Ekki bólar á tilkynningu forsætisráðherra um þingrof og kosningar Heimir Már Pétursson skrifar 20. september 2016 12:34 Steingrímur J. Sigfússon. Vísir/Stefán Steingrímur J. Sigfússon þingmaður Vinstri grænna gagnrýnir að forsætisráðherra hafi ekki tilkynnt Alþingi um þingrof. Eftir því sem styttist í kjördag verði svigrúm Íslendinga í útlöndum, sjómanna og fleiri hópa minna til að kjósa utankjörfundar. Ef forystumenn stjórnarflokkanna ætla sér að standa við yfirlýsingar um að kosið verði til Alþingis hinn 29. október næst komandi eru aðeins 39 dagar til kosninga í dag. Í stjórnarskrá segir að eftir að forseti Íslands hafi tilkynnt þingrof skuli kosningar fara fram áður en 45 dagar séu liðnir frá þeirri tilkynningu. Steingrímur J. Sigfússon, sem hefur mesta þingreynslu sitjandi þingmanna, undrast að Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra skuli ekki hafa tilkynnt þingrof nú þegar. „Já það kom mér mjög á óvart að þingrofstillaga skyldi ekki í öllu falli vera á dagskrá strax í byrjun þessarar viku. Því nú er farið að ganga á þann tíma sem er til að hafa utankjörfundar atkvæðagreiðslu opna,“ segir Steingrímur. Það sé í anda laganna að utankjörfundar atkvæðagreiðsla hefjist svo fljótt sem verða megi eftir þingrof og setningu kjördags, þó ekki fyrr en átta vikur séu til viskosninga. Nú séu rúmar fimm vikur í kjördag hinn 29. október. Steingrímur gagnrýnir þessi vinnubrögð. „En þarna stendur upp á forsætisráðuneytið að skila inn þingrofstillögunni. Mér finnst það dapurlegt ef einhverjir daga í viðbót fara í súginn í þessum efnum. Það er eðli málsins samkvæmt þannig að það er mjög mikilvægt að nýta allt það svigrúm sem mögulegt er til atkvæðagreiðslu utan kjörfundar. Vegna þeirra sem búsettir eru í útlöndum og þurfa kannski að keyra um langan veg og semja við ræðismann um að fá að kjósa. Nú eða skip sem eru að fara út í langt úthald og svo framvegis,“ segir Steingrímur. Rétt hafi verið staðið að málum árið 2009 þegar einnig var kosið áður en kjörtímabil var á enda. Þá hafi verið gert samkomulag milli flokka um kjördag og þingrofstillaga komið fram og utankjörfundar atkvæðagreiðsla hafist eins fljótt og verða mátti. Önnur fordæmi séu einnig til um þetta. „En þingið starfaði síðan miklu lengur og menn mega ekki rugla því saman að þótt þetta heiti þingrofstillaga þá er þingið ekki sent heim. Þingið getur haldið áfram störfum sínum miklu nær kosningunum.“ Læðist að þér einhver grunur um að stjórnarflokkarnir ætli kannski að seinka kosningum? „Ég fer nú að verða órólegur ef tillagan birtist ekki núna. Það þarf náttúrlega að dreifa henni og eðlilegt að það væri gert degi áður en hún yrði rædd. Ég segi bara það að ef hún birtist ekki í þessari viku eða mánudaginn kemur eða eitthvað svoleiðis, þá er eitthvað undarlegt í gangi,“ segir Steingrímur J. Sigfússon. Alþingi Kosningar 2016 Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Hildur segir af sér til að forðast átök Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Fleiri fréttir Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi Sjá meira
Steingrímur J. Sigfússon þingmaður Vinstri grænna gagnrýnir að forsætisráðherra hafi ekki tilkynnt Alþingi um þingrof. Eftir því sem styttist í kjördag verði svigrúm Íslendinga í útlöndum, sjómanna og fleiri hópa minna til að kjósa utankjörfundar. Ef forystumenn stjórnarflokkanna ætla sér að standa við yfirlýsingar um að kosið verði til Alþingis hinn 29. október næst komandi eru aðeins 39 dagar til kosninga í dag. Í stjórnarskrá segir að eftir að forseti Íslands hafi tilkynnt þingrof skuli kosningar fara fram áður en 45 dagar séu liðnir frá þeirri tilkynningu. Steingrímur J. Sigfússon, sem hefur mesta þingreynslu sitjandi þingmanna, undrast að Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra skuli ekki hafa tilkynnt þingrof nú þegar. „Já það kom mér mjög á óvart að þingrofstillaga skyldi ekki í öllu falli vera á dagskrá strax í byrjun þessarar viku. Því nú er farið að ganga á þann tíma sem er til að hafa utankjörfundar atkvæðagreiðslu opna,“ segir Steingrímur. Það sé í anda laganna að utankjörfundar atkvæðagreiðsla hefjist svo fljótt sem verða megi eftir þingrof og setningu kjördags, þó ekki fyrr en átta vikur séu til viskosninga. Nú séu rúmar fimm vikur í kjördag hinn 29. október. Steingrímur gagnrýnir þessi vinnubrögð. „En þarna stendur upp á forsætisráðuneytið að skila inn þingrofstillögunni. Mér finnst það dapurlegt ef einhverjir daga í viðbót fara í súginn í þessum efnum. Það er eðli málsins samkvæmt þannig að það er mjög mikilvægt að nýta allt það svigrúm sem mögulegt er til atkvæðagreiðslu utan kjörfundar. Vegna þeirra sem búsettir eru í útlöndum og þurfa kannski að keyra um langan veg og semja við ræðismann um að fá að kjósa. Nú eða skip sem eru að fara út í langt úthald og svo framvegis,“ segir Steingrímur. Rétt hafi verið staðið að málum árið 2009 þegar einnig var kosið áður en kjörtímabil var á enda. Þá hafi verið gert samkomulag milli flokka um kjördag og þingrofstillaga komið fram og utankjörfundar atkvæðagreiðsla hafist eins fljótt og verða mátti. Önnur fordæmi séu einnig til um þetta. „En þingið starfaði síðan miklu lengur og menn mega ekki rugla því saman að þótt þetta heiti þingrofstillaga þá er þingið ekki sent heim. Þingið getur haldið áfram störfum sínum miklu nær kosningunum.“ Læðist að þér einhver grunur um að stjórnarflokkarnir ætli kannski að seinka kosningum? „Ég fer nú að verða órólegur ef tillagan birtist ekki núna. Það þarf náttúrlega að dreifa henni og eðlilegt að það væri gert degi áður en hún yrði rædd. Ég segi bara það að ef hún birtist ekki í þessari viku eða mánudaginn kemur eða eitthvað svoleiðis, þá er eitthvað undarlegt í gangi,“ segir Steingrímur J. Sigfússon.
Alþingi Kosningar 2016 Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Hildur segir af sér til að forðast átök Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Fleiri fréttir Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi Sjá meira