Sparkassen-samfélagsbanki Helga Þórðardóttir skrifar 24. september 2016 07:00 Samfélagsbanki er góð hugmynd fyrir almenning. Í Þýskalandi er samfélagsbanki sem heitir Sparkasse. Um 50 milljónir Þjóðverja eru viðskiptavinir hans af samtals 80 milljónum Þjóðverja. Sparkassen hefur verið starfræktur í 200 ár og nýtur mjög mikils trausts í neytendakönnunum en um 80 prósent Þjóðverja treysta Sparkassen. Til samanburðar þá njóta íslenskir bankar aðeins um sjö prósenta trausts hjá viðskiptavinum. Samfélagsbankar í Þýskalandi eru með um 40 prósent af markaðnum þegar tekið er mið af fjármagnseignum. Sparkassen er eingöngu viðskiptabanki en ekki fjárfestingabanki. Það þýðir að hann tekur ekki þátt í spákaupmennskunni. Fjárfestingabankar taka oft mikla áhættu sem líkist oft spilavítishegðun. Bankar sem eru eingöngu viðskiptabankar þjóna einstaklingum og fyrirtækjum og eiga þátt í því að styrkja lítil og meðalstór fyrirtæki sem taka þátt í raunhagkerfinu, þ.e. framleiða raunveruleg verðmæti. Viðskiptabankar taka því litla áhættu í rekstri sínum. Þess vegna hafa bankakreppur mjög lítil áhrif á samfélagsbanka. Það sem skiptir mestu máli er að hlutverk samfélagsbanka er ekki að græða heldur að þjóna samfélaginu. Ef bankinn græðir þá fer gróðinn til samfélagsins. Samfélagsbanki borgar ekki ofurlaun eða bónusa en þrátt fyrir það eru engin vandamál við að ráða starfsfólk. Eigendur einkabanka vilja gróða og sá gróði kemur samfélaginu ekki til góða og er bara rekstrarkostnaður. Þar sem áhættan er mun minni í rekstrinum og ekki er krafist gróða þá er kostnaður við rekstur samfélagsbanka mun minni en einkabanka. Þess vegna getur samfélagsbanki boðið tryggari og ódýrari þjónustu. Þess vegna eru samfélagsbankar betri fyrir almenning. Auk þess fer hugsanlegur gróði aftur til baka til okkar. Dögun hefur það að markmiði að koma á samfélagsbanka á Íslandi og þá liggur beinast við að breyta Landsbankanum í samfélagsbanka með nýjum lögum. Vilji er allt sem þarf og hann er til hjá Dögun. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Helga Þórðardóttir Mest lesið Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Sjá meira
Samfélagsbanki er góð hugmynd fyrir almenning. Í Þýskalandi er samfélagsbanki sem heitir Sparkasse. Um 50 milljónir Þjóðverja eru viðskiptavinir hans af samtals 80 milljónum Þjóðverja. Sparkassen hefur verið starfræktur í 200 ár og nýtur mjög mikils trausts í neytendakönnunum en um 80 prósent Þjóðverja treysta Sparkassen. Til samanburðar þá njóta íslenskir bankar aðeins um sjö prósenta trausts hjá viðskiptavinum. Samfélagsbankar í Þýskalandi eru með um 40 prósent af markaðnum þegar tekið er mið af fjármagnseignum. Sparkassen er eingöngu viðskiptabanki en ekki fjárfestingabanki. Það þýðir að hann tekur ekki þátt í spákaupmennskunni. Fjárfestingabankar taka oft mikla áhættu sem líkist oft spilavítishegðun. Bankar sem eru eingöngu viðskiptabankar þjóna einstaklingum og fyrirtækjum og eiga þátt í því að styrkja lítil og meðalstór fyrirtæki sem taka þátt í raunhagkerfinu, þ.e. framleiða raunveruleg verðmæti. Viðskiptabankar taka því litla áhættu í rekstri sínum. Þess vegna hafa bankakreppur mjög lítil áhrif á samfélagsbanka. Það sem skiptir mestu máli er að hlutverk samfélagsbanka er ekki að græða heldur að þjóna samfélaginu. Ef bankinn græðir þá fer gróðinn til samfélagsins. Samfélagsbanki borgar ekki ofurlaun eða bónusa en þrátt fyrir það eru engin vandamál við að ráða starfsfólk. Eigendur einkabanka vilja gróða og sá gróði kemur samfélaginu ekki til góða og er bara rekstrarkostnaður. Þar sem áhættan er mun minni í rekstrinum og ekki er krafist gróða þá er kostnaður við rekstur samfélagsbanka mun minni en einkabanka. Þess vegna getur samfélagsbanki boðið tryggari og ódýrari þjónustu. Þess vegna eru samfélagsbankar betri fyrir almenning. Auk þess fer hugsanlegur gróði aftur til baka til okkar. Dögun hefur það að markmiði að koma á samfélagsbanka á Íslandi og þá liggur beinast við að breyta Landsbankanum í samfélagsbanka með nýjum lögum. Vilji er allt sem þarf og hann er til hjá Dögun. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun