Gísli á Uppsölum á svið Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 23. september 2016 09:15 Elfar Logi, Svavar Knútur og Þröstur Leó telja Gísla á Uppsölum vera í liði með þeim. Vísir/Anton Brink „Við stefnum að því fullum fetum að ná landi í Selárdal,“ segir Elfar Logi Hannesson sem er í gervi Gísla á Uppsölum í leikverki sem frumsýnt verður í Selárdalskirkju á sunnudaginn klukkan 14. Leikstjóri er Þröstur Leó Gunnarsson og Svavar Knútur samdi tónlistina. Elfar Logi segir gerð leikverksins mikið átak eins og við hafi mátt búast. „Við berum mikla virðingu fyrir Gísla og hans sögu. Hann varð náttúrlega eign þjóðarinnar þegar hann komst í sjónvarpið þó hann væri einfari, en bókin hans, Eintal, er okkar biblía. Þar opnast fleiri gluggar en almenningur þekkir og það er sú hlið sem við viljum koma á framfæri.“ Um aðra helgi stefna þeir félagar á Þingeyri. Svo finnst þeim við hæfi að Gísli Oktavíus fái að fara um hin ýmsu héruð landsins með sögu sína og taka með opnum hug öllum sem hafa samband við þá.Selárdalskirkja. Úr gluggum hennar blasa Uppsalir við.Mynd/GunSelárdalskirkja verður einstakur sýningarstaður, að mati Elfars Loga. „Við fórum í vettvangsferð í dalinn um daginn. Það var þoka alla leiðina frá Bíldudal en um leið og við staðnæmdumst á stéttinni á Uppsölum þá birti til og sólin braust fram. Við teljum að með því hafi Gísli gefið okkur merki um að honum lítist vel á það sem við erum að gera.“ Menning Mest lesið Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Tónlist Tvær miðaldra: Þekktust ekkert en láta nú drauminn rætast saman Lífið Fréttatía vikunnar: Forsetaheimsókn, bílatjón og landsliðið Lífið Kalli Bjarni búinn að breyta lífi sínu Lífið Bað Youtube um að fjarlæga myndbandið Lífið „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Lífið Hittast á laun Lífið „Að koma hingað inn er eins og að fara inn í annan heim“ Lífið „Loksins kominn til okkar“ Lífið Fögnuðu Hennar Rödd á alþjóðlegum baráttudegi kvenna Lífið Fleiri fréttir Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
„Við stefnum að því fullum fetum að ná landi í Selárdal,“ segir Elfar Logi Hannesson sem er í gervi Gísla á Uppsölum í leikverki sem frumsýnt verður í Selárdalskirkju á sunnudaginn klukkan 14. Leikstjóri er Þröstur Leó Gunnarsson og Svavar Knútur samdi tónlistina. Elfar Logi segir gerð leikverksins mikið átak eins og við hafi mátt búast. „Við berum mikla virðingu fyrir Gísla og hans sögu. Hann varð náttúrlega eign þjóðarinnar þegar hann komst í sjónvarpið þó hann væri einfari, en bókin hans, Eintal, er okkar biblía. Þar opnast fleiri gluggar en almenningur þekkir og það er sú hlið sem við viljum koma á framfæri.“ Um aðra helgi stefna þeir félagar á Þingeyri. Svo finnst þeim við hæfi að Gísli Oktavíus fái að fara um hin ýmsu héruð landsins með sögu sína og taka með opnum hug öllum sem hafa samband við þá.Selárdalskirkja. Úr gluggum hennar blasa Uppsalir við.Mynd/GunSelárdalskirkja verður einstakur sýningarstaður, að mati Elfars Loga. „Við fórum í vettvangsferð í dalinn um daginn. Það var þoka alla leiðina frá Bíldudal en um leið og við staðnæmdumst á stéttinni á Uppsölum þá birti til og sólin braust fram. Við teljum að með því hafi Gísli gefið okkur merki um að honum lítist vel á það sem við erum að gera.“
Menning Mest lesið Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Tónlist Tvær miðaldra: Þekktust ekkert en láta nú drauminn rætast saman Lífið Fréttatía vikunnar: Forsetaheimsókn, bílatjón og landsliðið Lífið Kalli Bjarni búinn að breyta lífi sínu Lífið Bað Youtube um að fjarlæga myndbandið Lífið „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Lífið Hittast á laun Lífið „Að koma hingað inn er eins og að fara inn í annan heim“ Lífið „Loksins kominn til okkar“ Lífið Fögnuðu Hennar Rödd á alþjóðlegum baráttudegi kvenna Lífið Fleiri fréttir Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira