Umfjöllun og viðtöl: Grindavík - Þór Þorl. 73-71 | Lewis með sigurkörfuna í blálokin Kristinn Friðriksson í Röstinni skrifar 6. október 2016 20:45 Earnest Lewis Clinch Jr. var frábær í kvöld. Vísir/Valli Grindvíkingar unnu tveggja stiga sigur á Þorlákshafnar Þórsurum, 73-71, í fyrstu umferð Domino´s deildar karla í körfubolta eftir æsispennandi viðureign í Röstinni í Grindavík í kvöld. Bandaríkjamaðurinn Earnest Lewis Clinch Jr. kórónaði frábæran leik sinn með því að skora sigurkörfuna í lokin. Leikur Þórsliðsins hrundi algjörlega í lokin en Grindvíkingar skoruðu fimmtán síðustu stig leiksins og nýttu sér það að Þórsarar skoruðu ekki síðustu sex mínúturnar í leiknum. Earnest Lewis Clinch Jr. skoraði alls 37 stig í leiknum og var langstigahæstur Grindvíkinga í leiknum. Ólafur Ólafsson kom næstur með 15 stig. Tobin Carberry skoraði 23 stig fyrir Þórsliðið og Maciej Baginski var með 14 stig. Þórsarar urðu meistarar meistaranna á dögunum en þrátt fyrir hrakspár þá sýndu Grindvíkingar styrk sinn í kvöld. Það var ekki heldur slæmt að endurheimta Lewis Clinch í toppformi. Grindvíkingar byrjuðu betur og voru sex stigum yfir eftir fyrstu leikhlutann, 26-20 en góður annar leikhluti Þórsara færði þeim þriggja stiga forystu í hálfleik, 40-37. Það leit út fyrir að Þórsarar væru með góð tök á leiknum fyrir lokaleikhlutann enda komnir þá níu stigum yfir, 62-53. Heimamenn í Grindavík gáfust ekki upp, unnu sig inn í leikinn og það var svo Earnest Lewis Clinch Jr. sem tryggði sínum mönnum sigur í endurkomuleik sínum í Grindavíkurliðið. Þórsarar voru 71-56 yfir þegar rúmar sex mínútur voru eftir en þeir skoruðu ekki fleiri stig og misstu á endanum frá sér sigurinn. Kristinn Geir Friðriksson, sérfræðingur í Dominos-Körfuboltakvöldi á Stöð 2 Sport, var okkar maður á vellinum. Hann mun skila sinni skýrslu á Vísi síðar í kvöld.Grindavík-Þór Þ. 73-71 (26-20, 11-20, 16-22, 20-9)Grindavík: Earnest Lewis Clinch Jr. 37, Ólafur Ólafsson 15/6 fráköst/6 stolnir, Þorsteinn Finnbogason 9/9 fráköst, Ómar Örn Sævarsson 5/5 fráköst, Nökkvi Már Nökkvason 3, Hamid Dicko 2, Jens Valgeir Óskarsson 2, Þorleifur Ólafsson 0/7 fráköst.Þór Þ.: Tobin Carberry 23/7 fráköst, Maciej Stanislav Baginski 14/6 fráköst, Ragnar Örn Bragason 13, Emil Karel Einarsson 8, Ólafur Helgi Jónsson 5, Halldór Garðar Hermannsson 4, Davíð Arnar Ágústsson 2/4 fráköst, Magnús Breki Þórðason 2.Textaýsing frá leik Grindavíkur og Þór Þ.:Jóhann: Mikill karakter í liðinu „Það var mikill karakter í liðinu á síðustu metrunum og ég er ánægður með hafa klárað þetta. Það var ákveðin heppni í þessu þar sem Magic klikkaði í sniðskoti á ögurstundu. Okkur er alveg sama, þetta voru tvö stig fyrir okkur“ sagði Jóhann Ólafsson, þjálfari Grindavíkur. Hann má vera sáttur því þegar um fimm mínútur lifðu leiks var staðan 58-71 og allt útlit fyrir sigur gestanna. „Það er er mjög mikilvægt fyrir okkur að vinna fyrsta leik. Þessi sigur gefur liðinu mikið því við erum að sanna eitt og annað fyrir okkur sjálfum eftir hrakspár spekinganna“ sagði Jóhann en liðinu hefur verið spáð dræmu gengi í vetur þar sem Grindvíkingar urðu fyrir blóðtöku milli tímabila og ekki náð að bæta miklu við sig. Aðspurður um mikilvægi þess að hafa fengið Lewis Clinch til liðsins sagði Jóhann: „Þegar hann [Clinch] hafði samband og vildi koma var það umhugsunarlaus ákvörðun þó svo að einhverjir hafi haft efasemdir um að hann hafi ekki spilað körfubolta síðustu tvö ár. Hann er hörkuleikmaður og sá maður sem við þurfum og sýndi það þegar hann kláraði þetta hérna í kvöld fyrir okkur.“Einar Árni: Hrundum eins og spilaborg „Ég hlakka ekkert sérstaklega til að horfa á þetta aftur en það er vissulega nauðsynlegt því við hrundum eins og spilaborg síðustu fimm mínútur leiksins og gátum ekki keypt körfu. Þeir gengu á lagið og stemningin varð öll þeirra og við köstuðum þessu í raun frá okkur,“ sagði Einar Árni Jóhannson, þjálfari Þórs. Liðið hans leiddi með 13 stigum þegar fimm mínútur voru eftir og lenti þá á vegg sem þeim tókst ekki að klífa, þrátt fyrir að hafa sýnt nokkra yfirburði á löngum köflum í leiknum. „Við vorum komnir í 15 stiga forystu á erfiðum útivelli en ef við tölum í hreinskilni þá er þeirra lið töluvert styttra á veg komið i undirbúningi. Clinch kom t.d. til landsins á sunnudaginn en það vorum við sem spiluðum eins og lið sem er nýkomið saman. Við köstuðum boltanum frá okkur trekk í trekk og sjaldnast útaf frábærri vörn andstæðinganna. Við koðnuðum í lokin. Það sem ég tek úr þessum leik er að við snertum botn og þurfum að stilla okkur af“ sagði Einar, svekktur með liðið sitt sem náði ekki að sýna styrk sinn gegn fyrirfram veikburða liði Grindavíkur. „Það væri kjánalegt að hópur af ungum mönnum í Þorlákshöfn héldi það að hann gæti komið til Grindavíkur og labbað yfir þá. Okkur er spáð fjórða sæti án þess þó að sé verið að gera of mikið úr okkar liði en deildin er jöfn og við þurfum að spila vel til að vinna, sérstaklega á útivelli. Í kvöld spiluðum við tvo góða kafla; annar leikhluti var fínn og svo voru augnablik frá seinni hluta þriðja og vel inní fjórða hluta þar sem lykilmenn hvíldu,“ sagði Einar. „Ég verð að taka það á mig því í þetta skipti ætlaði ég að treysta þeim sem eiga að heita lykilmenn en þeir náðu því miður ekki að bæta í það sem á undan gekk og klára leikinn. Það voru sex mínútur eftir þegar Grindavík hóf áhlaupið sitt og við náðum ekki að svara því. Bara döpur frammistaða hjá okkur, því miður,“ sagði Einar að lokum og mátti vera hundfúll með sína menn.Tweets by @Visirkarfa1 Dominos-deild karla Mest lesið The Athletic valdi íslensku treyjuna þá ljótustu á EM í ár Fótbolti Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Enski boltinn EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Fótbolti Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Enski boltinn Kemur til varnar Arnari bróður sínum: „Nú er nóg komið“ Sport Á réttri leið eftir röð áfalla: „Sagði við Guðna að ég væri bara hætt“ Sport Partey ákærður fyrir nauðgun Fótbolti Portúgalinn Pedro Neto má taka sér frí: „Hann er mjög leiður“ Fótbolti Eldræða Ása: „Fyrirsláttur hjá fólki að halda og tengja þetta“ Fótbolti Blæs á val The Athletic: „Okkar treyja og við auðvitað elskum hana“ Fótbolti Fleiri fréttir Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Drakk áfengi í fyrsta sinn eftir hann varð NBA meistari Sjáðu þegar Tyrese Haliburton virðist slíta hásin í oddaleiknum OKC byrjað að undirbúa sigurhátíð sína fyrir leikinn Tom Brady setur LeBron James fyrir ofan Jordan Bara fjögur útilið hafa unnið oddaleik um NBA titilinn Durant var uppi á sviði þegar hann frétti af skiptunum Sjá meira
Grindvíkingar unnu tveggja stiga sigur á Þorlákshafnar Þórsurum, 73-71, í fyrstu umferð Domino´s deildar karla í körfubolta eftir æsispennandi viðureign í Röstinni í Grindavík í kvöld. Bandaríkjamaðurinn Earnest Lewis Clinch Jr. kórónaði frábæran leik sinn með því að skora sigurkörfuna í lokin. Leikur Þórsliðsins hrundi algjörlega í lokin en Grindvíkingar skoruðu fimmtán síðustu stig leiksins og nýttu sér það að Þórsarar skoruðu ekki síðustu sex mínúturnar í leiknum. Earnest Lewis Clinch Jr. skoraði alls 37 stig í leiknum og var langstigahæstur Grindvíkinga í leiknum. Ólafur Ólafsson kom næstur með 15 stig. Tobin Carberry skoraði 23 stig fyrir Þórsliðið og Maciej Baginski var með 14 stig. Þórsarar urðu meistarar meistaranna á dögunum en þrátt fyrir hrakspár þá sýndu Grindvíkingar styrk sinn í kvöld. Það var ekki heldur slæmt að endurheimta Lewis Clinch í toppformi. Grindvíkingar byrjuðu betur og voru sex stigum yfir eftir fyrstu leikhlutann, 26-20 en góður annar leikhluti Þórsara færði þeim þriggja stiga forystu í hálfleik, 40-37. Það leit út fyrir að Þórsarar væru með góð tök á leiknum fyrir lokaleikhlutann enda komnir þá níu stigum yfir, 62-53. Heimamenn í Grindavík gáfust ekki upp, unnu sig inn í leikinn og það var svo Earnest Lewis Clinch Jr. sem tryggði sínum mönnum sigur í endurkomuleik sínum í Grindavíkurliðið. Þórsarar voru 71-56 yfir þegar rúmar sex mínútur voru eftir en þeir skoruðu ekki fleiri stig og misstu á endanum frá sér sigurinn. Kristinn Geir Friðriksson, sérfræðingur í Dominos-Körfuboltakvöldi á Stöð 2 Sport, var okkar maður á vellinum. Hann mun skila sinni skýrslu á Vísi síðar í kvöld.Grindavík-Þór Þ. 73-71 (26-20, 11-20, 16-22, 20-9)Grindavík: Earnest Lewis Clinch Jr. 37, Ólafur Ólafsson 15/6 fráköst/6 stolnir, Þorsteinn Finnbogason 9/9 fráköst, Ómar Örn Sævarsson 5/5 fráköst, Nökkvi Már Nökkvason 3, Hamid Dicko 2, Jens Valgeir Óskarsson 2, Þorleifur Ólafsson 0/7 fráköst.Þór Þ.: Tobin Carberry 23/7 fráköst, Maciej Stanislav Baginski 14/6 fráköst, Ragnar Örn Bragason 13, Emil Karel Einarsson 8, Ólafur Helgi Jónsson 5, Halldór Garðar Hermannsson 4, Davíð Arnar Ágústsson 2/4 fráköst, Magnús Breki Þórðason 2.Textaýsing frá leik Grindavíkur og Þór Þ.:Jóhann: Mikill karakter í liðinu „Það var mikill karakter í liðinu á síðustu metrunum og ég er ánægður með hafa klárað þetta. Það var ákveðin heppni í þessu þar sem Magic klikkaði í sniðskoti á ögurstundu. Okkur er alveg sama, þetta voru tvö stig fyrir okkur“ sagði Jóhann Ólafsson, þjálfari Grindavíkur. Hann má vera sáttur því þegar um fimm mínútur lifðu leiks var staðan 58-71 og allt útlit fyrir sigur gestanna. „Það er er mjög mikilvægt fyrir okkur að vinna fyrsta leik. Þessi sigur gefur liðinu mikið því við erum að sanna eitt og annað fyrir okkur sjálfum eftir hrakspár spekinganna“ sagði Jóhann en liðinu hefur verið spáð dræmu gengi í vetur þar sem Grindvíkingar urðu fyrir blóðtöku milli tímabila og ekki náð að bæta miklu við sig. Aðspurður um mikilvægi þess að hafa fengið Lewis Clinch til liðsins sagði Jóhann: „Þegar hann [Clinch] hafði samband og vildi koma var það umhugsunarlaus ákvörðun þó svo að einhverjir hafi haft efasemdir um að hann hafi ekki spilað körfubolta síðustu tvö ár. Hann er hörkuleikmaður og sá maður sem við þurfum og sýndi það þegar hann kláraði þetta hérna í kvöld fyrir okkur.“Einar Árni: Hrundum eins og spilaborg „Ég hlakka ekkert sérstaklega til að horfa á þetta aftur en það er vissulega nauðsynlegt því við hrundum eins og spilaborg síðustu fimm mínútur leiksins og gátum ekki keypt körfu. Þeir gengu á lagið og stemningin varð öll þeirra og við köstuðum þessu í raun frá okkur,“ sagði Einar Árni Jóhannson, þjálfari Þórs. Liðið hans leiddi með 13 stigum þegar fimm mínútur voru eftir og lenti þá á vegg sem þeim tókst ekki að klífa, þrátt fyrir að hafa sýnt nokkra yfirburði á löngum köflum í leiknum. „Við vorum komnir í 15 stiga forystu á erfiðum útivelli en ef við tölum í hreinskilni þá er þeirra lið töluvert styttra á veg komið i undirbúningi. Clinch kom t.d. til landsins á sunnudaginn en það vorum við sem spiluðum eins og lið sem er nýkomið saman. Við köstuðum boltanum frá okkur trekk í trekk og sjaldnast útaf frábærri vörn andstæðinganna. Við koðnuðum í lokin. Það sem ég tek úr þessum leik er að við snertum botn og þurfum að stilla okkur af“ sagði Einar, svekktur með liðið sitt sem náði ekki að sýna styrk sinn gegn fyrirfram veikburða liði Grindavíkur. „Það væri kjánalegt að hópur af ungum mönnum í Þorlákshöfn héldi það að hann gæti komið til Grindavíkur og labbað yfir þá. Okkur er spáð fjórða sæti án þess þó að sé verið að gera of mikið úr okkar liði en deildin er jöfn og við þurfum að spila vel til að vinna, sérstaklega á útivelli. Í kvöld spiluðum við tvo góða kafla; annar leikhluti var fínn og svo voru augnablik frá seinni hluta þriðja og vel inní fjórða hluta þar sem lykilmenn hvíldu,“ sagði Einar. „Ég verð að taka það á mig því í þetta skipti ætlaði ég að treysta þeim sem eiga að heita lykilmenn en þeir náðu því miður ekki að bæta í það sem á undan gekk og klára leikinn. Það voru sex mínútur eftir þegar Grindavík hóf áhlaupið sitt og við náðum ekki að svara því. Bara döpur frammistaða hjá okkur, því miður,“ sagði Einar að lokum og mátti vera hundfúll með sína menn.Tweets by @Visirkarfa1
Dominos-deild karla Mest lesið The Athletic valdi íslensku treyjuna þá ljótustu á EM í ár Fótbolti Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Enski boltinn EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Fótbolti Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Enski boltinn Kemur til varnar Arnari bróður sínum: „Nú er nóg komið“ Sport Á réttri leið eftir röð áfalla: „Sagði við Guðna að ég væri bara hætt“ Sport Partey ákærður fyrir nauðgun Fótbolti Portúgalinn Pedro Neto má taka sér frí: „Hann er mjög leiður“ Fótbolti Eldræða Ása: „Fyrirsláttur hjá fólki að halda og tengja þetta“ Fótbolti Blæs á val The Athletic: „Okkar treyja og við auðvitað elskum hana“ Fótbolti Fleiri fréttir Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Drakk áfengi í fyrsta sinn eftir hann varð NBA meistari Sjáðu þegar Tyrese Haliburton virðist slíta hásin í oddaleiknum OKC byrjað að undirbúa sigurhátíð sína fyrir leikinn Tom Brady setur LeBron James fyrir ofan Jordan Bara fjögur útilið hafa unnið oddaleik um NBA titilinn Durant var uppi á sviði þegar hann frétti af skiptunum Sjá meira