Karl fékk þriggja mánaða bann og þarf að greiða 50.000 króna sekt vegna ummæla sinna Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 5. október 2016 19:12 Kári Garðarsson þarf að finna sér nýjan aðstoðarmann. vísir/ernir Aganefnd HSÍ hefur úrskurðað Karl Erlingsson, fráfarandi aðstoðarþjálfara Gróttu, í þriggja mánaða bann og til greiðslu 50.000 króna sektar vegna ummæla hans eftir leik Gróttu og Hauka um helgina. Grótta tapaði umræddum leik 29-25 og eftir hann fór Karl mikinn á Facebook. Hann gagnrýndi dómara leiksins, þá Matthías Leifsson og Örn Arnarson, harkalega sem og eftirlitsmanninn Kristján Halldórsson. „Gríðarleg framför hjá HSÍ eða hitt þó heldur, dómararuglið heldur áfram. Þvílíkt rugl. Eigum við ekkert betra skilið? Látum það vera að þessir fábjánar hafa aldrei spilað handbolta sjálfir. En óþarfi að setja hálf vangefið lið í búning og láta þá dæma?“ skrifaði Karl. „Skrípaleikur í boði Kristjáns Halldórssonar. Hvað á þetta fífl að fá að ganga langt í að eyðileggja íslenskan handbolta?“ bætti hann við.Karl og Grótta báðust afsökunar á ummælum hans og í gær sendi félagið svo frá sér yfirlýsingu þar sem fram kom að Karl væri hættur störfum. Ummælum Karls var vísað til aganefndar sem úrskurðaði hann í þriggja mánaða bann í dag.Úrskurðurinn er svohljóðandi: Stjórn HSÍ hefur vísað til aganefndar skrifum sem Karl Erlingsson starfsmaður B í leik Gróttu og Hauka í M.fl.kv. 01.10.2016 setti inn á Facebook síðu sína að leik loknum. Vísan málsins til aganefndar er í samræmi við VI kafla reglugerðar HSÍ um agamál. Í skrifum sínum á Facebook síðu sinni er Karl með mjög svo niðrandi orð um dómara leiksins, eftirlitsmann og starfsmann HSÍ. Fyrir aganefnd liggur greinagerð frá hkd. Gróttu þar sem fram kemur að Grótta hafi ákveðið að slíta samstarfi sínu við Karl í kjölfar þessa máls. Jafnframt gaf Grótta út yfirlýsingu þar sem þessi ummæli eru hörmuð og viðeigandi aðilar beðnir afsökunar. Atvik málsins virðast benda til þess að ummælin hafi verið skrifuð utan leikstaðar og áttu forsvarsmenn Gróttu erfitt með að koma í veg fyrir þau. Niðurstaða aganefndar er að Karl Erlingsson starfsmaður B hjá Gróttu er úrskurðaður 3ja mánaða bann frá þátttöku í leikjum á vegum HSÍ og til greiðslu sektar að upphæð kr. 50.000. Gróttu er jafnframt veitt áminning vegna framkomu starfsmanns síns. Olís-deild kvenna Tengdar fréttir Karl hættur hjá kvennaliði Gróttu Karl Erlingsson verður ekki áfram aðstoðarþjálfari Íslandsmeistara Gróttu í kvennahandboltanum en þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Handknattleiksdeild Gróttu. 4. október 2016 10:54 Grótta baðst afsökunar á harkalegum ummælum þjálfara Aðstoðarþjálfarinn Karl Erlingsson kallaði dómara "hálf vangefið lið“ og "fábjána.“ 3. október 2016 10:44 Mest lesið Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Fótbolti Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Handbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Fótbolti Fleiri fréttir Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Sjá meira
Aganefnd HSÍ hefur úrskurðað Karl Erlingsson, fráfarandi aðstoðarþjálfara Gróttu, í þriggja mánaða bann og til greiðslu 50.000 króna sektar vegna ummæla hans eftir leik Gróttu og Hauka um helgina. Grótta tapaði umræddum leik 29-25 og eftir hann fór Karl mikinn á Facebook. Hann gagnrýndi dómara leiksins, þá Matthías Leifsson og Örn Arnarson, harkalega sem og eftirlitsmanninn Kristján Halldórsson. „Gríðarleg framför hjá HSÍ eða hitt þó heldur, dómararuglið heldur áfram. Þvílíkt rugl. Eigum við ekkert betra skilið? Látum það vera að þessir fábjánar hafa aldrei spilað handbolta sjálfir. En óþarfi að setja hálf vangefið lið í búning og láta þá dæma?“ skrifaði Karl. „Skrípaleikur í boði Kristjáns Halldórssonar. Hvað á þetta fífl að fá að ganga langt í að eyðileggja íslenskan handbolta?“ bætti hann við.Karl og Grótta báðust afsökunar á ummælum hans og í gær sendi félagið svo frá sér yfirlýsingu þar sem fram kom að Karl væri hættur störfum. Ummælum Karls var vísað til aganefndar sem úrskurðaði hann í þriggja mánaða bann í dag.Úrskurðurinn er svohljóðandi: Stjórn HSÍ hefur vísað til aganefndar skrifum sem Karl Erlingsson starfsmaður B í leik Gróttu og Hauka í M.fl.kv. 01.10.2016 setti inn á Facebook síðu sína að leik loknum. Vísan málsins til aganefndar er í samræmi við VI kafla reglugerðar HSÍ um agamál. Í skrifum sínum á Facebook síðu sinni er Karl með mjög svo niðrandi orð um dómara leiksins, eftirlitsmann og starfsmann HSÍ. Fyrir aganefnd liggur greinagerð frá hkd. Gróttu þar sem fram kemur að Grótta hafi ákveðið að slíta samstarfi sínu við Karl í kjölfar þessa máls. Jafnframt gaf Grótta út yfirlýsingu þar sem þessi ummæli eru hörmuð og viðeigandi aðilar beðnir afsökunar. Atvik málsins virðast benda til þess að ummælin hafi verið skrifuð utan leikstaðar og áttu forsvarsmenn Gróttu erfitt með að koma í veg fyrir þau. Niðurstaða aganefndar er að Karl Erlingsson starfsmaður B hjá Gróttu er úrskurðaður 3ja mánaða bann frá þátttöku í leikjum á vegum HSÍ og til greiðslu sektar að upphæð kr. 50.000. Gróttu er jafnframt veitt áminning vegna framkomu starfsmanns síns.
Olís-deild kvenna Tengdar fréttir Karl hættur hjá kvennaliði Gróttu Karl Erlingsson verður ekki áfram aðstoðarþjálfari Íslandsmeistara Gróttu í kvennahandboltanum en þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Handknattleiksdeild Gróttu. 4. október 2016 10:54 Grótta baðst afsökunar á harkalegum ummælum þjálfara Aðstoðarþjálfarinn Karl Erlingsson kallaði dómara "hálf vangefið lið“ og "fábjána.“ 3. október 2016 10:44 Mest lesið Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Fótbolti Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Handbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Fótbolti Fleiri fréttir Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Sjá meira
Karl hættur hjá kvennaliði Gróttu Karl Erlingsson verður ekki áfram aðstoðarþjálfari Íslandsmeistara Gróttu í kvennahandboltanum en þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Handknattleiksdeild Gróttu. 4. október 2016 10:54
Grótta baðst afsökunar á harkalegum ummælum þjálfara Aðstoðarþjálfarinn Karl Erlingsson kallaði dómara "hálf vangefið lið“ og "fábjána.“ 3. október 2016 10:44