Kosningaloforð og séríslenskir stjórnarhættir Arndís Herborg Björnsdóttir skrifar 4. október 2016 10:04 Við erum orðin yfir okkur þreytt á sérhagsmunagæslunni sem ríkir á alþingi, stofnun sem njóta ætti trausts og virðingar. Svo illa er komið fyrir þeirri stofnun að kalla mætti hana Sirkusinn við Austurvöll. Hugsjónafullir frambjóðendur sem hljóta þingsæti umbreytast þegar sætinu er náð. Þá hlýða þeir skipunum forystu flokks síns í atkvæðagreiðslum eins og rakkar. Hugsjónirnar fyrir bí og loforðin gleymd. Væri þjóðarkökunni réttlátlega skipt, lifðu þúsundir Íslendinga ekki í sárafátækt. Hjá stjórnarflokkunum fyrirfinnst ekki félagsleg samkennd, samviska og skilningur gagnvart þeim sem lifa sultarlífi á lífeyri sínum. Eldri kynslóðin í dag byggði upp þetta þjóðfélag. Hún situr uppi með ónýta lífeyrissjóði vegna lélegrar stjórnunar og tapfjárfestinga þeirra sem á ofurlaunum áttu að ávaxta lífeyrisgreiðslur þeirra á ábyrgan hátt. Þessir aðilar vita að þeir sæta aldrei ábyrgð. Sú smán sem fólk fær úr lífeyrissjóði hverfur í hít fordæmalausra skerðinga og tekjutenginga. Skattlagning hefst við rúml. 150 þús. kr. sem er út í hött. Hvers vegna er ekki viðhöfð raunsönn tala við útreikning skatta? Skattar á lægstu laun eru alltof háir - skattar ofurlaunafólksins skammarlega lágir. Sömuleiðis er ótækt að stærstur hluti auðmanna skuli komast upp með að greiða einungis 20% fjármagnstekjuskatt til samneyslunnar. Smádæmi: Líklegt þingmannsefni gefur upp 73 þús. kr. í mánaðartekjur. Viðkomandi á fyrirtæki. Í gegnum fyrirtækið fer allur kostnaður við framfærslu hans og fjölskyldunnar, húsnæðis- og matarkostnaður, bifreið, ferðalög, sími/ar o.s.frv. Þetta fólk notar samfélagsþjónustuna til fulls. Endalaust mætti nefna dæmi, nefna nöfn - skýrir þetta hvers vegna ákveðnir hópar vilja loka á birtingu skattskráa. Um tíma var rætt um að auðfólki yrði gert að telja fram eðlilegar tekjur, ella kæmi til áætlunar tekna þess. Því var auðvitað sópað undir teppið. Í tíð þessarar stjórnar hefur svo verið staðið dyggilega vörð um kennitöluflakkið, þann svarta blett á íslensku þjóðfélagi. Á þessu kjörtímabili hafa hinir ríku auðgast gríðarlega. Stórlækkun sjálfsagðra gjalda á útgerðina, afnám auðlegðarskatts á sama tíma og venjulegt fólk er að sligast undan útgjöldum. Fólk greiðir sífellt meira í læknisaðstoð, lyf, sjúkraþjálfun svo að eitthvað sé nefnt. Ekki er nefnt að engin greiðsluþátttaka er í mörgum lífsnauðsynlegum lyfjum. Í apótekinu er viðkvæðið: "Engin greiðsluþátttaka SR í þessu lyfi." Heilbrigðis-og velferðarkerfið er í molum. Það fór alveg með vinstri stjórnina sem tók við Íslandi í rjúkandi rúst - stjórnina sem lofaði norrænu velferðarkerfi - að taka hinn 1.7.2009 AFTURVIRKT af eldri borgurum og öryrkjum þá rýru 3% hækkun sem þeir höfðu fengið 1.1.2009. Sú stjórn studdi ekki við velferðarkerfið en gerði margt óafsakanlegt til hjálpa hrunverjum að ná vopnum sínum á ný. Hin svokallaða skjaldborg heimilanna var orðagjálfur. Venjulegt fólk missti allt - það hafði ekki innherjaupplýsingar - þúsundir lífeyrisþega töpuðu þar lífssparnaðinum. Siðblinda og siðspilling réðu ríkjum og gera enn. Fjármálaráðherra lagði allt undir þegar hann sendi eldri borgurum einlægt bréf þess efnis að kæmist hann að yrðu tekjutengingar afnumdar. Eldri borgarar ættu að njóta lífeyristekna sinna án þess að þær skertu greiðslur frá TR. Mörg önnur loforð voru í bréfinu góða. Grunnlífeyri skyldu allir fá - við það var staðið - en í nýju frumvarpi um almannatryggingar er þeim lífeyri kippt út. Ríkisstjórnin hefur neyðst til að flýta kosningum vegna spillingarmála, aflandsreikninga og annars ófögnuðar. Tæknivæðingin veldur því að ekki er lengur hægt að mata okkur á ósannindum, líkt og í Norður-Kóreu. Hvers vegna stofnar fólk reikninga í skattaskjólum? Ef það er af öðrum ástæðum en að fela fjármuni þurfa viðkomandi að upplýsa okkur - hinn heimska lýð - um annað. Tveir ráðherrar í ríkisstjórninni eiga slíka reikninga. Skýlaus krafa okkar er að FYRIR kosningar opinberi þeir skattframtöl sín 10 ár aftur í tímann. Á Íslandi er gjá milli þings og þjóðar. Við treystum ekki stjórnvöldum, trúum ekki kosningaloforðum sem rétt fyrir kosningar öðlast nýtt líf eftir svikin á efndum þeirra á líðandi kjörtímabili. EF stjórnarflokkunum er alvara með að bæta smánarkjör lífeyrisþega geta þeir gert það STRAX. Þinghaldi er ekki lokið - fyrst svona mikil samstaða er um málið í þinginu ætti að vera hægt að afgreiða það án umræðna. Meira að segja hundtryggir kjósendur eru vaknaðir. Þúsundir lífeyrisþega munu nú leita á önnur mið ef ekki verður staðið við hin einlægu loforð gamla flokksins þeirra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2016 Skoðun Mest lesið Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Sjá meira
Við erum orðin yfir okkur þreytt á sérhagsmunagæslunni sem ríkir á alþingi, stofnun sem njóta ætti trausts og virðingar. Svo illa er komið fyrir þeirri stofnun að kalla mætti hana Sirkusinn við Austurvöll. Hugsjónafullir frambjóðendur sem hljóta þingsæti umbreytast þegar sætinu er náð. Þá hlýða þeir skipunum forystu flokks síns í atkvæðagreiðslum eins og rakkar. Hugsjónirnar fyrir bí og loforðin gleymd. Væri þjóðarkökunni réttlátlega skipt, lifðu þúsundir Íslendinga ekki í sárafátækt. Hjá stjórnarflokkunum fyrirfinnst ekki félagsleg samkennd, samviska og skilningur gagnvart þeim sem lifa sultarlífi á lífeyri sínum. Eldri kynslóðin í dag byggði upp þetta þjóðfélag. Hún situr uppi með ónýta lífeyrissjóði vegna lélegrar stjórnunar og tapfjárfestinga þeirra sem á ofurlaunum áttu að ávaxta lífeyrisgreiðslur þeirra á ábyrgan hátt. Þessir aðilar vita að þeir sæta aldrei ábyrgð. Sú smán sem fólk fær úr lífeyrissjóði hverfur í hít fordæmalausra skerðinga og tekjutenginga. Skattlagning hefst við rúml. 150 þús. kr. sem er út í hött. Hvers vegna er ekki viðhöfð raunsönn tala við útreikning skatta? Skattar á lægstu laun eru alltof háir - skattar ofurlaunafólksins skammarlega lágir. Sömuleiðis er ótækt að stærstur hluti auðmanna skuli komast upp með að greiða einungis 20% fjármagnstekjuskatt til samneyslunnar. Smádæmi: Líklegt þingmannsefni gefur upp 73 þús. kr. í mánaðartekjur. Viðkomandi á fyrirtæki. Í gegnum fyrirtækið fer allur kostnaður við framfærslu hans og fjölskyldunnar, húsnæðis- og matarkostnaður, bifreið, ferðalög, sími/ar o.s.frv. Þetta fólk notar samfélagsþjónustuna til fulls. Endalaust mætti nefna dæmi, nefna nöfn - skýrir þetta hvers vegna ákveðnir hópar vilja loka á birtingu skattskráa. Um tíma var rætt um að auðfólki yrði gert að telja fram eðlilegar tekjur, ella kæmi til áætlunar tekna þess. Því var auðvitað sópað undir teppið. Í tíð þessarar stjórnar hefur svo verið staðið dyggilega vörð um kennitöluflakkið, þann svarta blett á íslensku þjóðfélagi. Á þessu kjörtímabili hafa hinir ríku auðgast gríðarlega. Stórlækkun sjálfsagðra gjalda á útgerðina, afnám auðlegðarskatts á sama tíma og venjulegt fólk er að sligast undan útgjöldum. Fólk greiðir sífellt meira í læknisaðstoð, lyf, sjúkraþjálfun svo að eitthvað sé nefnt. Ekki er nefnt að engin greiðsluþátttaka er í mörgum lífsnauðsynlegum lyfjum. Í apótekinu er viðkvæðið: "Engin greiðsluþátttaka SR í þessu lyfi." Heilbrigðis-og velferðarkerfið er í molum. Það fór alveg með vinstri stjórnina sem tók við Íslandi í rjúkandi rúst - stjórnina sem lofaði norrænu velferðarkerfi - að taka hinn 1.7.2009 AFTURVIRKT af eldri borgurum og öryrkjum þá rýru 3% hækkun sem þeir höfðu fengið 1.1.2009. Sú stjórn studdi ekki við velferðarkerfið en gerði margt óafsakanlegt til hjálpa hrunverjum að ná vopnum sínum á ný. Hin svokallaða skjaldborg heimilanna var orðagjálfur. Venjulegt fólk missti allt - það hafði ekki innherjaupplýsingar - þúsundir lífeyrisþega töpuðu þar lífssparnaðinum. Siðblinda og siðspilling réðu ríkjum og gera enn. Fjármálaráðherra lagði allt undir þegar hann sendi eldri borgurum einlægt bréf þess efnis að kæmist hann að yrðu tekjutengingar afnumdar. Eldri borgarar ættu að njóta lífeyristekna sinna án þess að þær skertu greiðslur frá TR. Mörg önnur loforð voru í bréfinu góða. Grunnlífeyri skyldu allir fá - við það var staðið - en í nýju frumvarpi um almannatryggingar er þeim lífeyri kippt út. Ríkisstjórnin hefur neyðst til að flýta kosningum vegna spillingarmála, aflandsreikninga og annars ófögnuðar. Tæknivæðingin veldur því að ekki er lengur hægt að mata okkur á ósannindum, líkt og í Norður-Kóreu. Hvers vegna stofnar fólk reikninga í skattaskjólum? Ef það er af öðrum ástæðum en að fela fjármuni þurfa viðkomandi að upplýsa okkur - hinn heimska lýð - um annað. Tveir ráðherrar í ríkisstjórninni eiga slíka reikninga. Skýlaus krafa okkar er að FYRIR kosningar opinberi þeir skattframtöl sín 10 ár aftur í tímann. Á Íslandi er gjá milli þings og þjóðar. Við treystum ekki stjórnvöldum, trúum ekki kosningaloforðum sem rétt fyrir kosningar öðlast nýtt líf eftir svikin á efndum þeirra á líðandi kjörtímabili. EF stjórnarflokkunum er alvara með að bæta smánarkjör lífeyrisþega geta þeir gert það STRAX. Þinghaldi er ekki lokið - fyrst svona mikil samstaða er um málið í þinginu ætti að vera hægt að afgreiða það án umræðna. Meira að segja hundtryggir kjósendur eru vaknaðir. Þúsundir lífeyrisþega munu nú leita á önnur mið ef ekki verður staðið við hin einlægu loforð gamla flokksins þeirra.
Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun
Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir Skoðun
Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun
Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir Skoðun
Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson Skoðun