Sundraður Framsóknarflokkur býr sig undir átök á flokksþingi Sveinn Arnarsson skrifar 1. október 2016 07:00 Sigurður Ingi Jóhannsson og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson hafa unnið þétt saman síðustu ár í fremstu víglínu Framsóknarflokksins. Nú hinsvegar eru samskipti þeirra botnfrosin og hafa verið um nokkurt skeið. Margir flokksbundnir Framsóknarmenn kvíða fyrir flokksþingi Framsóknarflokksins sem hefst í dag í Háskólabíói. Á því mun ráðast hver verður næsti formaður flokksins næstu tvö árin að minnsta kosti. Tvær fylkingar takast á og virðast ekki geta unnið saman. Margir óttast að flokkurinn mæti sundurtættur til leiks í kosningabaráttuna að loknu flokksþingi hvernig sem fer. Aðeins fjórar vikur eru til kosninga og því stuttur tími til að sleikja sárin eftir hörð átök. Formaðurinn reyndi þó að slá á létta strengi og sagði flokksmenn hlakka til þingsins eins og um ættarmót væri að ræða í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær.Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins.Hitafundur var haldinn í framkvæmdastjórn flokksins í gær. Þar vildu menn ræða dagskrá flokksþingsins en í drögum að dagskrá var ekki gert ráð fyrir ræðu forsætisráðherra. Formaður framkvæmdastjórnarinnar, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, vildi hins vegar ekki ræða dagskrá þingsins og samkvæmt heimildum blaðsins var framkvæmdastjórn gert grein fyrir því að dagskrá flokksþings væri í höndum formanns og framkvæmdastjóra flokksins. Gekk mikið á á fundinum samkvæmt heimildarmönnum Fréttablaðsins og á endanum sleit formaður fundi án niðurstöðu. Stuttu seinna var ný dagskrá sett á vef flokksins en í henni er gert ráð fyrir að allir ráðherrar haldi ræðu á þinginu. Sigurður Ingi Jóhannsson, forsætisráðherra þjóðarinnar, fær því að halda fimmtán mínútna ræðu á fundinum, eftir tillögu formanns flokksins.Sigurður Ingi tók við forsæti nýrrar ríkisstjórnar í kjölfar afsagnar Sigmundar Davíðs.Tvær, svo til jafnstórar, blokkir bítast um völdin í Framsóknarflokknum þessa dagana, önnur leidd af formanni flokksins en hin af forsætisráðherra. Stuðningsmenn Sigmundar Davíðs hafa gengið hart fram síðustu daga og sakað andstæðinga hans innan flokksins um launráð í garð Sigmundar og að hanna leikrit sem eigi að sýna einræðistilburði hans í stjórn flokksins. Í samtölum við Framsóknarmenn síðustu daga kemur fram sú skoðun að óánægja með Sigmund Davíð eigi ekki uppruna sinn í Wintris-málinu svokallaða, þegar upp komst um eignir hans í alræmdu skattaskjóli og ósannsögli hans í kjölfarið. Margir vilja meina að stífni hans í garð annarra í stjórnum flokksins hafi gert það að verkum að hann hafi orðið óvinsælli með tímanum meðal flokksmanna í fremstu víglínu. Hafi það síðan komið í ljós á þriðjudeginum í Wintris-vikunni svokölluðu að hann taldi sig til að mynda ekki þurfa að ræða við þingflokkinn þegar hann ákvað að leggja leið sína á Bessastaði með þann tilgang að slíta ríkisstjórn og boða til kosninga. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Sjá meira
Margir flokksbundnir Framsóknarmenn kvíða fyrir flokksþingi Framsóknarflokksins sem hefst í dag í Háskólabíói. Á því mun ráðast hver verður næsti formaður flokksins næstu tvö árin að minnsta kosti. Tvær fylkingar takast á og virðast ekki geta unnið saman. Margir óttast að flokkurinn mæti sundurtættur til leiks í kosningabaráttuna að loknu flokksþingi hvernig sem fer. Aðeins fjórar vikur eru til kosninga og því stuttur tími til að sleikja sárin eftir hörð átök. Formaðurinn reyndi þó að slá á létta strengi og sagði flokksmenn hlakka til þingsins eins og um ættarmót væri að ræða í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær.Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins.Hitafundur var haldinn í framkvæmdastjórn flokksins í gær. Þar vildu menn ræða dagskrá flokksþingsins en í drögum að dagskrá var ekki gert ráð fyrir ræðu forsætisráðherra. Formaður framkvæmdastjórnarinnar, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, vildi hins vegar ekki ræða dagskrá þingsins og samkvæmt heimildum blaðsins var framkvæmdastjórn gert grein fyrir því að dagskrá flokksþings væri í höndum formanns og framkvæmdastjóra flokksins. Gekk mikið á á fundinum samkvæmt heimildarmönnum Fréttablaðsins og á endanum sleit formaður fundi án niðurstöðu. Stuttu seinna var ný dagskrá sett á vef flokksins en í henni er gert ráð fyrir að allir ráðherrar haldi ræðu á þinginu. Sigurður Ingi Jóhannsson, forsætisráðherra þjóðarinnar, fær því að halda fimmtán mínútna ræðu á fundinum, eftir tillögu formanns flokksins.Sigurður Ingi tók við forsæti nýrrar ríkisstjórnar í kjölfar afsagnar Sigmundar Davíðs.Tvær, svo til jafnstórar, blokkir bítast um völdin í Framsóknarflokknum þessa dagana, önnur leidd af formanni flokksins en hin af forsætisráðherra. Stuðningsmenn Sigmundar Davíðs hafa gengið hart fram síðustu daga og sakað andstæðinga hans innan flokksins um launráð í garð Sigmundar og að hanna leikrit sem eigi að sýna einræðistilburði hans í stjórn flokksins. Í samtölum við Framsóknarmenn síðustu daga kemur fram sú skoðun að óánægja með Sigmund Davíð eigi ekki uppruna sinn í Wintris-málinu svokallaða, þegar upp komst um eignir hans í alræmdu skattaskjóli og ósannsögli hans í kjölfarið. Margir vilja meina að stífni hans í garð annarra í stjórnum flokksins hafi gert það að verkum að hann hafi orðið óvinsælli með tímanum meðal flokksmanna í fremstu víglínu. Hafi það síðan komið í ljós á þriðjudeginum í Wintris-vikunni svokölluðu að hann taldi sig til að mynda ekki þurfa að ræða við þingflokkinn þegar hann ákvað að leggja leið sína á Bessastaði með þann tilgang að slíta ríkisstjórn og boða til kosninga. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Sjá meira