Fáum við sögulegan sigur eða hefnd í kvöld? Pétur Marinó Jónsson skrifar 8. október 2016 20:00 Vísir/Getty Michael Bisping mætir Dan Henderson um millivigtartitilinn í nótt á UFC 204. Þessi titilbardagi er með þeim furðulegri í UFC en gæti orðið sögulegur fyrir margar sakir. Michael Bisping varð millivigtarmeistari UFC eftir óvæntan sigur á Luke Rockhold í sumar. Bisping kom inn með tveggja vikna fyrirvara og rotaði þáverandi meistara í 1. lotu. Sigri hann Dan Henderson í nótt setur hann met yfir flesta sigra í sögu UFC.Bisping mætir Dan Henderson í sinni fyrstu titilvörn sem er nokkuð sem hefur mætt mikilli gagnrýni. Henderson er 46 ára gamall, í 13. sæti styrkleikalista UFC og hefur tapað sex af síðustu níu bardögum sínum. Henderson á þó heiðurinn af versta tapi á ferli Bisping. Henderson rotaði Bisping í 2. lotu á UFC 100 og var rothöggið nokkuð hrottalegt. Rothöggið er eitt það eftirminnilegasta í sögu UFC og sat það lengi í Bisping. Þegar Bisping varð loksins meistari var bara einn andstæðingur sem hann vildi mæta – Dan Henderson. Bisping vill hefna fyrir tapið slæma árið 2009 og það var nú eða aldrei. Dan Henderson ætlar nefnilega að hætta eftir þennan bardaga hvort sem hann standi uppi sem sigurvegari eða ekki. Henderson er klárlega einn besti bardagamaður í sögu MMA enda sigrað stór nöfn í nokkrum þyngdarflokkum á borð við Fedor Emelianenko, Mauricio ‘Shogun’ Rua, Wanderlei Silva og Vitor Belfort. Hann vann titil í Strikeforce bardagasamtökunum og í japönsku bardagasamtökunum Pride á sínum tíma. Með sigri á morgun yrði hann sá fyrsti til að vinna titla í Pride, Strikeforce og UFC. Lengi vel var Henderson ekkert á því að hætta þrátt fyrir að vera kominn vel yfir fertugt. Fyrir og eftir hvern einasta bardaga var hann spurður hvort hann ætlaði núna að hætta. Henderson virtist alltaf vera jafn hissa á spurningunni enda bara 45 ára ungur. Eftir sigur hans á Hector Lombard í sumar var annað hljóð í honum. Hann var farinn að huga að endalokum ferilsins og mun hætta eftir bardagann í nótt. Þrátt fyrir að vera löngu kominn af léttasta skeiði er hann ennþá með sína hættulegu hægri bombu. Getur hann endurtekið leikinn frá árinu 2009 eða mun Michael Bisping ná fram hefndum? Það kemur í ljós í kvöld þegar UFC 204 fer fram í Manchester í nótt. Bardagakvöldið verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og hefst útsendingin kl 2. MMA Tengdar fréttir Seldist upp á UFC 204-bardagakvöldið á sex mínútum Breskir UFC-aðdáendur gátu ekki leyft sér að sofa á verðinum fyrir UFC 204-viðburðinn sem fer fram í Manchester í næsta mánuði en miðasalan stóð aðeins yfir í sex mínútur áður en það varð uppselt á bardagakvöldið. 11. september 2016 23:30 Bisping fyrsti breski heimsmeistarinn í UFC Hinn 37 ára gamli Michael Bisping varð um nýliðna helgi heimsmeistari í millivigt UFC er hann vann mjög óvæntan sigur á Luke Rockhold. 6. júní 2016 15:00 Mest lesið Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Sport Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Körfubolti Missir af Ólympíuleikunum á heimavelli eftir slys á æfingu Sport „Slakasti leikur okkar síðan ég tók við liðinu“ Sport Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Fótbolti Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Körfubolti „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Handbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Körfubolti Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Handbolti Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Fleiri fréttir Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Missir af Ólympíuleikunum á heimavelli eftir slys á æfingu Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ „Slakasti leikur okkar síðan ég tók við liðinu“ Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Þurfti að hlaupa lengra en frá Reykjavík til Þórshafnar til að vinna HM í bakgarði Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Evrópudeildin | Elías hélt hreinu í Evrópudeildinni „Vonandi verður allt á uppleið úr þessu“ Átti sumar engu öðru líku „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni „Svekktir að hafa ekki landað sigri“ „Mér bara brást bogalistin“ Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Freyr stýrði Brann til sigurs á Rangers og Albert skoraði Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Dæmd í þriggja ára bann en heldur heimsmetinu Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Messi framlengir samning sinn um þrjú ár Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Leiktíma Sverris breytt þrisvar í dag vegna veðurs Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Sjá meira
Michael Bisping mætir Dan Henderson um millivigtartitilinn í nótt á UFC 204. Þessi titilbardagi er með þeim furðulegri í UFC en gæti orðið sögulegur fyrir margar sakir. Michael Bisping varð millivigtarmeistari UFC eftir óvæntan sigur á Luke Rockhold í sumar. Bisping kom inn með tveggja vikna fyrirvara og rotaði þáverandi meistara í 1. lotu. Sigri hann Dan Henderson í nótt setur hann met yfir flesta sigra í sögu UFC.Bisping mætir Dan Henderson í sinni fyrstu titilvörn sem er nokkuð sem hefur mætt mikilli gagnrýni. Henderson er 46 ára gamall, í 13. sæti styrkleikalista UFC og hefur tapað sex af síðustu níu bardögum sínum. Henderson á þó heiðurinn af versta tapi á ferli Bisping. Henderson rotaði Bisping í 2. lotu á UFC 100 og var rothöggið nokkuð hrottalegt. Rothöggið er eitt það eftirminnilegasta í sögu UFC og sat það lengi í Bisping. Þegar Bisping varð loksins meistari var bara einn andstæðingur sem hann vildi mæta – Dan Henderson. Bisping vill hefna fyrir tapið slæma árið 2009 og það var nú eða aldrei. Dan Henderson ætlar nefnilega að hætta eftir þennan bardaga hvort sem hann standi uppi sem sigurvegari eða ekki. Henderson er klárlega einn besti bardagamaður í sögu MMA enda sigrað stór nöfn í nokkrum þyngdarflokkum á borð við Fedor Emelianenko, Mauricio ‘Shogun’ Rua, Wanderlei Silva og Vitor Belfort. Hann vann titil í Strikeforce bardagasamtökunum og í japönsku bardagasamtökunum Pride á sínum tíma. Með sigri á morgun yrði hann sá fyrsti til að vinna titla í Pride, Strikeforce og UFC. Lengi vel var Henderson ekkert á því að hætta þrátt fyrir að vera kominn vel yfir fertugt. Fyrir og eftir hvern einasta bardaga var hann spurður hvort hann ætlaði núna að hætta. Henderson virtist alltaf vera jafn hissa á spurningunni enda bara 45 ára ungur. Eftir sigur hans á Hector Lombard í sumar var annað hljóð í honum. Hann var farinn að huga að endalokum ferilsins og mun hætta eftir bardagann í nótt. Þrátt fyrir að vera löngu kominn af léttasta skeiði er hann ennþá með sína hættulegu hægri bombu. Getur hann endurtekið leikinn frá árinu 2009 eða mun Michael Bisping ná fram hefndum? Það kemur í ljós í kvöld þegar UFC 204 fer fram í Manchester í nótt. Bardagakvöldið verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og hefst útsendingin kl 2.
MMA Tengdar fréttir Seldist upp á UFC 204-bardagakvöldið á sex mínútum Breskir UFC-aðdáendur gátu ekki leyft sér að sofa á verðinum fyrir UFC 204-viðburðinn sem fer fram í Manchester í næsta mánuði en miðasalan stóð aðeins yfir í sex mínútur áður en það varð uppselt á bardagakvöldið. 11. september 2016 23:30 Bisping fyrsti breski heimsmeistarinn í UFC Hinn 37 ára gamli Michael Bisping varð um nýliðna helgi heimsmeistari í millivigt UFC er hann vann mjög óvæntan sigur á Luke Rockhold. 6. júní 2016 15:00 Mest lesið Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Sport Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Körfubolti Missir af Ólympíuleikunum á heimavelli eftir slys á æfingu Sport „Slakasti leikur okkar síðan ég tók við liðinu“ Sport Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Fótbolti Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Körfubolti „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Handbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Körfubolti Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Handbolti Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Fleiri fréttir Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Missir af Ólympíuleikunum á heimavelli eftir slys á æfingu Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ „Slakasti leikur okkar síðan ég tók við liðinu“ Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Þurfti að hlaupa lengra en frá Reykjavík til Þórshafnar til að vinna HM í bakgarði Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Evrópudeildin | Elías hélt hreinu í Evrópudeildinni „Vonandi verður allt á uppleið úr þessu“ Átti sumar engu öðru líku „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni „Svekktir að hafa ekki landað sigri“ „Mér bara brást bogalistin“ Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Freyr stýrði Brann til sigurs á Rangers og Albert skoraði Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Dæmd í þriggja ára bann en heldur heimsmetinu Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Messi framlengir samning sinn um þrjú ár Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Leiktíma Sverris breytt þrisvar í dag vegna veðurs Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Sjá meira
Seldist upp á UFC 204-bardagakvöldið á sex mínútum Breskir UFC-aðdáendur gátu ekki leyft sér að sofa á verðinum fyrir UFC 204-viðburðinn sem fer fram í Manchester í næsta mánuði en miðasalan stóð aðeins yfir í sex mínútur áður en það varð uppselt á bardagakvöldið. 11. september 2016 23:30
Bisping fyrsti breski heimsmeistarinn í UFC Hinn 37 ára gamli Michael Bisping varð um nýliðna helgi heimsmeistari í millivigt UFC er hann vann mjög óvæntan sigur á Luke Rockhold. 6. júní 2016 15:00