Sýningin Iceland frumsýnd í Los Angeles Guðrún Jóna Stefánsdóttir skrifar 5. október 2016 19:30 Sýningin Iceland verður frumsýnt á föstudaginn næsta í The Ford Theaters í Los Angeles. Mynd/Ásdís „Sýningin Iceland er tilraunakennd nútímaópera eftir O-Lan Jones. Ég myndi helst lýsa tónlistinni sem blöndu af indí, óperu og söngleikjatónlist,“ segir Ásdís Þula Þorláksdóttir, nýútskrifuð leikkona frá New York Film Academy í Los Angeles, spurð út í sýninguna Iceland sem frumsýnd verður í The Ford Theaters í Los Angeles á föstudag. Fjöldi fólks kemur að sýningunni og hefur undirbúningsferlið tekið nokkur ár. Sýningin fjallar um Völu, unga stúlku sem ólst upp með æskuástinni Munda í litlu þorpi fyrir norðan. Eftir langan aðskilnað rekast þau hvort á annað á flugvelli þar sem Vala er á leiðinni norður. Flugvélin hennar lendir í stormi og Vala stekkur út í fallhlíf en fellur niður í „miðnætti sálarinnar“ þar sem hún þarf að takast á við persónulegar hindranir, hugsanir og ótta. „Álfum og huldufólki bregður fyrir sem vísa henni svo veginn í gegnum þessar ógöngur,“ segir Ásdís. Hún hefur tekið þátt í undirbúningi sýningarinnar frá upphafi en hún kynntist O-Lan Jones, höfundi sýningarinnar, hér á landi fyrir nokkrum árum. „Það vildi svo til að fyrir næstum þremur árum var O-Lan Jones stödd hér á Íslandi í rannsóknarvinnu fyrir sýninguna og leigði herbergi hjá móður minni. Þegar hún fór svo aftur til Los Angeles hafði ég samband við hana og fékk að koma í prufu og komst inn. Þetta hefur verið mjög hægt ferli, við höfum unnið mikið með spuna og líkamlega tjáningu til þess að finna tengsl huldufólksins sín á milli og skapa heiminn sem það býr í,“ segir Ásdís og bætir við að höfundur sýningarinnar, O-Lan Jones, sé einn helsti frumkvöðullinn í frumsömdum og tilraunakenndum söngleikjum sem hafa vakið miklu lukku í Los Angeles. Undanfarin ár hefur Ísland hlotið töluverða athygli í Bandaríkjunum, bæði vegna fjölda ferðamanna sem hafa heimsótt landið og vegna þess hversu margir Íslendingar eru að gera það gott í listheiminum vestanhafs.Leikkonan Ásdís Þula Þorláksdóttir útskrifaðist nýlega frá New York Film Academy í Los Angeles,„Þegar ég fyrst flutti út fyrir sex árum og sagði fólki frá því að ég væri frá Íslandi, svaraði fólk yfirleitt: „Já, er ekki Björk frá Íslandi?“ eða „Ég heyrði að Ísland væri grænt og Grænland væri jökull.“ Seinni línan var yfirleitt sögð með miklu stolti eins og fólk væri að finna upp hjólið. Núna hins vegar virðist hver einasta manneskja hafa sögu að segja um vin sinn sem fór til Íslands, eða um að hafa komið til Íslands eða ætlar sér að fara þangað,“ segir Ásdís létt í bragði. En hvernig er að vera eini Íslendingurinn í sýningunni? „Það er frekar sérstakt að þurfa að útskýra hin og þessi orð eða rúnir sem við erum að skoða, fólk virðist heldur ekki þreytast á sögum af því hvernig fólk bjó á Fróninu fríða hér í gamla daga, í svona miklum tengslum við náttúruna og hvernig þjóðsögurnar áttu svona stóran þátt í sjálfsmynd landans,“ segir hún. Nóg fleira er fram undan hjá Ásdísi, en ásamt því að vera á fullu í lokaundirbúningi fyrir Iceland er hún að skrifa ljóðabók og vinna í stuttmynd, ásamt því að skrifa handrit. „Það er margt í gangi, og margt skemmtilegt sem mann langar til þess að gera. Ég er á höttunum eftir góðum umboðsmanni ásamt því að fara í endalausar prufur. Draumurinn er auðvitað að geta verið að leika bæði í Los Angeles og á Íslandi,“ segir hún og bætir við að nú sé verið að skoða að koma með sýninguna Iceland til landsins og yrði auðvitað frábært að fá að taka þátt í því. Mest lesið „Við erum öll dauð hvort sem er“ Lífið Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Lífið 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Lífið Útgefandi Walliams lætur hann róa Lífið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Lífið Best klæddu Íslendingarnir 2025 Tíska og hönnun Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar Lífið Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Lífið Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Lífið Fleiri fréttir Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Munur er á manviti og mannviti Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Sjá meira
„Sýningin Iceland er tilraunakennd nútímaópera eftir O-Lan Jones. Ég myndi helst lýsa tónlistinni sem blöndu af indí, óperu og söngleikjatónlist,“ segir Ásdís Þula Þorláksdóttir, nýútskrifuð leikkona frá New York Film Academy í Los Angeles, spurð út í sýninguna Iceland sem frumsýnd verður í The Ford Theaters í Los Angeles á föstudag. Fjöldi fólks kemur að sýningunni og hefur undirbúningsferlið tekið nokkur ár. Sýningin fjallar um Völu, unga stúlku sem ólst upp með æskuástinni Munda í litlu þorpi fyrir norðan. Eftir langan aðskilnað rekast þau hvort á annað á flugvelli þar sem Vala er á leiðinni norður. Flugvélin hennar lendir í stormi og Vala stekkur út í fallhlíf en fellur niður í „miðnætti sálarinnar“ þar sem hún þarf að takast á við persónulegar hindranir, hugsanir og ótta. „Álfum og huldufólki bregður fyrir sem vísa henni svo veginn í gegnum þessar ógöngur,“ segir Ásdís. Hún hefur tekið þátt í undirbúningi sýningarinnar frá upphafi en hún kynntist O-Lan Jones, höfundi sýningarinnar, hér á landi fyrir nokkrum árum. „Það vildi svo til að fyrir næstum þremur árum var O-Lan Jones stödd hér á Íslandi í rannsóknarvinnu fyrir sýninguna og leigði herbergi hjá móður minni. Þegar hún fór svo aftur til Los Angeles hafði ég samband við hana og fékk að koma í prufu og komst inn. Þetta hefur verið mjög hægt ferli, við höfum unnið mikið með spuna og líkamlega tjáningu til þess að finna tengsl huldufólksins sín á milli og skapa heiminn sem það býr í,“ segir Ásdís og bætir við að höfundur sýningarinnar, O-Lan Jones, sé einn helsti frumkvöðullinn í frumsömdum og tilraunakenndum söngleikjum sem hafa vakið miklu lukku í Los Angeles. Undanfarin ár hefur Ísland hlotið töluverða athygli í Bandaríkjunum, bæði vegna fjölda ferðamanna sem hafa heimsótt landið og vegna þess hversu margir Íslendingar eru að gera það gott í listheiminum vestanhafs.Leikkonan Ásdís Þula Þorláksdóttir útskrifaðist nýlega frá New York Film Academy í Los Angeles,„Þegar ég fyrst flutti út fyrir sex árum og sagði fólki frá því að ég væri frá Íslandi, svaraði fólk yfirleitt: „Já, er ekki Björk frá Íslandi?“ eða „Ég heyrði að Ísland væri grænt og Grænland væri jökull.“ Seinni línan var yfirleitt sögð með miklu stolti eins og fólk væri að finna upp hjólið. Núna hins vegar virðist hver einasta manneskja hafa sögu að segja um vin sinn sem fór til Íslands, eða um að hafa komið til Íslands eða ætlar sér að fara þangað,“ segir Ásdís létt í bragði. En hvernig er að vera eini Íslendingurinn í sýningunni? „Það er frekar sérstakt að þurfa að útskýra hin og þessi orð eða rúnir sem við erum að skoða, fólk virðist heldur ekki þreytast á sögum af því hvernig fólk bjó á Fróninu fríða hér í gamla daga, í svona miklum tengslum við náttúruna og hvernig þjóðsögurnar áttu svona stóran þátt í sjálfsmynd landans,“ segir hún. Nóg fleira er fram undan hjá Ásdísi, en ásamt því að vera á fullu í lokaundirbúningi fyrir Iceland er hún að skrifa ljóðabók og vinna í stuttmynd, ásamt því að skrifa handrit. „Það er margt í gangi, og margt skemmtilegt sem mann langar til þess að gera. Ég er á höttunum eftir góðum umboðsmanni ásamt því að fara í endalausar prufur. Draumurinn er auðvitað að geta verið að leika bæði í Los Angeles og á Íslandi,“ segir hún og bætir við að nú sé verið að skoða að koma með sýninguna Iceland til landsins og yrði auðvitað frábært að fá að taka þátt í því.
Mest lesið „Við erum öll dauð hvort sem er“ Lífið Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Lífið 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Lífið Útgefandi Walliams lætur hann róa Lífið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Lífið Best klæddu Íslendingarnir 2025 Tíska og hönnun Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar Lífið Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Lífið Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Lífið Fleiri fréttir Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Munur er á manviti og mannviti Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Sjá meira