Grípum í lygar Magnús Guðmundsson skrifar 8. október 2016 10:30 Eyrún Ósk Jónsdóttir og Dagur B. Eggertsson eftir afhendingu Bókmenntaverðlauna Tómasar Guðmundssonar. Eyrún Ósk Jónsdóttir hlaut í gær Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar árið 2016 fyrir ljóðahandritið Góðfúslegt leyfi til sígarettukaupa. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri veitti verðlaunin sem nema 700 þúsund krónum. Fyrstu eintök af bókinni komu um leið úr prentun í útgáfu Bjarts. Eyrún Ósk Jónsdóttir á að baki feril sem rithöfundur, leikari og leikstjóri. Hún hefur skrifað fjölda leikrita sem hafa verið sett upp í leikhúsum hérlendis og erlendis auk þess hefur hún skrifað kvikmyndahandrit. Eyrún hefur áður sent frá sér þrjár skáldsögur og tvær ljóðabækur. Eyrún segir að það sé mikið gleðiefni að fá svona viðurkenningu. „Þetta var dásamlegt. Það er barátta að reyna að vera listamaður, vera í fullri vinnu og vera með barn og allt þetta, þannig að þetta er í alvörunni blóð sviti og tár. Þannig að það er góð tilfinning þegar maður finnur að aðrir tengja við þetta líka.“ Eyrún fæst við margt í listunum þannig að það er í mörg horn að líta. „Já, og svo er ég varabæjarfulltrúi í Hafnarfirði,“ bætir Eyrún við og skellihlær. „En það gengur í raun ótrúlega vel að samræma þetta allt. Það er barátta að halda áfram og ég setti mér þá reglu að skrifa alltaf á hverjum degi. Þá snýst þetta um að halda áfram, dáldið eins og að fara út að skokka, og svo er maður allt í einu kominn í form.“ Eyrún segir að í þessari bók sé hún einkum að skoða lygar sem fullorðnir segja við börn. „Þetta byrjaði þannig að sonur minn sem er fjögurra ára var að snúa sér í hringi og ég ætlaði að fara að stoppa hann. Það kom upp í mér eitthvað gamalt með að ef maður gerði svona þá fengi maður garnaflækju. Þá fór ég að hugsa um þetta sem manni var sagt með að tungan yrði svört þegar maður lýgur og allt þetta. Út frá því fór ég líka að skoða hluti sem ég bjó sjálf til sem barn til þess að öðlast skilning. Þannig að þetta byggir allt mikið á bernskuminningum og að skoða þessa þætti. En stundum grípum við í þetta áfram, segjum einhverjar lygar og vitleysu og hendum því fram eins og ekkert sé. Það er umhugsunarefni og mér fannst athyglisvert að átta mig á því. Þess vegna verður maður alltaf að horfa á heiminn með gagnrýnum hætti.“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 8. október. Menning Mest lesið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Lífið Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Lífið Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Lífið Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Lífið Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Lífið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Lífið Eliza Reid efst á bóksölulistanum Menning Fleiri fréttir Eliza Reid efst á bóksölulistanum Opnaði sumarið með sólríkum stæl Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
Eyrún Ósk Jónsdóttir hlaut í gær Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar árið 2016 fyrir ljóðahandritið Góðfúslegt leyfi til sígarettukaupa. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri veitti verðlaunin sem nema 700 þúsund krónum. Fyrstu eintök af bókinni komu um leið úr prentun í útgáfu Bjarts. Eyrún Ósk Jónsdóttir á að baki feril sem rithöfundur, leikari og leikstjóri. Hún hefur skrifað fjölda leikrita sem hafa verið sett upp í leikhúsum hérlendis og erlendis auk þess hefur hún skrifað kvikmyndahandrit. Eyrún hefur áður sent frá sér þrjár skáldsögur og tvær ljóðabækur. Eyrún segir að það sé mikið gleðiefni að fá svona viðurkenningu. „Þetta var dásamlegt. Það er barátta að reyna að vera listamaður, vera í fullri vinnu og vera með barn og allt þetta, þannig að þetta er í alvörunni blóð sviti og tár. Þannig að það er góð tilfinning þegar maður finnur að aðrir tengja við þetta líka.“ Eyrún fæst við margt í listunum þannig að það er í mörg horn að líta. „Já, og svo er ég varabæjarfulltrúi í Hafnarfirði,“ bætir Eyrún við og skellihlær. „En það gengur í raun ótrúlega vel að samræma þetta allt. Það er barátta að halda áfram og ég setti mér þá reglu að skrifa alltaf á hverjum degi. Þá snýst þetta um að halda áfram, dáldið eins og að fara út að skokka, og svo er maður allt í einu kominn í form.“ Eyrún segir að í þessari bók sé hún einkum að skoða lygar sem fullorðnir segja við börn. „Þetta byrjaði þannig að sonur minn sem er fjögurra ára var að snúa sér í hringi og ég ætlaði að fara að stoppa hann. Það kom upp í mér eitthvað gamalt með að ef maður gerði svona þá fengi maður garnaflækju. Þá fór ég að hugsa um þetta sem manni var sagt með að tungan yrði svört þegar maður lýgur og allt þetta. Út frá því fór ég líka að skoða hluti sem ég bjó sjálf til sem barn til þess að öðlast skilning. Þannig að þetta byggir allt mikið á bernskuminningum og að skoða þessa þætti. En stundum grípum við í þetta áfram, segjum einhverjar lygar og vitleysu og hendum því fram eins og ekkert sé. Það er umhugsunarefni og mér fannst athyglisvert að átta mig á því. Þess vegna verður maður alltaf að horfa á heiminn með gagnrýnum hætti.“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 8. október.
Menning Mest lesið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Lífið Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Lífið Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Lífið Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Lífið Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Lífið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Lífið Eliza Reid efst á bóksölulistanum Menning Fleiri fréttir Eliza Reid efst á bóksölulistanum Opnaði sumarið með sólríkum stæl Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira