Auðvelt að sjá það sanna Elín Björg Jónsdóttir skrifar 6. október 2016 07:00 Í flóknum málum getur verið erfitt að sjá hverjir segja satt og rétt frá. En stundum er það furðu auðvelt. Þannig er það með deilurnar um frumvarp sem breyta á lífeyriskerfi opinberra starfsmanna. BSRB undirritaði, ásamt öðrum heildarsamtökum opinberra starfsmanna, samkomulag um nýtt lífeyriskerfi við ríki og sveitarfélög þann 19. september síðastliðinn. Bandalagið gerir alvarlegar athugasemdir við frumvarp sem byggir á því og telur frumvarpið ekki endurspegla það samkomulag sem var undirritað. Undir það taka hin heildarsamtökin sem undirrituðu samkomulagið. Fjármálaráðherra hefur fullyrt að bandalög opinberra starfsmanna séu nú að bæta við nýjum samningskröfum. Ekkert gæti verið fjær sannleikanum. BSRB stendur fullkomlega við samkomulagið og myndi fagna því verði frumvarp þar sem efni þess endurspeglast með réttum hætti samþykkt. Hér stangast fullyrðingar á og einhver gæti haldið að erfitt væri að skera úr um réttmæti fullyrðinganna. Það auðveldar vissulega þeim vinnuna sem vilja kanna sannleiksgildið að fyrir liggur skriflegt samkomulag, auk kynningarefnis sem fjármálaráðherra fór yfir á fundi með fjölmiðlum eftir undirritun samkomulagsins. Í samkomulaginu eru markmið og forsendur tíunduð í upphafi: „Réttindi núverandi sjóðfélaga í A-deildum LSR og Brúar verði jafn verðmæt fyrir og eftir þær breytingar á skipan lífeyrismála sem kveðið er á um í samkomulagi þessu.“ Orðalag í kynningu ráðherra var svo til orðrétt það sama. Í frumvarpinu er þetta markmið ekki uppfyllt. Í stað þess að tala um sjóðfélaga, sem nær yfir bæði þá sem eru að greiða í lífeyrissjóðinn, hafa greitt í hann, eða hafa hafið töku lífeyris, er komið nýtt hugtak. Í frumvarpinu er talað um „virka greiðendur“, sem eru aðeins þeir sem greiddu í sjóðinn á yfirstandandi ári.Stjórnvöld standi við samkomulagið Það þarf ekki lögspeking til að átta sig á muninum á þessu tvennu. Svo því sé haldið til haga gerði BSRB skriflegar athugasemdir við þetta orðalag í tölvupósti til ráðuneytisins þann 11. september, án þess að við því væri brugðist. BSRB gerir þá skýru kröfu að úr þessu verði bætt áður en málið verður afgreitt á Alþingi og að tekið verði að fullu tillit til athugasemda í umsögn bandalagsins við frumvarpið. Það er lágmarkskrafa að stjórnvöld standi við skriflegt samkomulag. Þá má minna á að í allri umræðu í aðdraganda samkomulagsins var talað um að ekki yrði haldið áfram með málið nema allir væru sammála. Hvers vegna hefur það breyst á síðustu metrunum?Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Elín Björg Jónsdóttir Mest lesið Sannleikurinn í tengdamömmumálinu Ólöf Björnsdóttir Skoðun Flugan í ídýfunni Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun Hann breytti öllu – og gerði það með háði Jónas Sen Skoðun Við stöndum saman með íþróttafólkinu – en hvað með fólkið á bak við það? Ingibjörg Isaksen Skoðun Ekki fylla höfnina af grjóti Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Óboðlegt svar um ótæka stjórnsýslu Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Að mennta til lífs, ekki prófa Sandra Sigurðardóttir Skoðun Lengri útivistartími barna Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Að því að rjúfa vítahring kynslóðabundinna afbrota Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Engin sátt án sannmælis Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að finna rétt veiðigjald... Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Hvað viltu að samskiptin á vinnustaðnum kosti? Carmen Maja Valencia skrifar Skoðun Stórt inngrip í rekstur íþróttafélaga! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Börn voga sér inn í afbrotaheim fullorðinna eða er það öfugt? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Og hvað svo? Eyrún Birna Davíðsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt svar um ótæka stjórnsýslu Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Sannleikurinn í tengdamömmumálinu Ólöf Björnsdóttir skrifar Skoðun Hann breytti öllu – og gerði það með háði Jónas Sen skrifar Skoðun Ekki fylla höfnina af grjóti Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Lengri útivistartími barna Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum saman með íþróttafólkinu – en hvað með fólkið á bak við það? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að því að rjúfa vítahring kynslóðabundinna afbrota Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Flugan í ídýfunni Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir skrifar Skoðun Að mennta til lífs, ekki prófa Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Það er kominn tími til... Birgir Rúnar Davíðsson skrifar Skoðun Er EES samningurinn gagnlaus fyrir Ísland? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Er píptest rót alls ills? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vertu bandamaður kæri bróðir! Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Frá frammistöðuvæðingu til farsældar Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ísland á að verja með íslenskum lögum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fyrsta skrefið í átt að betri Menntasjóði Logi Einarsson skrifar Skoðun Læknafélagið virðir ekki afstöðu félagsmanna sinna Bjarni Jónsson skrifar Skoðun Göngum í takt skrifar Skoðun Hverju lofar þú? Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Það er vá fyrir dyrum - Börnin okkar Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Babýlonherleiðingin og örlög smáþjóða í átökum heimsvelda Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Í flóknum málum getur verið erfitt að sjá hverjir segja satt og rétt frá. En stundum er það furðu auðvelt. Þannig er það með deilurnar um frumvarp sem breyta á lífeyriskerfi opinberra starfsmanna. BSRB undirritaði, ásamt öðrum heildarsamtökum opinberra starfsmanna, samkomulag um nýtt lífeyriskerfi við ríki og sveitarfélög þann 19. september síðastliðinn. Bandalagið gerir alvarlegar athugasemdir við frumvarp sem byggir á því og telur frumvarpið ekki endurspegla það samkomulag sem var undirritað. Undir það taka hin heildarsamtökin sem undirrituðu samkomulagið. Fjármálaráðherra hefur fullyrt að bandalög opinberra starfsmanna séu nú að bæta við nýjum samningskröfum. Ekkert gæti verið fjær sannleikanum. BSRB stendur fullkomlega við samkomulagið og myndi fagna því verði frumvarp þar sem efni þess endurspeglast með réttum hætti samþykkt. Hér stangast fullyrðingar á og einhver gæti haldið að erfitt væri að skera úr um réttmæti fullyrðinganna. Það auðveldar vissulega þeim vinnuna sem vilja kanna sannleiksgildið að fyrir liggur skriflegt samkomulag, auk kynningarefnis sem fjármálaráðherra fór yfir á fundi með fjölmiðlum eftir undirritun samkomulagsins. Í samkomulaginu eru markmið og forsendur tíunduð í upphafi: „Réttindi núverandi sjóðfélaga í A-deildum LSR og Brúar verði jafn verðmæt fyrir og eftir þær breytingar á skipan lífeyrismála sem kveðið er á um í samkomulagi þessu.“ Orðalag í kynningu ráðherra var svo til orðrétt það sama. Í frumvarpinu er þetta markmið ekki uppfyllt. Í stað þess að tala um sjóðfélaga, sem nær yfir bæði þá sem eru að greiða í lífeyrissjóðinn, hafa greitt í hann, eða hafa hafið töku lífeyris, er komið nýtt hugtak. Í frumvarpinu er talað um „virka greiðendur“, sem eru aðeins þeir sem greiddu í sjóðinn á yfirstandandi ári.Stjórnvöld standi við samkomulagið Það þarf ekki lögspeking til að átta sig á muninum á þessu tvennu. Svo því sé haldið til haga gerði BSRB skriflegar athugasemdir við þetta orðalag í tölvupósti til ráðuneytisins þann 11. september, án þess að við því væri brugðist. BSRB gerir þá skýru kröfu að úr þessu verði bætt áður en málið verður afgreitt á Alþingi og að tekið verði að fullu tillit til athugasemda í umsögn bandalagsins við frumvarpið. Það er lágmarkskrafa að stjórnvöld standi við skriflegt samkomulag. Þá má minna á að í allri umræðu í aðdraganda samkomulagsins var talað um að ekki yrði haldið áfram með málið nema allir væru sammála. Hvers vegna hefur það breyst á síðustu metrunum?Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun
Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar
Skoðun Við stöndum saman með íþróttafólkinu – en hvað með fólkið á bak við það? Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Babýlonherleiðingin og örlög smáþjóða í átökum heimsvelda Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir skrifar
Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun