmæðina að þrotum komna. Hugsanlegar verkfallsaðgerðir gætu hafist í apríl. 18. janúar 2016 11:15 Sjómenn samþykkja verkfallsaðgerðir Sjómenn fara í verkfall þann 10. nóvember ef ekki næst að semja. 17. október 2016 17:40 Dræm þátttaka í verkfallskosningu sjómanna Aðeins rúmlega fjórir af hverjum tíu félögum innan Sjómannasambands Íslands höfðu kosið í gær í atkvæðagreiðslu um ótímabundið verkfall sjómanna. 13. október 2016 07:00 Verkfall sjómanna: Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi telja niðurstöðuna vonbrigði Sjómenn samþykktu verkfallsboðun fyrr í dag. 17. október 2016 18:26 „Vonbrigði að sjómenn séu búnir að fella samninginn“ Jens Garðar Helgason, formaður Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS), segir það vonbrigði að sjómenn hafi fellt nýgerðan kjarasamning. 11. ágúst 2016 13:02 Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Endurskoða varðveislu á upptökum lögreglu eftir að gögnum var eytt Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Sjá meira
Sjómenn samþykktu í gær að boða til verkfalls sem að öllu óbreyttu hefst 10. nóvember. Níutíu prósent félagsmanna samþykktu aðgerðirnar en þar á meðal er félag Vélstjórnarmanna. Samningar náðust milli aðila fyrr á árinu en þeir voru felldir í atkvæðagreiðslu sjómanna. Síðan hafa verkföll verið í undirbúningi. Meðal ágreiningsefna í viðræðum sjómanna og Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, SFS, er þátttaka sjómanna í greiðslu veiðigjalda og hvort afnema skuli nýsmíðaálagið. Sjómenn telja sig eiga heimtu á útgerðina. Þegar nýtt skip kemur til landsins renna tíu prósent af launum skipverja, næstu sjö árin, í kostnað sem hlýst af smíðinni. „Það var samið um þetta árið 2004 en þá var ástandið í greininni annað. Meðan útgerðin býr við myljandi hagnað þá finnst okkur ekki rétt að við greiðum með skipunum,“ segir Valmundur Valmundsson formaður Sjómannasambandsins. „Útgerðin hefur ekki viljað semja undanfarin ár vegna of mikillar óvissu um hag greinarinnar,“ segir Valmundur. Sjómenn hafa verið samningslausir frá árinu 2011 en verkfallsaðgerðir hafa verið í undirbúningi síðastliðna mánuði. Ljóst er að verkfall mun hafa víðtækar afleiðingar í för með sér fyrir landvinnslu og greinar tengdar sjávarútvegi. „Við bindum vonir við að sættir náist áður en til verkfallsins kemur,“ segir Heiðrún Lind Marteinsdóttir framkvæmdastjóri SFS. Í yfirlýsingu frá samtökunum segir að verkfallið sé neyðarúrræði og komi til með að valda samningsaðilum og samfélaginu öllu tjóni. Þá er þar bent á að nokkur fjöldi sjómanna hafi ákveðið að taka ekki þátt í atkvæðagreiðslunni. Síðasta sjómannaverkfall var árið 2001 en því lauk með lagasetningu og gerðardómi í kjölfar hennar. „Sá gerðardómur er enn að bíta okkur í hælana og var okkur til ama,“ segir Valmundur.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Verkfall 2016 Verkfall sjómanna Tengdar fréttir Sjómenn samþykkja undirbúning verkfallsaðgerða: „Verður fylgt eftir af fullri hörku“ Sjómenn segja þolinmæðina að þrotum komna. Hugsanlegar verkfallsaðgerðir gætu hafist í apríl. 18. janúar 2016 11:15 Sjómenn samþykkja verkfallsaðgerðir Sjómenn fara í verkfall þann 10. nóvember ef ekki næst að semja. 17. október 2016 17:40 Dræm þátttaka í verkfallskosningu sjómanna Aðeins rúmlega fjórir af hverjum tíu félögum innan Sjómannasambands Íslands höfðu kosið í gær í atkvæðagreiðslu um ótímabundið verkfall sjómanna. 13. október 2016 07:00 Verkfall sjómanna: Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi telja niðurstöðuna vonbrigði Sjómenn samþykktu verkfallsboðun fyrr í dag. 17. október 2016 18:26 „Vonbrigði að sjómenn séu búnir að fella samninginn“ Jens Garðar Helgason, formaður Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS), segir það vonbrigði að sjómenn hafi fellt nýgerðan kjarasamning. 11. ágúst 2016 13:02 Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Endurskoða varðveislu á upptökum lögreglu eftir að gögnum var eytt Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Sjá meira
Sjómenn samþykkja undirbúning verkfallsaðgerða: „Verður fylgt eftir af fullri hörku“ Sjómenn segja þolinmæðina að þrotum komna. Hugsanlegar verkfallsaðgerðir gætu hafist í apríl. 18. janúar 2016 11:15
Sjómenn samþykkja verkfallsaðgerðir Sjómenn fara í verkfall þann 10. nóvember ef ekki næst að semja. 17. október 2016 17:40
Dræm þátttaka í verkfallskosningu sjómanna Aðeins rúmlega fjórir af hverjum tíu félögum innan Sjómannasambands Íslands höfðu kosið í gær í atkvæðagreiðslu um ótímabundið verkfall sjómanna. 13. október 2016 07:00
Verkfall sjómanna: Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi telja niðurstöðuna vonbrigði Sjómenn samþykktu verkfallsboðun fyrr í dag. 17. október 2016 18:26
„Vonbrigði að sjómenn séu búnir að fella samninginn“ Jens Garðar Helgason, formaður Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS), segir það vonbrigði að sjómenn hafi fellt nýgerðan kjarasamning. 11. ágúst 2016 13:02