Kjósum gott líf Guðrún Hagsteinsdóttir skrifar 26. september 2016 07:00 Öflugt, fjölbreytt og samkeppnishæft atvinnulíf er forsenda góðra lífskjara hér á landi. Samkeppnishæfni íslensks iðnaðar ræðst að miklu leyti af þeirri umgjörð sem stjórnvöld á hverjum tíma skapa. Þegar kosið er til Alþingis er því í reynd verið að kjósa um samkeppnishæfni sem er forsenda góðs lífs hjá öllum landsmönnum. Í aðdraganda þingkosninga sem verða í október vilja Samtök iðnaðarins leggja sitt af mörkum til umræðunnar. 1.400 fyrirtæki og sjálfstæðir atvinnurekendur mynda SI og eru þar af leiðandi stærstu samtök atvinnurekenda á Íslandi. Samtökin vinna að því að efla íslenskan iðnað og samkeppnishæfni hans. Það er mikilvægt að frambjóðendur allra flokka taki tillit til helstu málefna atvinnulífsins til að bæta samkeppnishæfni Íslands. Því viljum við að frambjóðendur setji okkar málefni á oddinn þegar þeir sannfæra kjósendur um að setja X á réttan stað. Samtök iðnaðarins ætla að leggja fram sex málefni sem skipta atvinnulífið og þar með fólkið í landinu miklu máli. Þessi málefni snúa að efnahagslegum stöðugleika sem er nauðsynlegur sjálfbærum vexti, húsnæði sem er grunnþörf bæði yngri og eldri kynslóða, menntun sem er forsenda bættra lífskjara og aukinnar framleiðni, samgöngum og innviðum sem eru lífæð heilbrigðs samfélags, orku og umhverfi en fjölbreyttur iðnaður vill starfa í sátt við umhverfið og nýsköpun sem er drifkraftur verðmætasköpunar og gjaldeyristekna. Öll þessi málefni leggjum við inn í umræðuna á næstunni. Þegar ungt fólk velur sér menntun eða starf viljum við að Ísland bjóði upp á bestu kostina. Það skiptir máli fyrir samfélagið að það takist að halda í unga fólkið okkar á sama tíma og hugað er að þörfum eldri kynslóðanna. Til þess að svo megi verða þurfa stjórnvöld að hafa skýra framtíðarsýn og áræðni til að taka ákvarðanir sem leiða til árangurs. Það eru margar áskoranir sem bíða nýrrar ríkisstjórnar og því mikilvægt að forgangsraða með það að markmiði að á Íslandi sé boðið upp á gott líf. Við viljum eiga gott samstarf við stjórnvöld að kosningum loknum og væntum þess að þau séu reiðubúin að hlusta. Mestu máli skiptir að ákvarðanir nýrra stjórnvalda leiði til framfara á Íslandi bæði fyrir fólk og fyrirtæki.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðrún Hafsteinsdóttir Kosningar 2016 Skoðun Mest lesið Kjöt og krabbamein Hulda María Einarsdóttir,Jórunn Atladóttir,Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir framtíð Háskóla Íslands Kristín Jónsdóttir,Þórdís Jóna Sigurðardóttir Skoðun Við erum ekki Rússland Sigmar Guðmundsson Skoðun Björn veit að þekking þrífst í samfélagi, ekki í einangrun Magnea Rut Gunnarsdóttir Skoðun Stóra klúður Íslands í raforkumálum Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Rektorskjör HÍ Soffía Auður Birgisdóttir Skoðun Er ný ESB-langavitleysa íslenzkrar ríkisstjórnar í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hagsmunir háskólanema í rektorskjöri Kolbrún Þ. Pálsdóttir Skoðun Evrópusambandið og upplýsingalæsi Ægir Örn Arnarson Skoðun Silja Bára - öflugur málsvari sjálfbærni og loftslagsmála Íris Lind Sæmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Jarðhiti jafnar leikinn Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Skipbrot Reykjavíkurborgar Davíð J. Arngrímsson skrifar Skoðun Stóra klúður Íslands í raforkumálum Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Hvað geta ungmenni gert fyrir jörðina? Matthildur Þóra Skúladóttir,Guðmundur Ingi Valgeirsson skrifar Skoðun Fjarkönnun og sjálfstæði þjóðar Karl Arnar Arnarson skrifar Skoðun Virðisaukaskattur og sveitarfélög – ekki er allt sem sýnist Helgi Már Jósepsson,Tina Paic skrifar Skoðun Græðgin, vísindin og spilakassarnir Kristján Jónasson,Alma Hafsteinsdóttir,Steinn Guðmundsson,Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Kjöt og krabbamein Hulda María Einarsdóttir,Jórunn Atladóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Rektorskjör HÍ Soffía Auður Birgisdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir háskólanema í rektorskjöri Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið og upplýsingalæsi Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Björn veit að þekking þrífst í samfélagi, ekki í einangrun Magnea Rut Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Silja Bára - öflugur málsvari sjálfbærni og loftslagsmála Íris Lind Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Af hverju veljum við Silju Báru? Auður Birna Stefánsdóttir,Pia Hansson skrifar Skoðun Við erum ekki Rússland Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir framtíð Háskóla Íslands Kristín Jónsdóttir,Þórdís Jóna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ný ESB-langavitleysa íslenzkrar ríkisstjórnar í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Samskipti: Lykillinn að vellíðan og árangri í vinnuumhverfi Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Ríkisábyrgð á 1.490 milljarða króna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Davíð og Golíat, hugrekki og berskjöldun Dr. Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hver reif kjaft við hvern? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Alþjóðlegt samstarf er forsenda öruggra landamæra Jón Pétur Jónsson,Íris Björg Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélag á tímamótum - Silja Bára sem næsti rektor HÍ Berglind Rós Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kjósum opnara grunnnám Toby Erik Wikström skrifar Skoðun Magnús Karl er hæfastur rektorsframbjóðenda Ástráður Eysteinsson skrifar Skoðun Betri starfsaðstæður og skilvirkari háskóli Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna styð ég Magnús Karl í kjöri til rektors Háskóla Íslands? Ingileif Jónsdóttir skrifar Skoðun Allt fyrir samansúrrað pólitískt og peningalegt vald? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Vopnakaup íslenska ráðamanna Friðrik Erlingsson skrifar Skoðun Samstaðan er óstöðvandi afl Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Sjá meira
Öflugt, fjölbreytt og samkeppnishæft atvinnulíf er forsenda góðra lífskjara hér á landi. Samkeppnishæfni íslensks iðnaðar ræðst að miklu leyti af þeirri umgjörð sem stjórnvöld á hverjum tíma skapa. Þegar kosið er til Alþingis er því í reynd verið að kjósa um samkeppnishæfni sem er forsenda góðs lífs hjá öllum landsmönnum. Í aðdraganda þingkosninga sem verða í október vilja Samtök iðnaðarins leggja sitt af mörkum til umræðunnar. 1.400 fyrirtæki og sjálfstæðir atvinnurekendur mynda SI og eru þar af leiðandi stærstu samtök atvinnurekenda á Íslandi. Samtökin vinna að því að efla íslenskan iðnað og samkeppnishæfni hans. Það er mikilvægt að frambjóðendur allra flokka taki tillit til helstu málefna atvinnulífsins til að bæta samkeppnishæfni Íslands. Því viljum við að frambjóðendur setji okkar málefni á oddinn þegar þeir sannfæra kjósendur um að setja X á réttan stað. Samtök iðnaðarins ætla að leggja fram sex málefni sem skipta atvinnulífið og þar með fólkið í landinu miklu máli. Þessi málefni snúa að efnahagslegum stöðugleika sem er nauðsynlegur sjálfbærum vexti, húsnæði sem er grunnþörf bæði yngri og eldri kynslóða, menntun sem er forsenda bættra lífskjara og aukinnar framleiðni, samgöngum og innviðum sem eru lífæð heilbrigðs samfélags, orku og umhverfi en fjölbreyttur iðnaður vill starfa í sátt við umhverfið og nýsköpun sem er drifkraftur verðmætasköpunar og gjaldeyristekna. Öll þessi málefni leggjum við inn í umræðuna á næstunni. Þegar ungt fólk velur sér menntun eða starf viljum við að Ísland bjóði upp á bestu kostina. Það skiptir máli fyrir samfélagið að það takist að halda í unga fólkið okkar á sama tíma og hugað er að þörfum eldri kynslóðanna. Til þess að svo megi verða þurfa stjórnvöld að hafa skýra framtíðarsýn og áræðni til að taka ákvarðanir sem leiða til árangurs. Það eru margar áskoranir sem bíða nýrrar ríkisstjórnar og því mikilvægt að forgangsraða með það að markmiði að á Íslandi sé boðið upp á gott líf. Við viljum eiga gott samstarf við stjórnvöld að kosningum loknum og væntum þess að þau séu reiðubúin að hlusta. Mestu máli skiptir að ákvarðanir nýrra stjórnvalda leiði til framfara á Íslandi bæði fyrir fólk og fyrirtæki.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir framtíð Háskóla Íslands Kristín Jónsdóttir,Þórdís Jóna Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Hvað geta ungmenni gert fyrir jörðina? Matthildur Þóra Skúladóttir,Guðmundur Ingi Valgeirsson skrifar
Skoðun Virðisaukaskattur og sveitarfélög – ekki er allt sem sýnist Helgi Már Jósepsson,Tina Paic skrifar
Skoðun Græðgin, vísindin og spilakassarnir Kristján Jónasson,Alma Hafsteinsdóttir,Steinn Guðmundsson,Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar
Skoðun Björn veit að þekking þrífst í samfélagi, ekki í einangrun Magnea Rut Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir framtíð Háskóla Íslands Kristín Jónsdóttir,Þórdís Jóna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Samskipti: Lykillinn að vellíðan og árangri í vinnuumhverfi Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar
Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Davíð og Golíat, hugrekki og berskjöldun Dr. Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegt samstarf er forsenda öruggra landamæra Jón Pétur Jónsson,Íris Björg Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélag á tímamótum - Silja Bára sem næsti rektor HÍ Berglind Rós Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna styð ég Magnús Karl í kjöri til rektors Háskóla Íslands? Ingileif Jónsdóttir skrifar
Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir framtíð Háskóla Íslands Kristín Jónsdóttir,Þórdís Jóna Sigurðardóttir Skoðun