Úr drullunni verður fegurðin til Magnús Guðmundsson skrifar 6. október 2016 11:15 Tolli og aðstoðarmaður hans voru í óða önn við að hengja upp myndir vítt og breytt um Kringluna í gær. Visir/GVA Það vakti með mörgum hneykslan í heimi listarinnar þegar myndlistarmaðurinn Tolli opnaði sýningu á olíumálverkum í Kringlunni fyrir rúmum tuttugu árum. Hann lét það þó það allt sem vind um eyru þjóta og hefur haldið ótrauður áfram að færa listina til almennings með ýmsum hætti og í dag opnar hann að nýju sýningu í Kringlunni. „Þetta er auðvitað það sem ábyrgir aðilar eiga að sinna. Það er allt gott um það að segja að vera með listasöfn og gallerí en við eigum að vera í því að brjóta landamæri. Þegar það er gert á þennan hátt, sem er bara fokking snilld, þá bara býr maður til gallerí inni á torginu þar sem fólkið er. Þetta er meiri snertiflötur við samfélagið en það er nokkurn tíma hægt að ná í galleríi. Auðvitað sýnir maður líka í galleríi og ég er ekkert að setja út á það. En ég vil nýta svona tækifæri og fara í áttina að fólki frekar en frá því.“ Tolli segir að það sé ekki laust við að sýning í rými á borð við Kringluna sé hugsuð aðeins öðruvísi en til að mynda sýning í galleríi. „Ég er til að mynda hér með seríu af portrettmyndum af fólki að hugleiða sem er sérstaklega unnin fyrir þessa sýningu. Mig langaði til þess að koma með þetta andrúmsloft inn í þennan asa sem er hérna og þetta er reyndar þemaskipt sýning en allir kaflarnir hafa þó að gera með hugann. Ég er með náttúruna, móður jörð, í landslagsmyndum sem hafa verið mínar ær og kýr. Svo kemur tilvistin og þá kemur íslenska eyðibýlið inn, en það hefur verið svona ákveðin þráhyggja hjá mér. Í einsemd sinni endurspeglar eyðibýlið hverfulleika lífsins. Þú fæðist, eldist og deyrð. Það er ákveðin fegurð í því. Svo er ég með abstrakt, expressjónískar myndir sem er óreiða hugans og að lokum myndir af Búdda en búnar til úr alls konar drasli. Þetta er magnað stöff þar sem maður er að leika sér með goðsögnina um lótusblómið og forina; úr drullunni verður fegurðin til. Við þroskumst í andstreyminu. Síðan er ég með þessar myndir af fólki að hugleiða sem vísa til þess að það er öllum eðlilegt og náttúrulegt að hugleiða. Og það er líka eins gott að við gerum það því þetta er öflugasta leiðin til þess að díla við það að sitja uppi með heila eins og við erum með. Undirrót allra vandræða okkar. Við mannkynið erum í vandræðum í dag og það er ekki út af kapítalisma eða kommúnisma heldur út af huganum. Hitt er bara afleiðing og þar er hugleiðing beisik hlutur. Ég er því að spá í að hugleiða hér í hádeginu alla daga á meðan á sýningunni stendur. Nú er ég að opna á morgun og þá byrja ég strax að vera á staðnum og ráfa hér um eins og draugur í rauðum slopp með nátthúfu.“ Segir Tolli og skellihlær.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 6. október. Menning Mest lesið Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Lífið Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Lífið Enginn Logi á veggspjaldi Star Wars Bíó og sjónvarp Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Lífið Tix.is um Bieber-miðasöluna: Of hratt hleypt inn í röðina Lífið Spennandi breytingar í GK Reykjavík – verslunin flutt í Evu Lífið samstarf Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið 50+: Það má segja Nei við barnapössun Lífið Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Lífið Fleiri fréttir Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Sjá meira
Það vakti með mörgum hneykslan í heimi listarinnar þegar myndlistarmaðurinn Tolli opnaði sýningu á olíumálverkum í Kringlunni fyrir rúmum tuttugu árum. Hann lét það þó það allt sem vind um eyru þjóta og hefur haldið ótrauður áfram að færa listina til almennings með ýmsum hætti og í dag opnar hann að nýju sýningu í Kringlunni. „Þetta er auðvitað það sem ábyrgir aðilar eiga að sinna. Það er allt gott um það að segja að vera með listasöfn og gallerí en við eigum að vera í því að brjóta landamæri. Þegar það er gert á þennan hátt, sem er bara fokking snilld, þá bara býr maður til gallerí inni á torginu þar sem fólkið er. Þetta er meiri snertiflötur við samfélagið en það er nokkurn tíma hægt að ná í galleríi. Auðvitað sýnir maður líka í galleríi og ég er ekkert að setja út á það. En ég vil nýta svona tækifæri og fara í áttina að fólki frekar en frá því.“ Tolli segir að það sé ekki laust við að sýning í rými á borð við Kringluna sé hugsuð aðeins öðruvísi en til að mynda sýning í galleríi. „Ég er til að mynda hér með seríu af portrettmyndum af fólki að hugleiða sem er sérstaklega unnin fyrir þessa sýningu. Mig langaði til þess að koma með þetta andrúmsloft inn í þennan asa sem er hérna og þetta er reyndar þemaskipt sýning en allir kaflarnir hafa þó að gera með hugann. Ég er með náttúruna, móður jörð, í landslagsmyndum sem hafa verið mínar ær og kýr. Svo kemur tilvistin og þá kemur íslenska eyðibýlið inn, en það hefur verið svona ákveðin þráhyggja hjá mér. Í einsemd sinni endurspeglar eyðibýlið hverfulleika lífsins. Þú fæðist, eldist og deyrð. Það er ákveðin fegurð í því. Svo er ég með abstrakt, expressjónískar myndir sem er óreiða hugans og að lokum myndir af Búdda en búnar til úr alls konar drasli. Þetta er magnað stöff þar sem maður er að leika sér með goðsögnina um lótusblómið og forina; úr drullunni verður fegurðin til. Við þroskumst í andstreyminu. Síðan er ég með þessar myndir af fólki að hugleiða sem vísa til þess að það er öllum eðlilegt og náttúrulegt að hugleiða. Og það er líka eins gott að við gerum það því þetta er öflugasta leiðin til þess að díla við það að sitja uppi með heila eins og við erum með. Undirrót allra vandræða okkar. Við mannkynið erum í vandræðum í dag og það er ekki út af kapítalisma eða kommúnisma heldur út af huganum. Hitt er bara afleiðing og þar er hugleiðing beisik hlutur. Ég er því að spá í að hugleiða hér í hádeginu alla daga á meðan á sýningunni stendur. Nú er ég að opna á morgun og þá byrja ég strax að vera á staðnum og ráfa hér um eins og draugur í rauðum slopp með nátthúfu.“ Segir Tolli og skellihlær.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 6. október.
Menning Mest lesið Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Lífið Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Lífið Enginn Logi á veggspjaldi Star Wars Bíó og sjónvarp Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Lífið Tix.is um Bieber-miðasöluna: Of hratt hleypt inn í röðina Lífið Spennandi breytingar í GK Reykjavík – verslunin flutt í Evu Lífið samstarf Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið 50+: Það má segja Nei við barnapössun Lífið Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Lífið Fleiri fréttir Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Sjá meira