Millilandaflug milli Egilsstaða og London undir væntingum Heiðar Lind Hansson skrifar 20. september 2016 07:00 Frá Egilsstaðaflugvelli. vísir/vilhelm Einungis níu flug fóru á milli Egilsstaða og Gatwick-flugvallar í London í sumar. Þetta kemur fram í tölum frá Isavia, en flogið var á tímabilinu 9. júlí til 20. ágúst. Gert var ráð fyrir að ferðirnar yrðu 35 þegar áform um þær voru kynnt í október í fyrra, en fljúga átti á tímabilinu 28. maí til 24. september.María Hjálmarsdóttir, verkefnisstjóri hjá Austurbrú sem heldur utan um verkefni til eflingar Egilsstaðaflugvelli. Mynd/aðsend.Að sögn Maríu Hjálmarsdóttur, verkefnastjóra hjá Austurbrú, sem heldur utan um verkefni til að efla Egilsstaðaflugvöll er útkoma sumarsins viss vonbrigði og ekki í takt við þær væntingar sem gerðar voru til þess. „Auðvitað eru þetta ákveðin vonbrigði. Við erum samt sem áður ánægð með að flug hafi þó haldist inni,“ segir María sem segir að kannski hafi væntingarnar verið aðeins of miklar í upphafi. Hún segir að vonast hafði verið til að ná allt að 80 prósenta sætanýtingu í fluginu, en niðurstaðan hefði verið undir þeirri tölu. Þó bendir hún á að þeir farþegar sem komu hafi verið ánægðir með áfangastaðinn. María segir að ýmsir þættir hafi orsakað það að færri farþegar sóttust eftir því að fljúga til Egilsstaða frá London. „Í ár voru til dæmis opnaðar fleiri leiðir frá Bretlandi til Keflavíkur, m.a. frá Manchester og Birmingham. Þannig að aðilar þaðan voru kannski ekki að fara að fljúga til Íslands á nýjan áfangastað frá London þar sem þeir gátu notað velli nær þeim. Síðan féll pundið og það hafði sín áhrif,“ segir María sem telur þó að mikilvægt skref hafi verið stigið í sumar til að efla Egilsstaðaflugvöll. Það var breska fyrirtækið Discover the World sem skipulagði flugferðirnar, en ferðaþjónustufyrirtækin Tanni Travel á Eskifirði og Fjallasýn á Húsavík önnuðust sölu þeirra hér á landi. Þá unnu starfsmenn Austurbrúar að markaðsmálum í þágu flugsins á grunni sóknaráætlunar landshluta fyrir Austurland. María segir að sú vinna muni nýtast öðrum flugrekstraraðilum sem hafa áhuga á að fljúga til og frá Egilsstöðum. Ekki er ljóst hvort framhald verður á millilandafluginu, en viðræður standa nú yfir við Discover the World og fleiri aðila. „Það er verið að skoða flug strax í apríl fyrir skólahópa, en það er ekki 100 prósent staðfest. Einnig er verið að skoða sams konar flug í október næsta ári. Allt annað er í skoðun,“ segir María. „Það er fullur stuðningur á svæðinu við áframhaldandi þróun verkefnisins. Heimamenn telja mikilvægt að fleiri gáttir séu nýttar í flugi inn í landið, t.d. á stöðum eins og á Akureyri og Egilsstöðum.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Erlent Fleiri fréttir Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Sjá meira
Einungis níu flug fóru á milli Egilsstaða og Gatwick-flugvallar í London í sumar. Þetta kemur fram í tölum frá Isavia, en flogið var á tímabilinu 9. júlí til 20. ágúst. Gert var ráð fyrir að ferðirnar yrðu 35 þegar áform um þær voru kynnt í október í fyrra, en fljúga átti á tímabilinu 28. maí til 24. september.María Hjálmarsdóttir, verkefnisstjóri hjá Austurbrú sem heldur utan um verkefni til eflingar Egilsstaðaflugvelli. Mynd/aðsend.Að sögn Maríu Hjálmarsdóttur, verkefnastjóra hjá Austurbrú, sem heldur utan um verkefni til að efla Egilsstaðaflugvöll er útkoma sumarsins viss vonbrigði og ekki í takt við þær væntingar sem gerðar voru til þess. „Auðvitað eru þetta ákveðin vonbrigði. Við erum samt sem áður ánægð með að flug hafi þó haldist inni,“ segir María sem segir að kannski hafi væntingarnar verið aðeins of miklar í upphafi. Hún segir að vonast hafði verið til að ná allt að 80 prósenta sætanýtingu í fluginu, en niðurstaðan hefði verið undir þeirri tölu. Þó bendir hún á að þeir farþegar sem komu hafi verið ánægðir með áfangastaðinn. María segir að ýmsir þættir hafi orsakað það að færri farþegar sóttust eftir því að fljúga til Egilsstaða frá London. „Í ár voru til dæmis opnaðar fleiri leiðir frá Bretlandi til Keflavíkur, m.a. frá Manchester og Birmingham. Þannig að aðilar þaðan voru kannski ekki að fara að fljúga til Íslands á nýjan áfangastað frá London þar sem þeir gátu notað velli nær þeim. Síðan féll pundið og það hafði sín áhrif,“ segir María sem telur þó að mikilvægt skref hafi verið stigið í sumar til að efla Egilsstaðaflugvöll. Það var breska fyrirtækið Discover the World sem skipulagði flugferðirnar, en ferðaþjónustufyrirtækin Tanni Travel á Eskifirði og Fjallasýn á Húsavík önnuðust sölu þeirra hér á landi. Þá unnu starfsmenn Austurbrúar að markaðsmálum í þágu flugsins á grunni sóknaráætlunar landshluta fyrir Austurland. María segir að sú vinna muni nýtast öðrum flugrekstraraðilum sem hafa áhuga á að fljúga til og frá Egilsstöðum. Ekki er ljóst hvort framhald verður á millilandafluginu, en viðræður standa nú yfir við Discover the World og fleiri aðila. „Það er verið að skoða flug strax í apríl fyrir skólahópa, en það er ekki 100 prósent staðfest. Einnig er verið að skoða sams konar flug í október næsta ári. Allt annað er í skoðun,“ segir María. „Það er fullur stuðningur á svæðinu við áframhaldandi þróun verkefnisins. Heimamenn telja mikilvægt að fleiri gáttir séu nýttar í flugi inn í landið, t.d. á stöðum eins og á Akureyri og Egilsstöðum.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Erlent Fleiri fréttir Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Sjá meira
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent