Lewis Clinch Jr. kórónaði frábæran leik sinn í endurkomu sinni til Grindavíkur með því að skora sigurkörfuna undir lok leiks Grindavíkur og Þórs Þorlákshafnar í Röstinni í Grindavík.
Lewis Clinch Jr. skoraði alls 37 stig í leiknum en hann skoraði sigurkörfuna þremur sekúndum fyrir leikslok.
Clinch Jr. fékk boltann eftir sókn Þórsarar, brunaði upp völlinn og skoraði lagleg körfu með skoti utan af velli.
Grindavíkurliðið var fimmtán stigum undir, 56-71, þegar sex mínútur voru eftir en Grindvíkingar unnu lokamínúturna 17-0 og tryggðu sér sigurinn.
Hér fyrir neðan má sjá þessa sigurkörfu Lewis Clinch Jr. Í kvöld.