Conor berst um léttvigtarbeltið í New York á trufluðu bardagakvöldi Tómas Þór Þórðarson skrifar 27. september 2016 08:15 Gleðileg jól. mynd/skjáskot Conor McGregor mætir Eddie Alvarez á UFC 205-bardagakvöldinu í New York 12. nóvember og fær þar tækifæri til að hirða léttvigtarbeltið af Bandaríkjamanninum og vera fyrst handhafi tveggja heimsmeistaratitla í UFC. Bardaginn fer fram viku áður en Gunnar Nelson mætir aftur í búrið í Belfast. UFC staðfesti aðalbardaga kvöldsins í nótt en þetta verður í fyrsta skipti sem UFC-kvöld fer fram í New York eftir að banni á bardagakvöldum í ríkinu var aflétt fyrr á árinu. Conor, sem er handhafi heimsmeistaratitilsins í fjaðurvigt, átti að berjast gegn Rafael dos Anjos um léttvigtarbeltið í mars en Dos Anjos þurfti að hætta við nokkrum vikum fyrir bardagann vegna meiðsla. Þess í stað barðist Conor McGregor við Nate Diaz og tapaði en þegar þeir mættust aftur á UFC 202 hefndi írski vélbyssukjafturinn fyrir tapið og tók Diaz á meirihluta ákvörðun dómara. Eddie Alvarez er 32 ára gamall Bandaríkjamaður frá Phiadelphia sem varð heimsmeistari í léttvigt í júlí þegar hann vann Rafael dos Anjos í titilbardaga á tæknilegu rothöggi í fyrstu lotu.IT'S GOING DOWN!! @TheNotoriousMMA challenges @EAlvarezFight for the lightweight title @TheGarden!! #UFC205 is OFFICIALLY pic.twitter.com/vRtyi34QEd — UFC (@ufc) September 27, 2016 Alvarez hefur unnið 28 bardaga og tapað fjórum á sínum ferli en hann tapaði í frumraun sinni í UFC gegn Donald „Cowboy“ Cerrone fyrir tveimur árum. Hann hefur síðan þá unnið Gilbert Melendez og Anthony Pettis á dómaraúrskurði og nú síðast Dos Anjos í bardaga um léttvigtarbeltið. Conor McGregor hefur ekki enn varið fjaðurvigtarbeltið sitt síðan hann rotaði Jose Aldo á tólf sekúndum í desember á síðasta ári. Bardagakvöldið verður stjörnum prýtt en auk Conors og Alvarez mun Tyron Woodley verja beltið sitt í veltivigt, þyngdarflokki Gunnars Nelson, á móti Stephen Thompson. Joanna Jedrzejcyk ver einnig heimsmeistaratitilinn sinn þegar hún leggur beltið í strávigt undir gegn samlöndu sinni frá Póllandi, Karolinu Kowalkiewicz. Fleiri magnaðir bardagar fara fram þetta kvöld en hér má sjá allt kortið. MMA Tengdar fréttir Mayweather gefst upp á Conor McGregor Svo virðist sem öll von sé úti um bardaga á milli Floyd Mayweather og Conor McGregor. 20. september 2016 22:15 Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Fótbolti Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Fótbolti „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fótbolti Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Körfubolti Fleiri fréttir Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ Dúettinn sem er að taka yfir tennisheiminn „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Alcaraz tekur toppsætið af Sinner eftir sigur á Opna bandaríska „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Dagskráin í dag: Íslenska U21 landsliðið mætir Eistum Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Sjá meira
Conor McGregor mætir Eddie Alvarez á UFC 205-bardagakvöldinu í New York 12. nóvember og fær þar tækifæri til að hirða léttvigtarbeltið af Bandaríkjamanninum og vera fyrst handhafi tveggja heimsmeistaratitla í UFC. Bardaginn fer fram viku áður en Gunnar Nelson mætir aftur í búrið í Belfast. UFC staðfesti aðalbardaga kvöldsins í nótt en þetta verður í fyrsta skipti sem UFC-kvöld fer fram í New York eftir að banni á bardagakvöldum í ríkinu var aflétt fyrr á árinu. Conor, sem er handhafi heimsmeistaratitilsins í fjaðurvigt, átti að berjast gegn Rafael dos Anjos um léttvigtarbeltið í mars en Dos Anjos þurfti að hætta við nokkrum vikum fyrir bardagann vegna meiðsla. Þess í stað barðist Conor McGregor við Nate Diaz og tapaði en þegar þeir mættust aftur á UFC 202 hefndi írski vélbyssukjafturinn fyrir tapið og tók Diaz á meirihluta ákvörðun dómara. Eddie Alvarez er 32 ára gamall Bandaríkjamaður frá Phiadelphia sem varð heimsmeistari í léttvigt í júlí þegar hann vann Rafael dos Anjos í titilbardaga á tæknilegu rothöggi í fyrstu lotu.IT'S GOING DOWN!! @TheNotoriousMMA challenges @EAlvarezFight for the lightweight title @TheGarden!! #UFC205 is OFFICIALLY pic.twitter.com/vRtyi34QEd — UFC (@ufc) September 27, 2016 Alvarez hefur unnið 28 bardaga og tapað fjórum á sínum ferli en hann tapaði í frumraun sinni í UFC gegn Donald „Cowboy“ Cerrone fyrir tveimur árum. Hann hefur síðan þá unnið Gilbert Melendez og Anthony Pettis á dómaraúrskurði og nú síðast Dos Anjos í bardaga um léttvigtarbeltið. Conor McGregor hefur ekki enn varið fjaðurvigtarbeltið sitt síðan hann rotaði Jose Aldo á tólf sekúndum í desember á síðasta ári. Bardagakvöldið verður stjörnum prýtt en auk Conors og Alvarez mun Tyron Woodley verja beltið sitt í veltivigt, þyngdarflokki Gunnars Nelson, á móti Stephen Thompson. Joanna Jedrzejcyk ver einnig heimsmeistaratitilinn sinn þegar hún leggur beltið í strávigt undir gegn samlöndu sinni frá Póllandi, Karolinu Kowalkiewicz. Fleiri magnaðir bardagar fara fram þetta kvöld en hér má sjá allt kortið.
MMA Tengdar fréttir Mayweather gefst upp á Conor McGregor Svo virðist sem öll von sé úti um bardaga á milli Floyd Mayweather og Conor McGregor. 20. september 2016 22:15 Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Fótbolti Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Fótbolti „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fótbolti Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Körfubolti Fleiri fréttir Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ Dúettinn sem er að taka yfir tennisheiminn „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Alcaraz tekur toppsætið af Sinner eftir sigur á Opna bandaríska „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Dagskráin í dag: Íslenska U21 landsliðið mætir Eistum Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Sjá meira
Mayweather gefst upp á Conor McGregor Svo virðist sem öll von sé úti um bardaga á milli Floyd Mayweather og Conor McGregor. 20. september 2016 22:15