Skjáskot af stöðunni eins og hún var klukkan 10:15.
Veðurstofa Íslands hefur varað við suðaustan og sunna stormi eða roki á vestanverðu landinu og hálendinu í dag. Sérstaklega er búist verið hvössum vindstrengjum víða við fjöll, einkum á norðanverðu Snæfellsnesi.
Þetta veður er til komið vegna djúprar lægðar suðvestur af landinu sem stjórnar veðrinu yfir Íslandi í dag. Veðrið mun ná hámarki í kvöld og mun draga smám saman úr vindi á morgun.
Hægt er að fylgjast með lægðinni á gagnvirkum kortum hér að neðan.
Efra kortið sýnir bæði rigningu og vind en neðra kortið sýnir einungis vind.