Þyngdaraflið verður ekki hunsað – tilfelli Venesúela Lars Christensen skrifar 5. október 2016 10:00 Lengi vel lofsungu sósíalistar víða um heim Venesúela sem efnahagslega velgengnissögu. Flestir hagfræðingar vissu allan tímann að Venesúela var aldrei vel heppnað heldur tálsýn. Það sem leit út eins og velgengni var einungis hundaheppni sem skapaðist af viðvarandi miklum hækkunum á olíuverði á fyrsta áratug þessarar aldar (munið að Venesúela er eitt af stærstu olíuframleiðsluríkjum heims). Nú er það hins vegar augljóst, jafnvel fyrir hörðustu sósíalista, að „Bólívarsbyltingin“ í Venesúela hefur verið efnahagslegt og félagslegt stórslys. Síðan 2013 hefur verg landsframleiðsla minnkað um næstum 20%, verðbólga hefur rokið upp og gæti vel orðið óðaverðbólga ef ríkisstjórn Maduros forseta breytir ekki fljótlega um stefnu. Venesúelski gjaldmiðillinn, bólívarinn, hefur hrapað og Venesúelamenn eru áfjáðir í að komast yfir gamla góða dollarinn.Óþægilegir útreikningar í peningahagfræðiEvrópskir vinstrisinnar verja „Bólívarsbyltinguna“ og hafa bergmálað útskýringar Maduros forseta á efnahagsóförunum – það séu „vondir, gráðugir kapítalistar“ sem hækka verð og valda hinni miklu verðbólgu, og bandarísk stjórnvöld hafi á einhvern hátt „unnið skemmdarverk“ á venesúelska hagkerfinu. Enginn hagfræðinemi þarf hins vegar að hugsa lengi um efnahagshrunið í Venesúela til að komast að þeirri niðurstöðu að þetta sé dæmi um það sem bandarísku hagfræðingarnir Thomas Sargent og Neil Wallace, í mjög frægri (á meðal hagfræðinga) grein árið 1981, kölluðu „Nokkra óþægilega útreikninga í peningahagfræði“. Kjarninn í röksemdum Sargents og Wallace var að verðbólga væri í grundvallaratriðum peningafyrirbæri en ef ríkisfjármálin yrðu ósjálfbær myndu skapast væntingar um að ríkisstjórnin myndi fyrr eða síðar neyða seðlabankann til að setja prentvélarnar af stað til að fjármagna fjárlagahallann og það í sjálfu sér myndi valda aukinni verðbólgu. Og þetta er auðvitað einmitt það sem hefur átt sér stað í Venesúela. Jafnvel áður en olíuverðið byrjaði að lækka virtust ríkisfjármálin frekar ótraust vegna mikillar aukningar á opinberum útgjöldum og þegar olíuverðið byrjaði að lækka 2014 varð öllum mjög fljótt ljóst að ástand ríkisfjármála í Venesúela væri hörmulegt og þegar venesúelski seðlabankinn byrjaði í raun og veru að prenta peninga til að fjármagna sístækkandi fjárlagahalla þurfti engan snilling til að spá fyrir um mjög aukna verðbólgu.Að drepa venesúelska hagkerfið með því að skjóta sendiboðannÍ stað þess að viðurkenna grunnvandann – algerlega ótraust ríkisfjármál – hafa venesúelsk stjórnvöld ákveðið að kenna „vondum bröskurum“ og „gráðugum kapítalistum“ um eymd landsins. Þess vegna hefur stjórnin tekið upp gríðarlega ströng verðlagshöft. Aftur gæti hvaða fyrsta árs hagfræðinemi sem er sagt manni að ef maður tekur upp verðlagshöft og neyðir kaupmenn til að lækka verð undir það sem hefði verið markaðsverð, þá muni vörur fljótlega hverfa úr búðunum. Og það er auðvitað það sem gerðist. Niðurstaðan er sú að ekki einu sinni sósíalistar geta hunsað hið hagfræðilega þyngdarafl. Fyrr eða síðar tekur raunveruleikinn við. Því miður er efnahagslegt og þjóðfélagslegt hrun Venesúela enn einn vitnisburðurinn um að sósíalismi endar alltaf með hörmungum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lars Christensen Mest lesið Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson Skoðun Vísindi, hugvit og seigla – hugsum stórt og svo stærra! Sandra Mjöll Jónsdóttir-Buch Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego skrifar Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Sjá meira
Lengi vel lofsungu sósíalistar víða um heim Venesúela sem efnahagslega velgengnissögu. Flestir hagfræðingar vissu allan tímann að Venesúela var aldrei vel heppnað heldur tálsýn. Það sem leit út eins og velgengni var einungis hundaheppni sem skapaðist af viðvarandi miklum hækkunum á olíuverði á fyrsta áratug þessarar aldar (munið að Venesúela er eitt af stærstu olíuframleiðsluríkjum heims). Nú er það hins vegar augljóst, jafnvel fyrir hörðustu sósíalista, að „Bólívarsbyltingin“ í Venesúela hefur verið efnahagslegt og félagslegt stórslys. Síðan 2013 hefur verg landsframleiðsla minnkað um næstum 20%, verðbólga hefur rokið upp og gæti vel orðið óðaverðbólga ef ríkisstjórn Maduros forseta breytir ekki fljótlega um stefnu. Venesúelski gjaldmiðillinn, bólívarinn, hefur hrapað og Venesúelamenn eru áfjáðir í að komast yfir gamla góða dollarinn.Óþægilegir útreikningar í peningahagfræðiEvrópskir vinstrisinnar verja „Bólívarsbyltinguna“ og hafa bergmálað útskýringar Maduros forseta á efnahagsóförunum – það séu „vondir, gráðugir kapítalistar“ sem hækka verð og valda hinni miklu verðbólgu, og bandarísk stjórnvöld hafi á einhvern hátt „unnið skemmdarverk“ á venesúelska hagkerfinu. Enginn hagfræðinemi þarf hins vegar að hugsa lengi um efnahagshrunið í Venesúela til að komast að þeirri niðurstöðu að þetta sé dæmi um það sem bandarísku hagfræðingarnir Thomas Sargent og Neil Wallace, í mjög frægri (á meðal hagfræðinga) grein árið 1981, kölluðu „Nokkra óþægilega útreikninga í peningahagfræði“. Kjarninn í röksemdum Sargents og Wallace var að verðbólga væri í grundvallaratriðum peningafyrirbæri en ef ríkisfjármálin yrðu ósjálfbær myndu skapast væntingar um að ríkisstjórnin myndi fyrr eða síðar neyða seðlabankann til að setja prentvélarnar af stað til að fjármagna fjárlagahallann og það í sjálfu sér myndi valda aukinni verðbólgu. Og þetta er auðvitað einmitt það sem hefur átt sér stað í Venesúela. Jafnvel áður en olíuverðið byrjaði að lækka virtust ríkisfjármálin frekar ótraust vegna mikillar aukningar á opinberum útgjöldum og þegar olíuverðið byrjaði að lækka 2014 varð öllum mjög fljótt ljóst að ástand ríkisfjármála í Venesúela væri hörmulegt og þegar venesúelski seðlabankinn byrjaði í raun og veru að prenta peninga til að fjármagna sístækkandi fjárlagahalla þurfti engan snilling til að spá fyrir um mjög aukna verðbólgu.Að drepa venesúelska hagkerfið með því að skjóta sendiboðannÍ stað þess að viðurkenna grunnvandann – algerlega ótraust ríkisfjármál – hafa venesúelsk stjórnvöld ákveðið að kenna „vondum bröskurum“ og „gráðugum kapítalistum“ um eymd landsins. Þess vegna hefur stjórnin tekið upp gríðarlega ströng verðlagshöft. Aftur gæti hvaða fyrsta árs hagfræðinemi sem er sagt manni að ef maður tekur upp verðlagshöft og neyðir kaupmenn til að lækka verð undir það sem hefði verið markaðsverð, þá muni vörur fljótlega hverfa úr búðunum. Og það er auðvitað það sem gerðist. Niðurstaðan er sú að ekki einu sinni sósíalistar geta hunsað hið hagfræðilega þyngdarafl. Fyrr eða síðar tekur raunveruleikinn við. Því miður er efnahagslegt og þjóðfélagslegt hrun Venesúela enn einn vitnisburðurinn um að sósíalismi endar alltaf með hörmungum.
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun
Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun
Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson Skoðun
Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar
Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun
Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun
Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson Skoðun