Skattþrepin óteljandi Katrín Atladóttir skrifar 19. október 2016 00:00 Skattkerfið er ætlað til tekjuöflunar fyrir ríkissjóð. Það á að vera einfalt, gagnsætt, sanngjarnt og skilvirkt. Þrepaskipt tekjuskattkerfi uppfyllir engin þessara skilyrða. Það er flókið, ógagnsætt, ósanngjarnt og óskilvirkt. Þrepaskipting skatta eykur ósanngirni skattkerfisins þar sem sífellt meira er dregið af tekjum eftir því sem þær aukast.Misjöfn skattþrep eru óþörf Persónuafsláttur er skattaafsláttur sem er ávallt sama upphæð, óháð tekjum. Tekjuskattur skiptist í þrjú mishá þrep og miðast við upphæð tekna. Misjöfn skattþrep eru í raun óþörf. Persónuafsláttur gerir skattþrepin óendanlega mörg jafnvel þó þrepaskipting skatta væri aflögð. Gerum ráð fyrir einu skattþrepi auk hámarks útsvars, 37,2%. Kona með 300 þúsund krónur í mánaðarlaun greiðir þá 20% skatt eftir að persónuafsláttur hefur verið dreginn frá. Sé hún með 400 þúsund verður skatturinn 24% en 27% af 500 þúsund króna tekjum. Skattprósentan hækkar um heil sjö prósentustig meðan heildarlaun hækka um 200 þúsund krónur. Skattaprósentan mun því áfram hækka í þrepum eftir því sem tekjur hækka, þrátt fyrir að skattþrepin sjálf séu aflögð.Eitt þrep sanngjarnt Sú sem aflar hærri tekna er ekki einungis að leggja til fleiri krónur heldur er skattprósenta hennar einnig hærri. Færri skattþrep draga úr ósanngirni skattkerfisins, draga úr því að sífellt sé tekið meira úr launaumslaginu eftir því sem meira er aflað og gefa þannig aukinn hvata til þess að draga björg í bú. Tekjuskattskerfi með einu þrepi er einnig gagnsærra, skilvirkara og ódýrara í rekstri fyrir hið opinbera. Um áramótin mun miðþrep tekjuskattsins falla niður. Enn má þó gera betur. Við erum á réttri leið.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Katrín Atladóttir Kosningar 2016 Skoðun Mest lesið Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Sjá meira
Skattkerfið er ætlað til tekjuöflunar fyrir ríkissjóð. Það á að vera einfalt, gagnsætt, sanngjarnt og skilvirkt. Þrepaskipt tekjuskattkerfi uppfyllir engin þessara skilyrða. Það er flókið, ógagnsætt, ósanngjarnt og óskilvirkt. Þrepaskipting skatta eykur ósanngirni skattkerfisins þar sem sífellt meira er dregið af tekjum eftir því sem þær aukast.Misjöfn skattþrep eru óþörf Persónuafsláttur er skattaafsláttur sem er ávallt sama upphæð, óháð tekjum. Tekjuskattur skiptist í þrjú mishá þrep og miðast við upphæð tekna. Misjöfn skattþrep eru í raun óþörf. Persónuafsláttur gerir skattþrepin óendanlega mörg jafnvel þó þrepaskipting skatta væri aflögð. Gerum ráð fyrir einu skattþrepi auk hámarks útsvars, 37,2%. Kona með 300 þúsund krónur í mánaðarlaun greiðir þá 20% skatt eftir að persónuafsláttur hefur verið dreginn frá. Sé hún með 400 þúsund verður skatturinn 24% en 27% af 500 þúsund króna tekjum. Skattprósentan hækkar um heil sjö prósentustig meðan heildarlaun hækka um 200 þúsund krónur. Skattaprósentan mun því áfram hækka í þrepum eftir því sem tekjur hækka, þrátt fyrir að skattþrepin sjálf séu aflögð.Eitt þrep sanngjarnt Sú sem aflar hærri tekna er ekki einungis að leggja til fleiri krónur heldur er skattprósenta hennar einnig hærri. Færri skattþrep draga úr ósanngirni skattkerfisins, draga úr því að sífellt sé tekið meira úr launaumslaginu eftir því sem meira er aflað og gefa þannig aukinn hvata til þess að draga björg í bú. Tekjuskattskerfi með einu þrepi er einnig gagnsærra, skilvirkara og ódýrara í rekstri fyrir hið opinbera. Um áramótin mun miðþrep tekjuskattsins falla niður. Enn má þó gera betur. Við erum á réttri leið.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar