Fall af hestbaki á Íslandi olli dauða bresks manns Jakob Bjarnar skrifar 21. september 2016 16:36 Maðurinn þorði ekki að greina frá slysinu af ótta við að það hefði áhrif á tryggingar sínar. skjámyndir af Daily Mail Breskur maður andaðist eftir slys sem hann varð fyrir á Íslandi, en hann féll af hestbaki þegar hann var hér í fríi fyrir hálfu ári. Honum blæddi út vegna innvortis meiðsla sem hann hlaut við fallið. Maðurinn hélt slysinu og meiðslum sínum leyndum því hann taldi að það kynni að fella úr gildi ferðatryggingu sem hann hafði keypt.Daily Mail greinir frá þessu. Maðurinn heitir Paul Schofield, hann var 58 ára gamall tveggja barna faðir og hafði farið á spítala á Íslandi eftir atvikið. Þar hélt hann því fram að hann væri með brákuð rifbein. Hann óttaðist að tryggingafélagið myndi líta svo á að reiðtúrinn flokkaðist undir gáleysislegt athæfi. Þess í stað sagðist hann hafa runnið til á ösku, og dottið á gangstétt í Reykjavík. Læknarnir hugðu því ekki að sér og útskrifuðu hann með lyfseðil uppá verkjalyf. Hann hneig hins vegar niður þegar hann kom aftur í íbúðina í Reykjavík. Honum var þá ekið í snatri á Landspítala Háskólasjúkrahús með sjúkrabíl en dó eftir aðgerð. Rannsóknir leiddu í ljós að dánarorsökin var rifið milta. Schofield var frá Stockport í nágrenni Manchester og hafði hann keypt ferð til Íslands sem jólagjöf til sín sjálfs og Rosalyn Davies, konu sem hann var í sambandi með. Fóru þau til Íslands í leyfi í apríl á þessu ári. Eins og áður segir greinir Daily Mail frá þessu og þar má sjá talsvert ítarlegri umfjöllun um þessa ferð sem endaði svo hörmulega.Daily Mail fjallar ítarlega um málið í dag.skjámynd af Daily Mail Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Lögregla skoðar læknamistök á Landspítala Breskur karlmaður um fimmtugt lést á Landspítalanum um helgina að því er talið er vegna mistaka við umönnun. Lögregla hefur tekið skýrslu af þeim sem komu að meðferð sjúklingsins. 3. maí 2016 07:00 Talið að erlendur ferðamaður hafi látist vegna mistaka á Landspítala Erlendur karlmaður lést á Landspítalanum um helgina að því er talið er vegna mistaka við umönnun. Bæði landlækni og lögreglu var gert viðvart vegna málsins. Á hverju ári koma upp á bilinu átta til tólf mál á Landspítalanum þar sem dauðsföll eða varanlegur miski hljótast af mistökum starfsfólks. 2. maí 2016 18:45 Mest lesið Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Geimfari Apollo 13 látinn Erlent Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Fleiri fréttir Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Sjá meira
Breskur maður andaðist eftir slys sem hann varð fyrir á Íslandi, en hann féll af hestbaki þegar hann var hér í fríi fyrir hálfu ári. Honum blæddi út vegna innvortis meiðsla sem hann hlaut við fallið. Maðurinn hélt slysinu og meiðslum sínum leyndum því hann taldi að það kynni að fella úr gildi ferðatryggingu sem hann hafði keypt.Daily Mail greinir frá þessu. Maðurinn heitir Paul Schofield, hann var 58 ára gamall tveggja barna faðir og hafði farið á spítala á Íslandi eftir atvikið. Þar hélt hann því fram að hann væri með brákuð rifbein. Hann óttaðist að tryggingafélagið myndi líta svo á að reiðtúrinn flokkaðist undir gáleysislegt athæfi. Þess í stað sagðist hann hafa runnið til á ösku, og dottið á gangstétt í Reykjavík. Læknarnir hugðu því ekki að sér og útskrifuðu hann með lyfseðil uppá verkjalyf. Hann hneig hins vegar niður þegar hann kom aftur í íbúðina í Reykjavík. Honum var þá ekið í snatri á Landspítala Háskólasjúkrahús með sjúkrabíl en dó eftir aðgerð. Rannsóknir leiddu í ljós að dánarorsökin var rifið milta. Schofield var frá Stockport í nágrenni Manchester og hafði hann keypt ferð til Íslands sem jólagjöf til sín sjálfs og Rosalyn Davies, konu sem hann var í sambandi með. Fóru þau til Íslands í leyfi í apríl á þessu ári. Eins og áður segir greinir Daily Mail frá þessu og þar má sjá talsvert ítarlegri umfjöllun um þessa ferð sem endaði svo hörmulega.Daily Mail fjallar ítarlega um málið í dag.skjámynd af Daily Mail
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Lögregla skoðar læknamistök á Landspítala Breskur karlmaður um fimmtugt lést á Landspítalanum um helgina að því er talið er vegna mistaka við umönnun. Lögregla hefur tekið skýrslu af þeim sem komu að meðferð sjúklingsins. 3. maí 2016 07:00 Talið að erlendur ferðamaður hafi látist vegna mistaka á Landspítala Erlendur karlmaður lést á Landspítalanum um helgina að því er talið er vegna mistaka við umönnun. Bæði landlækni og lögreglu var gert viðvart vegna málsins. Á hverju ári koma upp á bilinu átta til tólf mál á Landspítalanum þar sem dauðsföll eða varanlegur miski hljótast af mistökum starfsfólks. 2. maí 2016 18:45 Mest lesið Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Geimfari Apollo 13 látinn Erlent Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Fleiri fréttir Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Sjá meira
Lögregla skoðar læknamistök á Landspítala Breskur karlmaður um fimmtugt lést á Landspítalanum um helgina að því er talið er vegna mistaka við umönnun. Lögregla hefur tekið skýrslu af þeim sem komu að meðferð sjúklingsins. 3. maí 2016 07:00
Talið að erlendur ferðamaður hafi látist vegna mistaka á Landspítala Erlendur karlmaður lést á Landspítalanum um helgina að því er talið er vegna mistaka við umönnun. Bæði landlækni og lögreglu var gert viðvart vegna málsins. Á hverju ári koma upp á bilinu átta til tólf mál á Landspítalanum þar sem dauðsföll eða varanlegur miski hljótast af mistökum starfsfólks. 2. maí 2016 18:45