Björn: Horfir aldrei á fótbolta en missti ekki af leik með landsliðinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. október 2016 11:37 Björn Bergmann Sigurðarson Mynd/Youtube/Molde Björn Bergmann Sigurðarson er kominn aftur inn í A-landsliðshópinn eftir fimm ára fjarveru. Heimir Hallgrímsson valdi Björg Bergmann nú á ný í landsliðið en hann hefur skorað 4 mörk í 6 leikjum með Molde í norsku úrvalsdeildinni í sumar. Björn Bergmann lék sinn eina landsleik þegar hann kom inná sem varamaður á móti Kýpur í september 2011.Sjá einnig:Sex mínútna landsliðsferill Björns Bergmanns: Vildi ekki spila fyrir Ísland og svaraði ekki í símann „Það er frábært að vera loksins kominn aftur inn í þetta," sagði Björn Bergmann Sigurðarson í viðtali við Henry Birgi Gunnarsson á æfingu íslenska landsliðsins í dag. „Ég veit hvað mörg ár eru síðan ég spilaði síðast og þá fékk ég bara fimm mínútur. Það er því frábært að vera kominn til baka," sagði Björn Bergmann. Sér hann eftir því að hafa ekki gefið kost á sér í landsliðið á þessum tíma „Nei, alls ekki. Ég get ekki séð eftir þannig hlutum núna. Mér fannst ég ekki vera nógu þroskaður og var ekki tilbúinn. Ég vildi nota tímann í eitthvað annað en að vera í landsliðinu. Ég hafði þannig séð heldur ekki mikinn áhuga fyrir fótbolta," sagði Björn Bergmann. „Ég talaði við Heimi í síðustu viku. Hann sagði mér að það væri flott fyrir mig að koma inn í þetta núna því ég væri búinn að standa mig vel með Molde og ætti skilið að fá að vera með," sagði Björn Bergmann. „Ég fór þá í það að endurskoða þessa hluti og mér fannst ég vera búinn að þroskast það mikið að ég væri tilbúinn í það að taka þátt í þessari undankeppni. Það var líka gaman að heyra það frá Heimi að ég ætti skilið að vera í þessum hóp. Ég var því ekki lengi að hugsa málið þegar hann hringdi í mig," sagði Björn Bergmann. „Ég fylgist ekkert með fótbolta en eins og í fyrra þegar strákarnir í landsliðinu voru að spila þá fylgdist ég með öllum leikjunum. Ég var rosalega stoltur að sjá það hvað öllum gekk vel og að landið mitt var að standa sig á þessu sviði," sagði Björn Bergmann. „Ég tek bara einn dag í einu og hvert verkefni fyrir sig. Ef ég fær að spila eitthvað í þessum tveimur leikjum sem eru framundan og tekst að sýna það að éf eigi skilið að vera í þessum hóp þá vil ég að sjálfsögðu halda áfram að spila fyrir land og þjóð," sagði Björn Bergmann. „Það er draumurinn fyrir fótboltamenn að spila fyrir sitt land og ég er farinn að sjá það að það sé eitthvað sem ég á að gera," sagði Björn Bergmann. „Hugfarið mitt er allt annað og ég er farinn að sjá betur hvað maður á að setja í fyrsta sætið. Það eru ekki mörg ár í þessum fótbolta og það er því frábært að fá tækifæri til að spila fyrir landsliðið. Nú er rétti tíminn til að gera það," sagði Björn Bergmann. „Strákarnir hafa tekið rosalega vel á móti mér og þetta er frábær hópur. Það er rosalega gaman að vera hérna," sagði Björn en er hann bjartsýnn á það að fá einhverjar mínútur í leikjunum? „Ég vona það að ég fái mínútur. Það hafa verið meiðsli hjá framherjunum sem getur kannski hjálpað mér aðeins. Ég vona bara það besta. Ég er hundrað prósent klár í slaginn fyrir Ísland," sagði Björn Bergmann. Fótbolti Íslenski boltinn HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Fótbolti Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Fótbolti Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Enski boltinn Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn Varaforseti EHF handtekinn Handbolti „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Handbolti Fleiri fréttir Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Amanda fagnaði stigi gegn ensku meisturunum Cecilía og Karólína komnar inn um dyrnar Salah sendi Egypta á HM Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Björgvin Brimi í Víking Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum „Særði fólk mikið með því að fara til Sádi-Arabíu“ Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup Sjá meira
Björn Bergmann Sigurðarson er kominn aftur inn í A-landsliðshópinn eftir fimm ára fjarveru. Heimir Hallgrímsson valdi Björg Bergmann nú á ný í landsliðið en hann hefur skorað 4 mörk í 6 leikjum með Molde í norsku úrvalsdeildinni í sumar. Björn Bergmann lék sinn eina landsleik þegar hann kom inná sem varamaður á móti Kýpur í september 2011.Sjá einnig:Sex mínútna landsliðsferill Björns Bergmanns: Vildi ekki spila fyrir Ísland og svaraði ekki í símann „Það er frábært að vera loksins kominn aftur inn í þetta," sagði Björn Bergmann Sigurðarson í viðtali við Henry Birgi Gunnarsson á æfingu íslenska landsliðsins í dag. „Ég veit hvað mörg ár eru síðan ég spilaði síðast og þá fékk ég bara fimm mínútur. Það er því frábært að vera kominn til baka," sagði Björn Bergmann. Sér hann eftir því að hafa ekki gefið kost á sér í landsliðið á þessum tíma „Nei, alls ekki. Ég get ekki séð eftir þannig hlutum núna. Mér fannst ég ekki vera nógu þroskaður og var ekki tilbúinn. Ég vildi nota tímann í eitthvað annað en að vera í landsliðinu. Ég hafði þannig séð heldur ekki mikinn áhuga fyrir fótbolta," sagði Björn Bergmann. „Ég talaði við Heimi í síðustu viku. Hann sagði mér að það væri flott fyrir mig að koma inn í þetta núna því ég væri búinn að standa mig vel með Molde og ætti skilið að fá að vera með," sagði Björn Bergmann. „Ég fór þá í það að endurskoða þessa hluti og mér fannst ég vera búinn að þroskast það mikið að ég væri tilbúinn í það að taka þátt í þessari undankeppni. Það var líka gaman að heyra það frá Heimi að ég ætti skilið að vera í þessum hóp. Ég var því ekki lengi að hugsa málið þegar hann hringdi í mig," sagði Björn Bergmann. „Ég fylgist ekkert með fótbolta en eins og í fyrra þegar strákarnir í landsliðinu voru að spila þá fylgdist ég með öllum leikjunum. Ég var rosalega stoltur að sjá það hvað öllum gekk vel og að landið mitt var að standa sig á þessu sviði," sagði Björn Bergmann. „Ég tek bara einn dag í einu og hvert verkefni fyrir sig. Ef ég fær að spila eitthvað í þessum tveimur leikjum sem eru framundan og tekst að sýna það að éf eigi skilið að vera í þessum hóp þá vil ég að sjálfsögðu halda áfram að spila fyrir land og þjóð," sagði Björn Bergmann. „Það er draumurinn fyrir fótboltamenn að spila fyrir sitt land og ég er farinn að sjá það að það sé eitthvað sem ég á að gera," sagði Björn Bergmann. „Hugfarið mitt er allt annað og ég er farinn að sjá betur hvað maður á að setja í fyrsta sætið. Það eru ekki mörg ár í þessum fótbolta og það er því frábært að fá tækifæri til að spila fyrir landsliðið. Nú er rétti tíminn til að gera það," sagði Björn Bergmann. „Strákarnir hafa tekið rosalega vel á móti mér og þetta er frábær hópur. Það er rosalega gaman að vera hérna," sagði Björn en er hann bjartsýnn á það að fá einhverjar mínútur í leikjunum? „Ég vona það að ég fái mínútur. Það hafa verið meiðsli hjá framherjunum sem getur kannski hjálpað mér aðeins. Ég vona bara það besta. Ég er hundrað prósent klár í slaginn fyrir Ísland," sagði Björn Bergmann.
Fótbolti Íslenski boltinn HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Fótbolti Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Fótbolti Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Enski boltinn Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn Varaforseti EHF handtekinn Handbolti „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Handbolti Fleiri fréttir Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Amanda fagnaði stigi gegn ensku meisturunum Cecilía og Karólína komnar inn um dyrnar Salah sendi Egypta á HM Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Björgvin Brimi í Víking Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum „Særði fólk mikið með því að fara til Sádi-Arabíu“ Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup Sjá meira