Ekki bólar á tilkynningu forsætisráðherra um þingrof og kosningar Heimir Már Pétursson skrifar 20. september 2016 12:34 Steingrímur J. Sigfússon. Vísir/Stefán Steingrímur J. Sigfússon þingmaður Vinstri grænna gagnrýnir að forsætisráðherra hafi ekki tilkynnt Alþingi um þingrof. Eftir því sem styttist í kjördag verði svigrúm Íslendinga í útlöndum, sjómanna og fleiri hópa minna til að kjósa utankjörfundar. Ef forystumenn stjórnarflokkanna ætla sér að standa við yfirlýsingar um að kosið verði til Alþingis hinn 29. október næst komandi eru aðeins 39 dagar til kosninga í dag. Í stjórnarskrá segir að eftir að forseti Íslands hafi tilkynnt þingrof skuli kosningar fara fram áður en 45 dagar séu liðnir frá þeirri tilkynningu. Steingrímur J. Sigfússon, sem hefur mesta þingreynslu sitjandi þingmanna, undrast að Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra skuli ekki hafa tilkynnt þingrof nú þegar. „Já það kom mér mjög á óvart að þingrofstillaga skyldi ekki í öllu falli vera á dagskrá strax í byrjun þessarar viku. Því nú er farið að ganga á þann tíma sem er til að hafa utankjörfundar atkvæðagreiðslu opna,“ segir Steingrímur. Það sé í anda laganna að utankjörfundar atkvæðagreiðsla hefjist svo fljótt sem verða megi eftir þingrof og setningu kjördags, þó ekki fyrr en átta vikur séu til viskosninga. Nú séu rúmar fimm vikur í kjördag hinn 29. október. Steingrímur gagnrýnir þessi vinnubrögð. „En þarna stendur upp á forsætisráðuneytið að skila inn þingrofstillögunni. Mér finnst það dapurlegt ef einhverjir daga í viðbót fara í súginn í þessum efnum. Það er eðli málsins samkvæmt þannig að það er mjög mikilvægt að nýta allt það svigrúm sem mögulegt er til atkvæðagreiðslu utan kjörfundar. Vegna þeirra sem búsettir eru í útlöndum og þurfa kannski að keyra um langan veg og semja við ræðismann um að fá að kjósa. Nú eða skip sem eru að fara út í langt úthald og svo framvegis,“ segir Steingrímur. Rétt hafi verið staðið að málum árið 2009 þegar einnig var kosið áður en kjörtímabil var á enda. Þá hafi verið gert samkomulag milli flokka um kjördag og þingrofstillaga komið fram og utankjörfundar atkvæðagreiðsla hafist eins fljótt og verða mátti. Önnur fordæmi séu einnig til um þetta. „En þingið starfaði síðan miklu lengur og menn mega ekki rugla því saman að þótt þetta heiti þingrofstillaga þá er þingið ekki sent heim. Þingið getur haldið áfram störfum sínum miklu nær kosningunum.“ Læðist að þér einhver grunur um að stjórnarflokkarnir ætli kannski að seinka kosningum? „Ég fer nú að verða órólegur ef tillagan birtist ekki núna. Það þarf náttúrlega að dreifa henni og eðlilegt að það væri gert degi áður en hún yrði rædd. Ég segi bara það að ef hún birtist ekki í þessari viku eða mánudaginn kemur eða eitthvað svoleiðis, þá er eitthvað undarlegt í gangi,“ segir Steingrímur J. Sigfússon. Alþingi Kosningar 2016 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Nítján ára ferðamaður fannst látinn Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Sjá meira
Steingrímur J. Sigfússon þingmaður Vinstri grænna gagnrýnir að forsætisráðherra hafi ekki tilkynnt Alþingi um þingrof. Eftir því sem styttist í kjördag verði svigrúm Íslendinga í útlöndum, sjómanna og fleiri hópa minna til að kjósa utankjörfundar. Ef forystumenn stjórnarflokkanna ætla sér að standa við yfirlýsingar um að kosið verði til Alþingis hinn 29. október næst komandi eru aðeins 39 dagar til kosninga í dag. Í stjórnarskrá segir að eftir að forseti Íslands hafi tilkynnt þingrof skuli kosningar fara fram áður en 45 dagar séu liðnir frá þeirri tilkynningu. Steingrímur J. Sigfússon, sem hefur mesta þingreynslu sitjandi þingmanna, undrast að Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra skuli ekki hafa tilkynnt þingrof nú þegar. „Já það kom mér mjög á óvart að þingrofstillaga skyldi ekki í öllu falli vera á dagskrá strax í byrjun þessarar viku. Því nú er farið að ganga á þann tíma sem er til að hafa utankjörfundar atkvæðagreiðslu opna,“ segir Steingrímur. Það sé í anda laganna að utankjörfundar atkvæðagreiðsla hefjist svo fljótt sem verða megi eftir þingrof og setningu kjördags, þó ekki fyrr en átta vikur séu til viskosninga. Nú séu rúmar fimm vikur í kjördag hinn 29. október. Steingrímur gagnrýnir þessi vinnubrögð. „En þarna stendur upp á forsætisráðuneytið að skila inn þingrofstillögunni. Mér finnst það dapurlegt ef einhverjir daga í viðbót fara í súginn í þessum efnum. Það er eðli málsins samkvæmt þannig að það er mjög mikilvægt að nýta allt það svigrúm sem mögulegt er til atkvæðagreiðslu utan kjörfundar. Vegna þeirra sem búsettir eru í útlöndum og þurfa kannski að keyra um langan veg og semja við ræðismann um að fá að kjósa. Nú eða skip sem eru að fara út í langt úthald og svo framvegis,“ segir Steingrímur. Rétt hafi verið staðið að málum árið 2009 þegar einnig var kosið áður en kjörtímabil var á enda. Þá hafi verið gert samkomulag milli flokka um kjördag og þingrofstillaga komið fram og utankjörfundar atkvæðagreiðsla hafist eins fljótt og verða mátti. Önnur fordæmi séu einnig til um þetta. „En þingið starfaði síðan miklu lengur og menn mega ekki rugla því saman að þótt þetta heiti þingrofstillaga þá er þingið ekki sent heim. Þingið getur haldið áfram störfum sínum miklu nær kosningunum.“ Læðist að þér einhver grunur um að stjórnarflokkarnir ætli kannski að seinka kosningum? „Ég fer nú að verða órólegur ef tillagan birtist ekki núna. Það þarf náttúrlega að dreifa henni og eðlilegt að það væri gert degi áður en hún yrði rædd. Ég segi bara það að ef hún birtist ekki í þessari viku eða mánudaginn kemur eða eitthvað svoleiðis, þá er eitthvað undarlegt í gangi,“ segir Steingrímur J. Sigfússon.
Alþingi Kosningar 2016 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Nítján ára ferðamaður fannst látinn Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Sjá meira