Skrýtin örlög skýrslu Hafliði Helgason skrifar 22. september 2016 07:00 Örlög skýrslu sem kynnt var í upphafi sem skýrsla meirihluta fjárlaganefndar verða sífellt reyfarakenndari. Staða skýrslunnar er sú að hún er send áfram sem einkaskýrsla formanns nefndarinnar til stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar þingsins. Forseti Alþingis hefur lýst því yfir að hún sé ekki þingskjal og niðurstaða fjárlaganefndar sjálfrar er nú að hún sé raunverulega álit einstaklings, jafnvel þótt sá einstaklingur sé formaður nefndarinnar. Burtséð frá innihaldi skýrslunnar, sem snýst reyndar um mál sem önnur nefnd þingsins fjallaði um með formlegum hætti, eru þau vinnubrögð sem viðhöfð voru vart til þess fallin að auka á virðingu þingsins. Það kann vel að vera að efni séu til þess að skoða betur hvernig staðið var að yfirfærslu eigna úr gjaldþrota bönkum yfir til nýrra banka. Efalaust má líka eftir á benda á eitt og annað sem betur hefði mátt fara í þeim fordæmalausu aðstæðum sem stjórnmálamenn og embættismenn stóðu frammi fyrir þegar ákvarðanir voru teknar. Mikilvægast er að skoðun á því sem úrskeiðis kann að hafa farið sé fagleg og lágmarks krafa er að þeir sem bornir eru sökum fái tækifæri til að svara fyrir sig áður en boðað er til blaðamannafundar og slíkt plagg kynnt sem álit meirihluta þingnefndar. Í því ljósi má hafa skilning á að embættismaður sem borinn er alvarlegum sökum geri nefndarmanni grein fyrir því að hann kunni að baka sér réttarábyrgð með slíkum fullyrðingum. Jafnvel þótt slík samskipti embættismanna og þingmanna séu alla jafna óheppileg. Að taka slíkri áminningu sem hótun er nokkuð djúpt í árinni tekið miðað við það sem á undan er gengið. Síðasta ríkisstjórn eyddi síðustu kröftum sínum í stjórnarskrármálið og mörg mikilvæg mál sátu á hakanum. Nú liggja fyrir þinginu mál sem skipta miklu fyrir framtíðina. Hið fyrra er afnám gjaldeyrishafta sem ekki er á borði fjárlaganefndar. Hitt er jöfnun lífeyrisréttinda á almennum vinnumarkaði sem kemur til kasta nefndarinnar og liggur á að afgreiða. Framlag ríkisins til þess máls er verulegt og vegna tekna ríkissjóðs á þessu ári þarf að klára málið nú þar sem mikill afgangur blasir við á þessu ári. Fortíðin hverfur ekki og hafi menn hug á að skoða nánar verk manna eftir fall bankanna mun verða nægur tími til þess. Það krefst vandaðra og yfirvegaðra vinnubragða og engar líkur á að botn fáist í málið á þeim stutta tíma sem eftir lifir fram að kosningum. Framtíðin er mikilvægasta verkefnið og þingmenn ættu að hafa það í huga og taka hag landsmanna fram yfir þrætubókarhálfkæring sem má bíða betri tíma.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hafliði Helgason Kosningar 2016 Skoðun Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis Jóhann Friðrik Friðriksson, Skoðun
Örlög skýrslu sem kynnt var í upphafi sem skýrsla meirihluta fjárlaganefndar verða sífellt reyfarakenndari. Staða skýrslunnar er sú að hún er send áfram sem einkaskýrsla formanns nefndarinnar til stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar þingsins. Forseti Alþingis hefur lýst því yfir að hún sé ekki þingskjal og niðurstaða fjárlaganefndar sjálfrar er nú að hún sé raunverulega álit einstaklings, jafnvel þótt sá einstaklingur sé formaður nefndarinnar. Burtséð frá innihaldi skýrslunnar, sem snýst reyndar um mál sem önnur nefnd þingsins fjallaði um með formlegum hætti, eru þau vinnubrögð sem viðhöfð voru vart til þess fallin að auka á virðingu þingsins. Það kann vel að vera að efni séu til þess að skoða betur hvernig staðið var að yfirfærslu eigna úr gjaldþrota bönkum yfir til nýrra banka. Efalaust má líka eftir á benda á eitt og annað sem betur hefði mátt fara í þeim fordæmalausu aðstæðum sem stjórnmálamenn og embættismenn stóðu frammi fyrir þegar ákvarðanir voru teknar. Mikilvægast er að skoðun á því sem úrskeiðis kann að hafa farið sé fagleg og lágmarks krafa er að þeir sem bornir eru sökum fái tækifæri til að svara fyrir sig áður en boðað er til blaðamannafundar og slíkt plagg kynnt sem álit meirihluta þingnefndar. Í því ljósi má hafa skilning á að embættismaður sem borinn er alvarlegum sökum geri nefndarmanni grein fyrir því að hann kunni að baka sér réttarábyrgð með slíkum fullyrðingum. Jafnvel þótt slík samskipti embættismanna og þingmanna séu alla jafna óheppileg. Að taka slíkri áminningu sem hótun er nokkuð djúpt í árinni tekið miðað við það sem á undan er gengið. Síðasta ríkisstjórn eyddi síðustu kröftum sínum í stjórnarskrármálið og mörg mikilvæg mál sátu á hakanum. Nú liggja fyrir þinginu mál sem skipta miklu fyrir framtíðina. Hið fyrra er afnám gjaldeyrishafta sem ekki er á borði fjárlaganefndar. Hitt er jöfnun lífeyrisréttinda á almennum vinnumarkaði sem kemur til kasta nefndarinnar og liggur á að afgreiða. Framlag ríkisins til þess máls er verulegt og vegna tekna ríkissjóðs á þessu ári þarf að klára málið nú þar sem mikill afgangur blasir við á þessu ári. Fortíðin hverfur ekki og hafi menn hug á að skoða nánar verk manna eftir fall bankanna mun verða nægur tími til þess. Það krefst vandaðra og yfirvegaðra vinnubragða og engar líkur á að botn fáist í málið á þeim stutta tíma sem eftir lifir fram að kosningum. Framtíðin er mikilvægasta verkefnið og þingmenn ættu að hafa það í huga og taka hag landsmanna fram yfir þrætubókarhálfkæring sem má bíða betri tíma.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.