Styrking heilsugæslunnar? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar 5. október 2016 08:54 Um næstu áramót verða tvær nýjar heilsugæslustöðvar teknar í notkun á höfuðborgarsvæðinu. Allajafnan er það fagnaðarefni að heilsugæslustöðvum fjölgi en framkvæmdin er einstaklega klúðursleg og því er spurning hvort tilefni sé til að fagna. Ástæðan er sú að ekkert nýtt fé fylgir þessari fjölgun heilsugæslustöðva á höfuðborgarsvæðinu, heldur á að taka hluta af því fé sem rennur í dag til Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins til að fjármagna rekstur þessara nýju stöðva. Það kostar um 300 milljónir að reka eina heilsugæslustöð á ári á höfuðborgarsvæðinu og því mun það kosta um 600 milljónir að reka þessar tvær stöðvar. Þessar 600 milljónir er um 10% af útgjöldum Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins og því mun stofnunin hafa um 10% minna fé til að reka þær 15 heilsugæslustöðvar sem stofnunin rekur á næsta ári. Ljóst er að tilkoma þessara nýju heilsugæslustöðva veikir rekstur þeirra fimmtán sem fyrir eru nema að viðbótarfjármagn komi til. Því má spyrja hver sé tilgangur með þessari aðgerð. Tilkoma þessara stöðva gengur gegn þeirri viðleitni að styrkja heilsugæsluna á SV-horni landsins á þann hátt að hún geti orðið fyrsti viðkomustaður einstaklinga í heilbrigðiskerfinu. Í umræðunni undanfarið hefur komið fram að Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins (sem þjónar um 200 þúsund íbúum og þá eru erlendir ferðamenn ekki taldir með) vantar um 600 milljónir í rekstur til vera með sambærilegt rekstrarfé og stofnunin hafði árið 2008. Síðan þá hefur íbúum í umdæmi Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins fjölgað um 17 þúsund. Enn undarlegri er sú staðreynd að velferðarráðuneytið gerir ekkert í því að sameina alla heilsugæsluþjónustu á höfuðborgarsvæðinu undir einn hatt þar sem ráðuneytið viðheldur sérstökum samningi við Læknavakt um vaktþjónustu lækna eftir lokun hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Þetta veldur óhagræði hjá notendum (fleiri þjónustuaðilar) og gerir rekstur heilsugæslu dýrari en þarf að vera (hærri leigu- og stjórnunarkostnaður). Óhægræðið kostar tugi milljóna sem hægt væri að nota í betri þjónustu við notendur. Óhægræði notenda felst m.a. í að staðsetning Læknavaktar er ekki miðlæg á höfuðborgarsvæðinu og er erfitt að komast þangað með almenningssamgöngum. Ég hvet alla ábyrga aðila til að gera heilsugæsluþjónustu á höfuðborgarsvæðinu miðlæga, sameina þjónustur og veita meira fé til rekstrar þannig að heilsugæslan geti starfað sem fyrsti viðkomustaður fólks í heilbrigðiskerfinu. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2016 Skoðun Gunnar Alexander Ólafsson Mest lesið Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Skoðun Vaxtastefna Seðlabankans – á kostnað launafólks Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson skrifar Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar Skoðun Velkomin til Helvítis Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit við Ísland? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Hækka launin þín þegar fasteignamatið á íbúðinni þinni hækkar? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Manneklan er víða Brynhildur Bolladóttir skrifar Skoðun Sótt að hagsmunum atvinnulausra Steinar Harðarson skrifar Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar Sjá meira
Um næstu áramót verða tvær nýjar heilsugæslustöðvar teknar í notkun á höfuðborgarsvæðinu. Allajafnan er það fagnaðarefni að heilsugæslustöðvum fjölgi en framkvæmdin er einstaklega klúðursleg og því er spurning hvort tilefni sé til að fagna. Ástæðan er sú að ekkert nýtt fé fylgir þessari fjölgun heilsugæslustöðva á höfuðborgarsvæðinu, heldur á að taka hluta af því fé sem rennur í dag til Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins til að fjármagna rekstur þessara nýju stöðva. Það kostar um 300 milljónir að reka eina heilsugæslustöð á ári á höfuðborgarsvæðinu og því mun það kosta um 600 milljónir að reka þessar tvær stöðvar. Þessar 600 milljónir er um 10% af útgjöldum Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins og því mun stofnunin hafa um 10% minna fé til að reka þær 15 heilsugæslustöðvar sem stofnunin rekur á næsta ári. Ljóst er að tilkoma þessara nýju heilsugæslustöðva veikir rekstur þeirra fimmtán sem fyrir eru nema að viðbótarfjármagn komi til. Því má spyrja hver sé tilgangur með þessari aðgerð. Tilkoma þessara stöðva gengur gegn þeirri viðleitni að styrkja heilsugæsluna á SV-horni landsins á þann hátt að hún geti orðið fyrsti viðkomustaður einstaklinga í heilbrigðiskerfinu. Í umræðunni undanfarið hefur komið fram að Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins (sem þjónar um 200 þúsund íbúum og þá eru erlendir ferðamenn ekki taldir með) vantar um 600 milljónir í rekstur til vera með sambærilegt rekstrarfé og stofnunin hafði árið 2008. Síðan þá hefur íbúum í umdæmi Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins fjölgað um 17 þúsund. Enn undarlegri er sú staðreynd að velferðarráðuneytið gerir ekkert í því að sameina alla heilsugæsluþjónustu á höfuðborgarsvæðinu undir einn hatt þar sem ráðuneytið viðheldur sérstökum samningi við Læknavakt um vaktþjónustu lækna eftir lokun hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Þetta veldur óhagræði hjá notendum (fleiri þjónustuaðilar) og gerir rekstur heilsugæslu dýrari en þarf að vera (hærri leigu- og stjórnunarkostnaður). Óhægræðið kostar tugi milljóna sem hægt væri að nota í betri þjónustu við notendur. Óhægræði notenda felst m.a. í að staðsetning Læknavaktar er ekki miðlæg á höfuðborgarsvæðinu og er erfitt að komast þangað með almenningssamgöngum. Ég hvet alla ábyrga aðila til að gera heilsugæsluþjónustu á höfuðborgarsvæðinu miðlæga, sameina þjónustur og veita meira fé til rekstrar þannig að heilsugæslan geti starfað sem fyrsti viðkomustaður fólks í heilbrigðiskerfinu. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar
Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar
Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar