Þreytir frumraun sína á sviði Borgarleikhússins Guðrún Jóna Stefánsdóttir skrifar 6. október 2016 09:45 Davíð Þór Katrínarson fer með hlutverk í sýningunni Ræman sem frumsýnd verður í Borgarleikhúsinu í vetur. vísir/Ernir „Ég ákvað að fara í prufu hjá Borgarleikhúsinu fyrir hlutverk í sýningunni Ræman, eftir Annie Baker. Það var svo í byrjun maí sem ég fékk símtal um að ég hefði fengið hlutverkið,“ segir Davíð Þór Katrínarson, nýútskrifaður leikari frá Stella Adler Academy of Acting & Theatre í Los Angeles, spurður út í það hvernig það kom til að hann fékk eitt aðalhlutverkið í stórri sýningu í Borgarleikhúsinu. Um er að ræða sýningu sem fjallar um þrjá starfsmenn í gömlu „költ“ bíói, sem vinna við það að sópa gólfin, selja miða og kveikja á kvikmyndavélinni fyrir sýningar. Launin eru lág, andrúmsloftið rafmagnað og samskiptin á milli þeirra endurspegla kaldranalegan veruleika. En hver og einn elur með sér draum um betra líf og oft getur raunveruleikinn skákað heimi kvikmyndanna all hressilega. „Ég leik Andrés, einn af þremur starfsmönnum sem vinnur í „költ“ bíói, hann hefur endalausan áhuga á kvikmyndum svo það er óhætt að segja að þetta sé draumastarf fyrir hann. Andrés er mikil tilfinningavera, en er þó feiminn og hlédrægur náungi,“ segir Davíð og bætir við að allir karakterarnir hafi sýna kosti og galla, þetta sé skemmtileg og fyndin saga en á sama tíma frekar dramatísk. Ræman er vel skrifað og hjartnæmt leikrit eftir ungt bandarískt leikskáld sem hefur vakið mikla athygli í Bandaríkjunum og í Evrópu. Höfundurinn, hin 34 ára Annie Baker, hlaut bandarísku Pulitzer-verðlaun fyrir besta leikritið árið 2014. Dóra Jóhannsdóttir leikstýrir verkinu en þetta mun einnig vera hennar fyrsta leikstjóraverk, í atvinnuleikhúsi. „Það er mikil áskorun að koma inn í svona stórt hlutverk stuttu eftir útskrift. Undirbúningurinn hefur gengið vel, en frá því ég fékk handritið í hendurnar hef ég verið að undirbúa mig smám saman. Það þýðir ekkert annað, þegar maður leikur á móti eins miklum fagmönnum og koma að sýningunni. Hjörtur Jóhann Jónsson og Kristín Þóra Haraldsdóttir fara með hlutverk hinna starfsmanna bíósins en þau eru bæði mjög reynd og hafa bæði unnið til verðlauna fyrir hlutverk sín á fjölum leikhússins. „Það er frábært að vinna með þeim, ég get lært heilan helling af þeim, og þau eru virkilega góð í því sem þau eru að gera. Það taka mér allir vel, og ég hef fundið fyrir því að starfsandinn í Borgarleikhúsinu er virkilega góður,“ segir Davíð spenntur fyrir vinnunni sem fram undan er. Mest lesið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Bæjarfjallið Esjan - gönguleiðir og hjólastígar Lífið samstarf Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
„Ég ákvað að fara í prufu hjá Borgarleikhúsinu fyrir hlutverk í sýningunni Ræman, eftir Annie Baker. Það var svo í byrjun maí sem ég fékk símtal um að ég hefði fengið hlutverkið,“ segir Davíð Þór Katrínarson, nýútskrifaður leikari frá Stella Adler Academy of Acting & Theatre í Los Angeles, spurður út í það hvernig það kom til að hann fékk eitt aðalhlutverkið í stórri sýningu í Borgarleikhúsinu. Um er að ræða sýningu sem fjallar um þrjá starfsmenn í gömlu „költ“ bíói, sem vinna við það að sópa gólfin, selja miða og kveikja á kvikmyndavélinni fyrir sýningar. Launin eru lág, andrúmsloftið rafmagnað og samskiptin á milli þeirra endurspegla kaldranalegan veruleika. En hver og einn elur með sér draum um betra líf og oft getur raunveruleikinn skákað heimi kvikmyndanna all hressilega. „Ég leik Andrés, einn af þremur starfsmönnum sem vinnur í „költ“ bíói, hann hefur endalausan áhuga á kvikmyndum svo það er óhætt að segja að þetta sé draumastarf fyrir hann. Andrés er mikil tilfinningavera, en er þó feiminn og hlédrægur náungi,“ segir Davíð og bætir við að allir karakterarnir hafi sýna kosti og galla, þetta sé skemmtileg og fyndin saga en á sama tíma frekar dramatísk. Ræman er vel skrifað og hjartnæmt leikrit eftir ungt bandarískt leikskáld sem hefur vakið mikla athygli í Bandaríkjunum og í Evrópu. Höfundurinn, hin 34 ára Annie Baker, hlaut bandarísku Pulitzer-verðlaun fyrir besta leikritið árið 2014. Dóra Jóhannsdóttir leikstýrir verkinu en þetta mun einnig vera hennar fyrsta leikstjóraverk, í atvinnuleikhúsi. „Það er mikil áskorun að koma inn í svona stórt hlutverk stuttu eftir útskrift. Undirbúningurinn hefur gengið vel, en frá því ég fékk handritið í hendurnar hef ég verið að undirbúa mig smám saman. Það þýðir ekkert annað, þegar maður leikur á móti eins miklum fagmönnum og koma að sýningunni. Hjörtur Jóhann Jónsson og Kristín Þóra Haraldsdóttir fara með hlutverk hinna starfsmanna bíósins en þau eru bæði mjög reynd og hafa bæði unnið til verðlauna fyrir hlutverk sín á fjölum leikhússins. „Það er frábært að vinna með þeim, ég get lært heilan helling af þeim, og þau eru virkilega góð í því sem þau eru að gera. Það taka mér allir vel, og ég hef fundið fyrir því að starfsandinn í Borgarleikhúsinu er virkilega góður,“ segir Davíð spenntur fyrir vinnunni sem fram undan er.
Mest lesið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Bæjarfjallið Esjan - gönguleiðir og hjólastígar Lífið samstarf Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira