Flakkarar og sérvitringar í galleríi i8 Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 19. október 2016 10:15 Nokkrir af karakterunum á sýningunni Annars vegar fólk eftir Birgi Andrésson. Hér sjást þau Sólon Íslandus (Sölvi Helgason), Oddur sterki af Skaganum, Hallbera Hekla og Pétur prentari. Vísir/Stefán „Verkið Annars vegar fólk er líflegt persónugallerí, með 60 myndum af kynlegum kvistum sem stóðu á jaðri samfélagsins á 19. öld og í byrjun þeirrar 20,“ segir Þorlákur Einarsson hjá i8. Þar er hann að lýsa listaverki eftir Birgi Andrésson myndlistarmann (1955-2007) sem er til sýnis í Galleríi i8 í Tryggvagötu 16 fram til 28. október. „Þetta eru myndir sem Birgir gróf upp hér og þar og stækkaði, ljósmyndir, póstkort og í nokkrum tilvikum teikningar af Íslendingum sem voru utangarðs í þjóðfélaginu. Þetta voru flakkarar og sérvitringar, mismiklir gæfumenn en margir þekktir meðal samferðamanna,“ segir Þorlákur og vitnar í Sigurð Gylfa Magnússon sagnfræðing sem benti á að flækingar hafi, ásamt skáldum og stjórnmálamönnum, verið fræga fólkið á Íslandi á sinni tíð.Ein af myndunum á sýningunni Annars vegar fólk er af Gústa guðsmanni. Fréttablaðið/StefánEn eru myndirnar merktar? „Já, það er hægt að lesa nöfn allra á myndunum sjálfum, eða þau nöfn sem menn gengust við á sínum tíma sem oft voru gælunöfn. Upphaflega var þetta verk, Annars vegar fólk, sýnt 1991. Það kom síðast fyrir sjónir manna árið 2006 þegar það var á stórri heildarsýningu á verkum Birgis, meðan hann var enn á lífi, að sögn Þorláks. Hann áréttar að verkið verði ekki uppi nema tíu daga. „Það er hluti sýningarinnar 4 Parts Divided sem er fjórlaga og hvert verk er sýnt í tíu daga,“ útskýrir hann. Birgir Andrésson var fulltrúi Íslands á Feneyjatvíæringnum árið 1995, þá sýndi hann mismunandi útgáfur íslenska fánans prjónaða í sauðalitunum. Seinna gerði hann verkið Sameinaðir stöndum vér, þar sem hann tefldi saman íslenska, bandaríska og breska fánanum, líka prjónuðum í sauðalitunum og lék sér þannig með það þjóðlega og alþjóðlega. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 19. október 2016. Menning Mest lesið Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Lífið Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Lífið „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Lífið Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Lífið Unnur Birna verður Elma Lífið Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Lífið Claudia Cardinale er látin Lífið TikTok besta leitarvélin í ferðinni til Suður-Kóreu Ferðalög Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga Lífið Heitasta handatískan í dag Tíska og hönnun Fleiri fréttir Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
„Verkið Annars vegar fólk er líflegt persónugallerí, með 60 myndum af kynlegum kvistum sem stóðu á jaðri samfélagsins á 19. öld og í byrjun þeirrar 20,“ segir Þorlákur Einarsson hjá i8. Þar er hann að lýsa listaverki eftir Birgi Andrésson myndlistarmann (1955-2007) sem er til sýnis í Galleríi i8 í Tryggvagötu 16 fram til 28. október. „Þetta eru myndir sem Birgir gróf upp hér og þar og stækkaði, ljósmyndir, póstkort og í nokkrum tilvikum teikningar af Íslendingum sem voru utangarðs í þjóðfélaginu. Þetta voru flakkarar og sérvitringar, mismiklir gæfumenn en margir þekktir meðal samferðamanna,“ segir Þorlákur og vitnar í Sigurð Gylfa Magnússon sagnfræðing sem benti á að flækingar hafi, ásamt skáldum og stjórnmálamönnum, verið fræga fólkið á Íslandi á sinni tíð.Ein af myndunum á sýningunni Annars vegar fólk er af Gústa guðsmanni. Fréttablaðið/StefánEn eru myndirnar merktar? „Já, það er hægt að lesa nöfn allra á myndunum sjálfum, eða þau nöfn sem menn gengust við á sínum tíma sem oft voru gælunöfn. Upphaflega var þetta verk, Annars vegar fólk, sýnt 1991. Það kom síðast fyrir sjónir manna árið 2006 þegar það var á stórri heildarsýningu á verkum Birgis, meðan hann var enn á lífi, að sögn Þorláks. Hann áréttar að verkið verði ekki uppi nema tíu daga. „Það er hluti sýningarinnar 4 Parts Divided sem er fjórlaga og hvert verk er sýnt í tíu daga,“ útskýrir hann. Birgir Andrésson var fulltrúi Íslands á Feneyjatvíæringnum árið 1995, þá sýndi hann mismunandi útgáfur íslenska fánans prjónaða í sauðalitunum. Seinna gerði hann verkið Sameinaðir stöndum vér, þar sem hann tefldi saman íslenska, bandaríska og breska fánanum, líka prjónuðum í sauðalitunum og lék sér þannig með það þjóðlega og alþjóðlega. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 19. október 2016.
Menning Mest lesið Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Lífið Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Lífið „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Lífið Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Lífið Unnur Birna verður Elma Lífið Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Lífið Claudia Cardinale er látin Lífið TikTok besta leitarvélin í ferðinni til Suður-Kóreu Ferðalög Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga Lífið Heitasta handatískan í dag Tíska og hönnun Fleiri fréttir Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira