Spurt um Finnafjörð Ögmundur Jónasson skrifar 22. september 2016 07:00 Hún var ekki fyrirferðarmikil Fréttablaðsfréttin fimmtudaginn fimmtánda september sl. um áform Þjóðverja um höfn í Finnafirði. Alla vega var hún minni um sig en umfang áformanna gefur tilefni til.Svona var fréttin „Við upplifum þetta þannig að það sé að færast aukin alvara í þessi áform,“ segir Elías Pétursson, sveitarstjóri Langanesbyggðar, um heimsókn fulltrúa Bremenports sem hafa verið að skoða uppbyggingu stórskipahafnar í Finnafirði. Haldnir hafa verið fundir með íbúum, landeigendum og sveitarstjórnarfulltrúum Langanesbyggðar og Vopnafjarðar undanfarna daga. „Fundirnir hafa verið mjög upplýsandi,“ segir Elías sem kveður góðan róm hafa verið gerðan að málinu. „En ég legg á það ríka áherslu að það er enginn viðskiptavinur kominn en trú þeirra á verkefninu virðist vera að aukast.“ Svo mörg voru þau orð. Ég þakka Fréttablaðinu fyrir að hafa þó einhver orð um málið og hafði blaðið reyndar áður gert það í örfrétt níunda september sl. Í öðrum fjölmiðlum hefur ríkt grafarþögn alla vega síðustu vikurnar eftir því sem ég kemst næst. Í tilvitnaðri frétt er talað um upplýsandi fundi. Ég hvet fjölmiðla til að upplýsa betur um þá fundi og grafa auk þess undir yfirborðið. Áform um stórskipahöfn á norðausturhorninu er ekki málefni fámennra byggða einna. Heldur þjóðarinnar allrar.Nú þarf að spyrja Gott væri til dæmis að fá svör við eftirfarandi: Í eigu hverra er fyrirtækið sem rekur stórhöfnina í Bremerhaven? Telja menn skipta máli hverjir fjárfestarnir eru og hvað vakir fyrir eigendum? Hver er talinn vera ávinningurinn af því fyrir íslenskt samfélag að reisa þarna stórskipahöfn? Hve marga erlenda verkamenn þyrfti að flytja til landsins til að sinna verkefninu? Kæmi samfélagið á svæðinu til með að ráða við að sinna innri uppbyggingu? Er talið til hagsbóta að erlend fyrirtæki hafi á sinni hendi íslenskar hafnir, rekstur þeirra og jafnvel eignarhald? Hver er talinn vera fjárhagslegur ávinningur fyrir þjóðarbúið, skiptir eignarhaldið máli í því samhengi? Hver er talin vera mengunaráhætta sem fylgir stórskipahöfn á heimsvísu? Reikna fjárfestarnir hana út eða íslensk umhverfisyfirvöld? Hvernig samræmast áform um að þjónusta skipaumferð um pólsvæðin alþjóðlegum skuldbindingum Íslendinga og markmiðum um verndun hafsins? Hvert er eðli þeirra samninga sem sveitarfélagið hefur gert við Bremenports og hvort/hvernig kemur ríkissjóður að þessu verkefni? Hefur ríkissjóður skuldbundið sig fjárhagslega til þess að liðka fyrir framkvæmdum í Finnafirði? Hvernig samræmast þessi áform landsskipulagi? Hvernig væri að ræða um Finnafjörð? Í mínum huga eru fréttirnar frá Finnafirði hrollvekjandi í sjálfu sér. Alvarlegri er þó þögnin sem umlykur málið og síðan náttúrlega sinnuleysið. Hvernig væri að breyta því og taka svolitla umræðusyrpu um Finnafjörð?Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ögmundur Jónasson Mest lesið Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson Skoðun Skoðun Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir skrifar Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Sjá meira
Hún var ekki fyrirferðarmikil Fréttablaðsfréttin fimmtudaginn fimmtánda september sl. um áform Þjóðverja um höfn í Finnafirði. Alla vega var hún minni um sig en umfang áformanna gefur tilefni til.Svona var fréttin „Við upplifum þetta þannig að það sé að færast aukin alvara í þessi áform,“ segir Elías Pétursson, sveitarstjóri Langanesbyggðar, um heimsókn fulltrúa Bremenports sem hafa verið að skoða uppbyggingu stórskipahafnar í Finnafirði. Haldnir hafa verið fundir með íbúum, landeigendum og sveitarstjórnarfulltrúum Langanesbyggðar og Vopnafjarðar undanfarna daga. „Fundirnir hafa verið mjög upplýsandi,“ segir Elías sem kveður góðan róm hafa verið gerðan að málinu. „En ég legg á það ríka áherslu að það er enginn viðskiptavinur kominn en trú þeirra á verkefninu virðist vera að aukast.“ Svo mörg voru þau orð. Ég þakka Fréttablaðinu fyrir að hafa þó einhver orð um málið og hafði blaðið reyndar áður gert það í örfrétt níunda september sl. Í öðrum fjölmiðlum hefur ríkt grafarþögn alla vega síðustu vikurnar eftir því sem ég kemst næst. Í tilvitnaðri frétt er talað um upplýsandi fundi. Ég hvet fjölmiðla til að upplýsa betur um þá fundi og grafa auk þess undir yfirborðið. Áform um stórskipahöfn á norðausturhorninu er ekki málefni fámennra byggða einna. Heldur þjóðarinnar allrar.Nú þarf að spyrja Gott væri til dæmis að fá svör við eftirfarandi: Í eigu hverra er fyrirtækið sem rekur stórhöfnina í Bremerhaven? Telja menn skipta máli hverjir fjárfestarnir eru og hvað vakir fyrir eigendum? Hver er talinn vera ávinningurinn af því fyrir íslenskt samfélag að reisa þarna stórskipahöfn? Hve marga erlenda verkamenn þyrfti að flytja til landsins til að sinna verkefninu? Kæmi samfélagið á svæðinu til með að ráða við að sinna innri uppbyggingu? Er talið til hagsbóta að erlend fyrirtæki hafi á sinni hendi íslenskar hafnir, rekstur þeirra og jafnvel eignarhald? Hver er talinn vera fjárhagslegur ávinningur fyrir þjóðarbúið, skiptir eignarhaldið máli í því samhengi? Hver er talin vera mengunaráhætta sem fylgir stórskipahöfn á heimsvísu? Reikna fjárfestarnir hana út eða íslensk umhverfisyfirvöld? Hvernig samræmast áform um að þjónusta skipaumferð um pólsvæðin alþjóðlegum skuldbindingum Íslendinga og markmiðum um verndun hafsins? Hvert er eðli þeirra samninga sem sveitarfélagið hefur gert við Bremenports og hvort/hvernig kemur ríkissjóður að þessu verkefni? Hefur ríkissjóður skuldbundið sig fjárhagslega til þess að liðka fyrir framkvæmdum í Finnafirði? Hvernig samræmast þessi áform landsskipulagi? Hvernig væri að ræða um Finnafjörð? Í mínum huga eru fréttirnar frá Finnafirði hrollvekjandi í sjálfu sér. Alvarlegri er þó þögnin sem umlykur málið og síðan náttúrlega sinnuleysið. Hvernig væri að breyta því og taka svolitla umræðusyrpu um Finnafjörð?Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun