Styrking heilsugæslunnar? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar 5. október 2016 00:00 Um næstu áramót verða tvær nýjar heilsugæslustöðvar teknar í notkun á höfuðborgarsvæðinu. Allajafnan er það fagnaðarefni að heilsugæslustöðvum fjölgi en framkvæmdin er einstaklega klúðursleg og því er spurning hvort tilefni sé til að fagna. Ástæðan er sú að ekkert nýtt fé fylgir þessari fjölgun heilsugæslustöðva á höfuðborgarsvæðinu, heldur á að taka hluta af því fé sem rennur í dag til Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins til að fjármagna rekstur þessara nýju stöðva. Það kostar um 300 milljónir að reka eina heilsugæslustöð á ári á höfuðborgarsvæðinu og því mun það kosta um 600 milljónir að reka þessar tvær stöðvar. Þessar 600 milljónir er um 10% af útgjöldum Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins og því mun stofnunin hafa um 10% minna fé til að reka þær 15 heilsugæslustöðvar sem stofnunin rekur á næsta ári. Ljóst er að tilkoma þessara nýju heilsugæslustöðva veikir rekstur þeirra fimmtán sem fyrir eru nema að viðbótarfjármagn komi til. Því má spyrja hver sé tilgangur með þessari aðgerð. Tilkoma þessara stöðva gengur gegn þeirri viðleitni að styrkja heilsugæsluna á SV-horni landsins á þann hátt að hún geti orðið fyrsti viðkomustaður einstaklinga í heilbrigðiskerfinu. Í umræðunni undanfarið hefur komið fram að Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins (sem þjónar um 200 þúsund íbúum og þá eru erlendir ferðamenn ekki taldir með) vantar um 600 milljónir í rekstur til vera með sambærilegt rekstrarfé og stofnunin hafði árið 2008. Síðan þá hefur íbúum í umdæmi Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins fjölgað um 17 þúsund. Enn undarlegri er sú staðreynd að velferðarráðuneytið gerir ekkert í því að sameina alla heilsugæsluþjónustu á höfuðborgarsvæðinu undir einn hatt þar sem ráðuneytið viðheldur sérstökum samningi við Læknavakt um vaktþjónustu lækna eftir lokun hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Þetta veldur óhagræði hjá notendum (fleiri þjónustuaðilar) og gerir rekstur heilsugæslu dýrari en þarf að vera (hærri leigu- og stjórnunarkostnaður). Óhægræðið kostar tugi milljóna sem hægt væri að nota í betri þjónustu við notendur. Óhægræði notenda felst m.a. í að staðsetning Læknavaktar er ekki miðlæg á höfuðborgarsvæðinu og er erfitt að komast þangað með almenningssamgöngum. Ég hvet alla ábyrga aðila til að gera heilsugæsluþjónustu á höfuðborgarsvæðinu miðlæga, sameina þjónustur og veita meira fé til rekstrar þannig að heilsugæslan geti starfað sem fyrsti viðkomustaður fólks í heilbrigðiskerfinu.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2016 Skoðun Mest lesið Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Um næstu áramót verða tvær nýjar heilsugæslustöðvar teknar í notkun á höfuðborgarsvæðinu. Allajafnan er það fagnaðarefni að heilsugæslustöðvum fjölgi en framkvæmdin er einstaklega klúðursleg og því er spurning hvort tilefni sé til að fagna. Ástæðan er sú að ekkert nýtt fé fylgir þessari fjölgun heilsugæslustöðva á höfuðborgarsvæðinu, heldur á að taka hluta af því fé sem rennur í dag til Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins til að fjármagna rekstur þessara nýju stöðva. Það kostar um 300 milljónir að reka eina heilsugæslustöð á ári á höfuðborgarsvæðinu og því mun það kosta um 600 milljónir að reka þessar tvær stöðvar. Þessar 600 milljónir er um 10% af útgjöldum Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins og því mun stofnunin hafa um 10% minna fé til að reka þær 15 heilsugæslustöðvar sem stofnunin rekur á næsta ári. Ljóst er að tilkoma þessara nýju heilsugæslustöðva veikir rekstur þeirra fimmtán sem fyrir eru nema að viðbótarfjármagn komi til. Því má spyrja hver sé tilgangur með þessari aðgerð. Tilkoma þessara stöðva gengur gegn þeirri viðleitni að styrkja heilsugæsluna á SV-horni landsins á þann hátt að hún geti orðið fyrsti viðkomustaður einstaklinga í heilbrigðiskerfinu. Í umræðunni undanfarið hefur komið fram að Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins (sem þjónar um 200 þúsund íbúum og þá eru erlendir ferðamenn ekki taldir með) vantar um 600 milljónir í rekstur til vera með sambærilegt rekstrarfé og stofnunin hafði árið 2008. Síðan þá hefur íbúum í umdæmi Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins fjölgað um 17 þúsund. Enn undarlegri er sú staðreynd að velferðarráðuneytið gerir ekkert í því að sameina alla heilsugæsluþjónustu á höfuðborgarsvæðinu undir einn hatt þar sem ráðuneytið viðheldur sérstökum samningi við Læknavakt um vaktþjónustu lækna eftir lokun hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Þetta veldur óhagræði hjá notendum (fleiri þjónustuaðilar) og gerir rekstur heilsugæslu dýrari en þarf að vera (hærri leigu- og stjórnunarkostnaður). Óhægræðið kostar tugi milljóna sem hægt væri að nota í betri þjónustu við notendur. Óhægræði notenda felst m.a. í að staðsetning Læknavaktar er ekki miðlæg á höfuðborgarsvæðinu og er erfitt að komast þangað með almenningssamgöngum. Ég hvet alla ábyrga aðila til að gera heilsugæsluþjónustu á höfuðborgarsvæðinu miðlæga, sameina þjónustur og veita meira fé til rekstrar þannig að heilsugæslan geti starfað sem fyrsti viðkomustaður fólks í heilbrigðiskerfinu.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun