Ræða Ásmundar Einars olli Sigmundi Davíð vonbrigðum Atli Ísleifsson skrifar 1. október 2016 17:33 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Ásmundur Einar Daðason. Vísir/ernir/pjetur Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, segir að ræða þingsflokksformannsins Ásmundar Einars Daðasonar á flokksþingi Framsóknarflokksins fyrr í dag hafi valdið sér vonbrigðum.RÚV greinir frá þessu og segir að Sigmundur Davíð hafi látið orðin falla í ræðu sinni nú síðdegis þar sem hann kvaðst hafa fundist sem að hann hafi ekki átt ræðuna skilið. Ásmundur Einar, sem var um tíma aðstoðarmaður Sigmundar Davíðs, vandaði í ræðu sinni formanninum ekki kveðjurnar og sakaði hann um hroka og einræðistilburði. Lýsti Ásmundur þar upplifun sinni af fundi framkvæmdastjórnar flokksins þar sem Sigmundur Davíð á að hafa staðið upp þegar ræða átti dagskrá flokksþingsins og labbað út. Dagskrá fundarins var mikið gagnrýnd þar sem upphaflega var ekki gert ráð fyrir ræðutíma fyrir forsætisráðherra. Sigmundur tók svo til máls nú síðdegis þar sem hann flutti síðustu ræðu dagsins, áður en við tækju nefndarstörf og kvöldverður. RÚV segir að Sigmundur Davíð hafi sagt lýsingar Ásmundar Einars vera ósannar. Sagðist hann einnig hafa lagt á sig mikla vinnu við að fá Ásmund Einar, sem áður var þingmaður Vinstri grænna, yfir í Framsóknarflokkinn og falið honum trúnaðarstörf fyrir flokkinn. Því þætti honum leiðinlegt að hlusta á ræðu hans nú. Í færslu sinni á Facebook ítrekar Ásmundur að allt það sem hann sagði í dag væri satt og að aðrir þeir sem sátu fundinn gætu staðfest það. Segir hann að Sigmundur Davíð þurfi ekki að hafa áhyggjur af því að hann sé að yfirgefa flokkinn. „Ég er og verð Framsóknarmaður, ég er sannfærður um ágæti stefnu flokksins og kann vel við allt það góða fólk sem er í flokknum.“Líkt og fram kom í Fréttablaðinu í morgun gekk mikið á á fundinum samkvæmt heimildarmönnum Fréttablaðsins og á endanum hafi formaður flokksins slitið fundi án niðurstöðu. Stuttu seinna hafi verið ný dagskrá sett á vef flokksins en í henni var gert ráð fyrir að allir ráðherrar haldi fimmtán mínútna ræðu á þinginu. Kosningar 2016 Tengdar fréttir Baðst afsökunar á því að vera ekki í tengslum við Framsóknarmenn Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Framsóknarflokksins ávarpaði flokksþings Framsóknar í Háskólabíói í morgun. Klukkan rúmlega 11 hóf hann ræðu sína en í henni fór hann um víðan völl. 1. október 2016 11:58 Framsókn sýndi frá ræðu Sigmundar Davíðs en klippti á Sigurð Inga Framsóknarflokkurinn var með beina útsendingu á vefnum frá flokksþinginu sem hófst í dag. Útsendingin varði þó ekki lengi þó að fundurinn sjálfur standi í tvo daga. 1. október 2016 13:30 Ásmundur Einar vandaði Sigmundi Davíð ekki kveðjurnar á flokksþingi Framsóknar Ásmundur Einar Daðason þingflokksformaður Framsóknarflokksins tók til máls á flokksþinginu í dag undir dagskrárliðnum almennar stjórnmálaumræður. 1. október 2016 15:56 Sigurður Ingi skaut á Sigmund Davíð: „Missi maður traust má telja fullvíst að manns eigin breytni leiddi til þess“ Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra og varaformaður Framsóknarflokksins sagði það ekki í anda Framsóknarflokksins að honum hafi einungis verið úthlutað 15 mínútum í ræðutíma á flokksþingi Framsóknar í dag. 1. október 2016 12:52 Sundraður Framsóknarflokkur býr sig undir átök á flokksþingi Flokksþing Framsóknarflokksins hefst í dag í skugga mikilla innanflokksátaka. Formaðurinn er sakaður um einræðistilburði. Framkvæmdastjóri flokksins setti Jóhannes Þór Skúlason, aðstoðarmann Sigmundar, í starf tengiliðs flokksins við 1. október 2016 07:00 Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Fleiri fréttir „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, segir að ræða þingsflokksformannsins Ásmundar Einars Daðasonar á flokksþingi Framsóknarflokksins fyrr í dag hafi valdið sér vonbrigðum.RÚV greinir frá þessu og segir að Sigmundur Davíð hafi látið orðin falla í ræðu sinni nú síðdegis þar sem hann kvaðst hafa fundist sem að hann hafi ekki átt ræðuna skilið. Ásmundur Einar, sem var um tíma aðstoðarmaður Sigmundar Davíðs, vandaði í ræðu sinni formanninum ekki kveðjurnar og sakaði hann um hroka og einræðistilburði. Lýsti Ásmundur þar upplifun sinni af fundi framkvæmdastjórnar flokksins þar sem Sigmundur Davíð á að hafa staðið upp þegar ræða átti dagskrá flokksþingsins og labbað út. Dagskrá fundarins var mikið gagnrýnd þar sem upphaflega var ekki gert ráð fyrir ræðutíma fyrir forsætisráðherra. Sigmundur tók svo til máls nú síðdegis þar sem hann flutti síðustu ræðu dagsins, áður en við tækju nefndarstörf og kvöldverður. RÚV segir að Sigmundur Davíð hafi sagt lýsingar Ásmundar Einars vera ósannar. Sagðist hann einnig hafa lagt á sig mikla vinnu við að fá Ásmund Einar, sem áður var þingmaður Vinstri grænna, yfir í Framsóknarflokkinn og falið honum trúnaðarstörf fyrir flokkinn. Því þætti honum leiðinlegt að hlusta á ræðu hans nú. Í færslu sinni á Facebook ítrekar Ásmundur að allt það sem hann sagði í dag væri satt og að aðrir þeir sem sátu fundinn gætu staðfest það. Segir hann að Sigmundur Davíð þurfi ekki að hafa áhyggjur af því að hann sé að yfirgefa flokkinn. „Ég er og verð Framsóknarmaður, ég er sannfærður um ágæti stefnu flokksins og kann vel við allt það góða fólk sem er í flokknum.“Líkt og fram kom í Fréttablaðinu í morgun gekk mikið á á fundinum samkvæmt heimildarmönnum Fréttablaðsins og á endanum hafi formaður flokksins slitið fundi án niðurstöðu. Stuttu seinna hafi verið ný dagskrá sett á vef flokksins en í henni var gert ráð fyrir að allir ráðherrar haldi fimmtán mínútna ræðu á þinginu.
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Baðst afsökunar á því að vera ekki í tengslum við Framsóknarmenn Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Framsóknarflokksins ávarpaði flokksþings Framsóknar í Háskólabíói í morgun. Klukkan rúmlega 11 hóf hann ræðu sína en í henni fór hann um víðan völl. 1. október 2016 11:58 Framsókn sýndi frá ræðu Sigmundar Davíðs en klippti á Sigurð Inga Framsóknarflokkurinn var með beina útsendingu á vefnum frá flokksþinginu sem hófst í dag. Útsendingin varði þó ekki lengi þó að fundurinn sjálfur standi í tvo daga. 1. október 2016 13:30 Ásmundur Einar vandaði Sigmundi Davíð ekki kveðjurnar á flokksþingi Framsóknar Ásmundur Einar Daðason þingflokksformaður Framsóknarflokksins tók til máls á flokksþinginu í dag undir dagskrárliðnum almennar stjórnmálaumræður. 1. október 2016 15:56 Sigurður Ingi skaut á Sigmund Davíð: „Missi maður traust má telja fullvíst að manns eigin breytni leiddi til þess“ Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra og varaformaður Framsóknarflokksins sagði það ekki í anda Framsóknarflokksins að honum hafi einungis verið úthlutað 15 mínútum í ræðutíma á flokksþingi Framsóknar í dag. 1. október 2016 12:52 Sundraður Framsóknarflokkur býr sig undir átök á flokksþingi Flokksþing Framsóknarflokksins hefst í dag í skugga mikilla innanflokksátaka. Formaðurinn er sakaður um einræðistilburði. Framkvæmdastjóri flokksins setti Jóhannes Þór Skúlason, aðstoðarmann Sigmundar, í starf tengiliðs flokksins við 1. október 2016 07:00 Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Fleiri fréttir „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Sjá meira
Baðst afsökunar á því að vera ekki í tengslum við Framsóknarmenn Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Framsóknarflokksins ávarpaði flokksþings Framsóknar í Háskólabíói í morgun. Klukkan rúmlega 11 hóf hann ræðu sína en í henni fór hann um víðan völl. 1. október 2016 11:58
Framsókn sýndi frá ræðu Sigmundar Davíðs en klippti á Sigurð Inga Framsóknarflokkurinn var með beina útsendingu á vefnum frá flokksþinginu sem hófst í dag. Útsendingin varði þó ekki lengi þó að fundurinn sjálfur standi í tvo daga. 1. október 2016 13:30
Ásmundur Einar vandaði Sigmundi Davíð ekki kveðjurnar á flokksþingi Framsóknar Ásmundur Einar Daðason þingflokksformaður Framsóknarflokksins tók til máls á flokksþinginu í dag undir dagskrárliðnum almennar stjórnmálaumræður. 1. október 2016 15:56
Sigurður Ingi skaut á Sigmund Davíð: „Missi maður traust má telja fullvíst að manns eigin breytni leiddi til þess“ Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra og varaformaður Framsóknarflokksins sagði það ekki í anda Framsóknarflokksins að honum hafi einungis verið úthlutað 15 mínútum í ræðutíma á flokksþingi Framsóknar í dag. 1. október 2016 12:52
Sundraður Framsóknarflokkur býr sig undir átök á flokksþingi Flokksþing Framsóknarflokksins hefst í dag í skugga mikilla innanflokksátaka. Formaðurinn er sakaður um einræðistilburði. Framkvæmdastjóri flokksins setti Jóhannes Þór Skúlason, aðstoðarmann Sigmundar, í starf tengiliðs flokksins við 1. október 2016 07:00