Fýla eða framsókn Ívar Halldórsson skrifar 3. október 2016 13:40 Framsóknarmaður af fundi gekk Fúll því að formennsku eigi hann fékk Atkvæðin talin Útkoman galin Full saklaus flæktist Í Framsóknarhrekk Mig langar til að trúa því að kjörnir fulltrúar flokka séu að vinna fyrir fólkið í landinu fyrst og fremst. Ég verð þó að viðurkenna að stundum reynist mér erfitt að trúa því. Loforð drjúpa af vörum stjórnmálamanna eins og himneskt hunang en eftirbragðið er oft beiskt og brennisteinskennt - sér í lagi þegar í ljós kemur að fyrirheit þeirra eru oft ekki annað en loðin pólitísk leikflétta til að viðhalda vígi og völdum. Svona las ég skilaboðin og margir aðrir þegar Sigmundur Davíð gekk einn og fýldur út af flokksþingi, eftir að meirihluti flokksbræðra hans sammæltust um að flokkurinn nyti meira trausts kjósenda með Sigurð Inga í stafni. Ég viðurkenni að ég varð fyrir miklum vonbrigðum þegar ljóst var að Sigmundur Davíð styddi ekki vilja flokksins og virtist ekki geta borið virðingu fyrir vilja kjósenda í landinu. Það sem þarna átti sér stað innan Framsóknarflokksins er eins og póstkortaútgáfa af plakatinu sem er fyrir allra augum í landi okkar. Á plakatinu eru pólitíkusar í pollagöllum sem berjast um fötur og skóflur sem þeir eiga ekki einu sinni sjálfir. Áhöldin fá þeir að láni frá okkur sem fylgjumst vel með fyrir utan pólitíska sandkassann. Stjórnmálamenn ættu aldrei að gleyma því að valdið kemur frá okkur; fólkinu í landinu. Ef fólkið í landinu álítur að valdið eigi að færast manna á milli þýðir ekkert fyrir stjórnmálamenn að setja stút á munninn og reyna að sniðganga lýðræðislegan vilja landans. Þannig fýkur öll virðing út í veður og vind. Stjórnmálamenn fara í dag á mis við svo ótal mörg tækifæri til að afla sér virðingar meðal landans. Við, fólkið í landinu, vitum að stjórnmálamenn eru ekki ofurhetjur eða fullkomnar verur. Við vitum að þeir eru breyskir og taka oft kjánalegar og vanhugsaðar ákvarðanir- eins og við. Þeir mismæla sig, missa skapið og gera hluti í fljótfærni sem þeir sjá svo margir eftir - eins og við. Það sem flestir þeirra átta sig ekki á er að við erum ekki eins miskunnarlaus og þeir virðast halda, á meðan þeir ríghalda í ráðherrastóla sína og embætti. Við viljum bara að það sé komið heiðarlega fram við okkur. Við viljum sannleikann. Við viljum ekki hroka og endalausar afsakanir. Við viljum að komið sé fram við okkur eins og jafningja, en ekki eins og við séum einhverjar hraðahindranir á framabraut þeirra. Það er allt í lagi að biðjast fyrirgefningar. Allir vilja vera beðnir fyrirgefningar þegar þeir telja að einhver hafi brugðist þeim eða finnst einhver hafa misnotað umboð sitt. Að biðjast fyrirgefningar er ekki opinber yfirlýsing um að vera „lúser“. Þvert á móti er það virðingarvert athæfi sem krefst heilmikils kjarks. Að biðjast fyrirgefningar ber vott um að virðing sé til staðar fyrir þeirri manneskju sem brotið hefur verið á og er um leið yfirlýsing um skilning á þeim erfiðleikum sem athæfið kann að hafa valdið viðkomandi. Það þarf stóra manneskju til að viðurkenna mistök sín og afhenda þeim sem honum valdið gaf, lyklana að sinni nánustu framtíð. Það er allt of sjaldan sem maður heyrir orðin „Fyrirgefðu mér“. Kannski er það vegna þess að hinum kristnu gildum hefur verið ýtt út í kant í okkar pólitíska umhverfi. Ég ber virðingu fyrir þeim sem viðurkenna mistök sín. Mig langar til að gefa slíku fólki fleiri tækifæri en þeim sem reyna að réttlæta allt sem þeir gera til að reyna að líta vel út. Þetta eru nefnilega ekki endilega mistökin, eða stærð þeirra, sem vega þyngst þegar upp er staðið. Öllu heldur hversu mikið viðkomandi þykir fyrir því að trúnaðarbrestur hafi átt sér stað. Kannski er ekkert sem hefði getað forðað Sigmundi frá formennskumissinum, en maður veltir þó fyrir sér hvort staðan væri önnur og ef til vill betri ef hann hefði á einhverjum tímapunkti sagt: „Ég klúðraði ýmsu með Wintris-málið og tók klaufalega á málunum. Ég vildi óska þess að ég hefði tekið öðru vísi á málunum. Ég tek fúslega fulla ábyrgð á þeim skaða sem umræðan um minn fjárhag hefur valdið. Ég olli landsmönnum vonbrigðum og brást trausti þeirra sem studdu mig, og það harma ég mjög. Fyrirgefið mér. Þetta kemur ekki fyrir aftur.“ Kannski hefði Sigurður Ingi verið kosinn formaður þrátt fyrir þetta - kannski ekki. Það skiptir ekki öllu máli. Andrúmsloftið í landinu hefði þó að öllum líkum verið léttara. Fjöldi fólks hefði fyrirgefið Sigmundi Davíð klúðrið og gefið honum annað tækifæri. Ég er viss um það. Sigmundur Davíð hefði trúlega ekki vikið af kjörfundi án þess að lýsa yfir stuðningi við Sigurð Inga og flokkinn sinn. Heildarmyndin hefði verið skýrari í huga hans og hann hefði ekki viljað halda áfram sem formaður án umboðs meirihlutans. Hann hefði hugsað meira um vilja þjóðarinnar og hag flokksins en sinn eiginn. Hann hefði gætt þess að skaða ekki flokkinn með skapi sínu eins því miður varð raunin er úrslitin voru ljós. Einlæg eftirsjáin hefði göfgað hann og kjósendur hefðu kunnað að meta það að hann tæki ábyrgð á gjörðum sínum; jafnt góðum sem slæmum. Ég held að gamla góða auðmýktin hefði orðið til þess að auka virðingu hans jafnt fyrir þeim sem valdinu beita, og fyrir þeim sem valdið gefa – fyrir fólkinu í landinu. Salómon Davíðsson, hinn vellauðugi og vísi konungur, komst ágætlega að orði er hann miðlaði af visku sinni í Orðskviðum Biblíunnar:„Hroki mannsins lægir hann, en hinn lítilláti mun virðing hljóta.“ (Orðskviðirnir 29:23) Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ívar Halldórsson Kosningar 2016 Skoðun Mest lesið Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun Skoðun Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna ekki bókun 35? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir skrifar Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Sjá meira
Framsóknarmaður af fundi gekk Fúll því að formennsku eigi hann fékk Atkvæðin talin Útkoman galin Full saklaus flæktist Í Framsóknarhrekk Mig langar til að trúa því að kjörnir fulltrúar flokka séu að vinna fyrir fólkið í landinu fyrst og fremst. Ég verð þó að viðurkenna að stundum reynist mér erfitt að trúa því. Loforð drjúpa af vörum stjórnmálamanna eins og himneskt hunang en eftirbragðið er oft beiskt og brennisteinskennt - sér í lagi þegar í ljós kemur að fyrirheit þeirra eru oft ekki annað en loðin pólitísk leikflétta til að viðhalda vígi og völdum. Svona las ég skilaboðin og margir aðrir þegar Sigmundur Davíð gekk einn og fýldur út af flokksþingi, eftir að meirihluti flokksbræðra hans sammæltust um að flokkurinn nyti meira trausts kjósenda með Sigurð Inga í stafni. Ég viðurkenni að ég varð fyrir miklum vonbrigðum þegar ljóst var að Sigmundur Davíð styddi ekki vilja flokksins og virtist ekki geta borið virðingu fyrir vilja kjósenda í landinu. Það sem þarna átti sér stað innan Framsóknarflokksins er eins og póstkortaútgáfa af plakatinu sem er fyrir allra augum í landi okkar. Á plakatinu eru pólitíkusar í pollagöllum sem berjast um fötur og skóflur sem þeir eiga ekki einu sinni sjálfir. Áhöldin fá þeir að láni frá okkur sem fylgjumst vel með fyrir utan pólitíska sandkassann. Stjórnmálamenn ættu aldrei að gleyma því að valdið kemur frá okkur; fólkinu í landinu. Ef fólkið í landinu álítur að valdið eigi að færast manna á milli þýðir ekkert fyrir stjórnmálamenn að setja stút á munninn og reyna að sniðganga lýðræðislegan vilja landans. Þannig fýkur öll virðing út í veður og vind. Stjórnmálamenn fara í dag á mis við svo ótal mörg tækifæri til að afla sér virðingar meðal landans. Við, fólkið í landinu, vitum að stjórnmálamenn eru ekki ofurhetjur eða fullkomnar verur. Við vitum að þeir eru breyskir og taka oft kjánalegar og vanhugsaðar ákvarðanir- eins og við. Þeir mismæla sig, missa skapið og gera hluti í fljótfærni sem þeir sjá svo margir eftir - eins og við. Það sem flestir þeirra átta sig ekki á er að við erum ekki eins miskunnarlaus og þeir virðast halda, á meðan þeir ríghalda í ráðherrastóla sína og embætti. Við viljum bara að það sé komið heiðarlega fram við okkur. Við viljum sannleikann. Við viljum ekki hroka og endalausar afsakanir. Við viljum að komið sé fram við okkur eins og jafningja, en ekki eins og við séum einhverjar hraðahindranir á framabraut þeirra. Það er allt í lagi að biðjast fyrirgefningar. Allir vilja vera beðnir fyrirgefningar þegar þeir telja að einhver hafi brugðist þeim eða finnst einhver hafa misnotað umboð sitt. Að biðjast fyrirgefningar er ekki opinber yfirlýsing um að vera „lúser“. Þvert á móti er það virðingarvert athæfi sem krefst heilmikils kjarks. Að biðjast fyrirgefningar ber vott um að virðing sé til staðar fyrir þeirri manneskju sem brotið hefur verið á og er um leið yfirlýsing um skilning á þeim erfiðleikum sem athæfið kann að hafa valdið viðkomandi. Það þarf stóra manneskju til að viðurkenna mistök sín og afhenda þeim sem honum valdið gaf, lyklana að sinni nánustu framtíð. Það er allt of sjaldan sem maður heyrir orðin „Fyrirgefðu mér“. Kannski er það vegna þess að hinum kristnu gildum hefur verið ýtt út í kant í okkar pólitíska umhverfi. Ég ber virðingu fyrir þeim sem viðurkenna mistök sín. Mig langar til að gefa slíku fólki fleiri tækifæri en þeim sem reyna að réttlæta allt sem þeir gera til að reyna að líta vel út. Þetta eru nefnilega ekki endilega mistökin, eða stærð þeirra, sem vega þyngst þegar upp er staðið. Öllu heldur hversu mikið viðkomandi þykir fyrir því að trúnaðarbrestur hafi átt sér stað. Kannski er ekkert sem hefði getað forðað Sigmundi frá formennskumissinum, en maður veltir þó fyrir sér hvort staðan væri önnur og ef til vill betri ef hann hefði á einhverjum tímapunkti sagt: „Ég klúðraði ýmsu með Wintris-málið og tók klaufalega á málunum. Ég vildi óska þess að ég hefði tekið öðru vísi á málunum. Ég tek fúslega fulla ábyrgð á þeim skaða sem umræðan um minn fjárhag hefur valdið. Ég olli landsmönnum vonbrigðum og brást trausti þeirra sem studdu mig, og það harma ég mjög. Fyrirgefið mér. Þetta kemur ekki fyrir aftur.“ Kannski hefði Sigurður Ingi verið kosinn formaður þrátt fyrir þetta - kannski ekki. Það skiptir ekki öllu máli. Andrúmsloftið í landinu hefði þó að öllum líkum verið léttara. Fjöldi fólks hefði fyrirgefið Sigmundi Davíð klúðrið og gefið honum annað tækifæri. Ég er viss um það. Sigmundur Davíð hefði trúlega ekki vikið af kjörfundi án þess að lýsa yfir stuðningi við Sigurð Inga og flokkinn sinn. Heildarmyndin hefði verið skýrari í huga hans og hann hefði ekki viljað halda áfram sem formaður án umboðs meirihlutans. Hann hefði hugsað meira um vilja þjóðarinnar og hag flokksins en sinn eiginn. Hann hefði gætt þess að skaða ekki flokkinn með skapi sínu eins því miður varð raunin er úrslitin voru ljós. Einlæg eftirsjáin hefði göfgað hann og kjósendur hefðu kunnað að meta það að hann tæki ábyrgð á gjörðum sínum; jafnt góðum sem slæmum. Ég held að gamla góða auðmýktin hefði orðið til þess að auka virðingu hans jafnt fyrir þeim sem valdinu beita, og fyrir þeim sem valdið gefa – fyrir fólkinu í landinu. Salómon Davíðsson, hinn vellauðugi og vísi konungur, komst ágætlega að orði er hann miðlaði af visku sinni í Orðskviðum Biblíunnar:„Hroki mannsins lægir hann, en hinn lítilláti mun virðing hljóta.“ (Orðskviðirnir 29:23)
Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun