Millilandaflug milli Egilsstaða og London undir væntingum Heiðar Lind Hansson skrifar 20. september 2016 07:00 Frá Egilsstaðaflugvelli. vísir/vilhelm Einungis níu flug fóru á milli Egilsstaða og Gatwick-flugvallar í London í sumar. Þetta kemur fram í tölum frá Isavia, en flogið var á tímabilinu 9. júlí til 20. ágúst. Gert var ráð fyrir að ferðirnar yrðu 35 þegar áform um þær voru kynnt í október í fyrra, en fljúga átti á tímabilinu 28. maí til 24. september.María Hjálmarsdóttir, verkefnisstjóri hjá Austurbrú sem heldur utan um verkefni til eflingar Egilsstaðaflugvelli. Mynd/aðsend.Að sögn Maríu Hjálmarsdóttur, verkefnastjóra hjá Austurbrú, sem heldur utan um verkefni til að efla Egilsstaðaflugvöll er útkoma sumarsins viss vonbrigði og ekki í takt við þær væntingar sem gerðar voru til þess. „Auðvitað eru þetta ákveðin vonbrigði. Við erum samt sem áður ánægð með að flug hafi þó haldist inni,“ segir María sem segir að kannski hafi væntingarnar verið aðeins of miklar í upphafi. Hún segir að vonast hafði verið til að ná allt að 80 prósenta sætanýtingu í fluginu, en niðurstaðan hefði verið undir þeirri tölu. Þó bendir hún á að þeir farþegar sem komu hafi verið ánægðir með áfangastaðinn. María segir að ýmsir þættir hafi orsakað það að færri farþegar sóttust eftir því að fljúga til Egilsstaða frá London. „Í ár voru til dæmis opnaðar fleiri leiðir frá Bretlandi til Keflavíkur, m.a. frá Manchester og Birmingham. Þannig að aðilar þaðan voru kannski ekki að fara að fljúga til Íslands á nýjan áfangastað frá London þar sem þeir gátu notað velli nær þeim. Síðan féll pundið og það hafði sín áhrif,“ segir María sem telur þó að mikilvægt skref hafi verið stigið í sumar til að efla Egilsstaðaflugvöll. Það var breska fyrirtækið Discover the World sem skipulagði flugferðirnar, en ferðaþjónustufyrirtækin Tanni Travel á Eskifirði og Fjallasýn á Húsavík önnuðust sölu þeirra hér á landi. Þá unnu starfsmenn Austurbrúar að markaðsmálum í þágu flugsins á grunni sóknaráætlunar landshluta fyrir Austurland. María segir að sú vinna muni nýtast öðrum flugrekstraraðilum sem hafa áhuga á að fljúga til og frá Egilsstöðum. Ekki er ljóst hvort framhald verður á millilandafluginu, en viðræður standa nú yfir við Discover the World og fleiri aðila. „Það er verið að skoða flug strax í apríl fyrir skólahópa, en það er ekki 100 prósent staðfest. Einnig er verið að skoða sams konar flug í október næsta ári. Allt annað er í skoðun,“ segir María. „Það er fullur stuðningur á svæðinu við áframhaldandi þróun verkefnisins. Heimamenn telja mikilvægt að fleiri gáttir séu nýttar í flugi inn í landið, t.d. á stöðum eins og á Akureyri og Egilsstöðum.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Innlent Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Sjá meira
Einungis níu flug fóru á milli Egilsstaða og Gatwick-flugvallar í London í sumar. Þetta kemur fram í tölum frá Isavia, en flogið var á tímabilinu 9. júlí til 20. ágúst. Gert var ráð fyrir að ferðirnar yrðu 35 þegar áform um þær voru kynnt í október í fyrra, en fljúga átti á tímabilinu 28. maí til 24. september.María Hjálmarsdóttir, verkefnisstjóri hjá Austurbrú sem heldur utan um verkefni til eflingar Egilsstaðaflugvelli. Mynd/aðsend.Að sögn Maríu Hjálmarsdóttur, verkefnastjóra hjá Austurbrú, sem heldur utan um verkefni til að efla Egilsstaðaflugvöll er útkoma sumarsins viss vonbrigði og ekki í takt við þær væntingar sem gerðar voru til þess. „Auðvitað eru þetta ákveðin vonbrigði. Við erum samt sem áður ánægð með að flug hafi þó haldist inni,“ segir María sem segir að kannski hafi væntingarnar verið aðeins of miklar í upphafi. Hún segir að vonast hafði verið til að ná allt að 80 prósenta sætanýtingu í fluginu, en niðurstaðan hefði verið undir þeirri tölu. Þó bendir hún á að þeir farþegar sem komu hafi verið ánægðir með áfangastaðinn. María segir að ýmsir þættir hafi orsakað það að færri farþegar sóttust eftir því að fljúga til Egilsstaða frá London. „Í ár voru til dæmis opnaðar fleiri leiðir frá Bretlandi til Keflavíkur, m.a. frá Manchester og Birmingham. Þannig að aðilar þaðan voru kannski ekki að fara að fljúga til Íslands á nýjan áfangastað frá London þar sem þeir gátu notað velli nær þeim. Síðan féll pundið og það hafði sín áhrif,“ segir María sem telur þó að mikilvægt skref hafi verið stigið í sumar til að efla Egilsstaðaflugvöll. Það var breska fyrirtækið Discover the World sem skipulagði flugferðirnar, en ferðaþjónustufyrirtækin Tanni Travel á Eskifirði og Fjallasýn á Húsavík önnuðust sölu þeirra hér á landi. Þá unnu starfsmenn Austurbrúar að markaðsmálum í þágu flugsins á grunni sóknaráætlunar landshluta fyrir Austurland. María segir að sú vinna muni nýtast öðrum flugrekstraraðilum sem hafa áhuga á að fljúga til og frá Egilsstöðum. Ekki er ljóst hvort framhald verður á millilandafluginu, en viðræður standa nú yfir við Discover the World og fleiri aðila. „Það er verið að skoða flug strax í apríl fyrir skólahópa, en það er ekki 100 prósent staðfest. Einnig er verið að skoða sams konar flug í október næsta ári. Allt annað er í skoðun,“ segir María. „Það er fullur stuðningur á svæðinu við áframhaldandi þróun verkefnisins. Heimamenn telja mikilvægt að fleiri gáttir séu nýttar í flugi inn í landið, t.d. á stöðum eins og á Akureyri og Egilsstöðum.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Innlent Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Sjá meira