Píratar tapa miklu fylgi en Sjálfstæðisflokkur eykur við sig Jón Hákon Halldórsson skrifar 28. september 2016 07:00 Sjálfstæðisflokkurinn mælist langstærstur í nýrri könnun fréttastofu 365. Sjálfstæðisflokkurinn mælist með 34,6 prósenta fylgi í nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis sem gerð var á mánudaginn. Hann er þar með stærsti flokkurinn af þeim sem bjóða fram í kosningunum 29. október næstkomandi. Flokkurinn bætir við sig 7,2 prósentustigum frá könnun sem gerð var dagana 6. og 7. september síðastliðinn. „Þetta er ánægjuleg vísbending um að við getum fengið góða kosningu í haust. Fylgiskannanir eru hins vegar mjög misvísandi þessa dagana þannig að maður tekur öllu með fyrirvara. En ég gleðst yfir góðri könnun,“ segir Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra. Næstir koma Píratar með 19,9 prósenta fylgi og hafa þeir tapað tæpum tíu prósentustigum frá könnuninni í byrjun september. Vinstri grænir og Framsóknarflokkurinn eru jafn stórir, VG með 12,9 prósent fylgi en Framsókn með 12,6 prósent. Fylgi Vinstri grænna er svipað og það var í fyrri könnun en Framsóknarflokkurinn mældist með 10,8 prósent í þeirri könnun. Tölurnar benda því til þess að Framsóknarflokkurinn bæti við sig fylgi, þótt munurinn sé innan vikmarka (vikmörk 2,3%). Þessi þróun kemur Karli Garðarssyni þingmanni ekki á óvart, þótt gustað hafi um flokkinn að undanförnu. „Ég held að umtal um flokka geti verið í vissum tilfellum jákvætt fyrir þá þó að umtalið sé kannski ekki á jákvæðum nótum, þannig að það kemur mér ekki á óvart að fylgið fari upp,“ segir Karl. Hann hafi verið sannfærður um það að næsta könnun sem yrði birt myndi sýna breytingar á fylgi Framsóknarflokksins vegna þess að flokkurinn sé búinn að vera það lengi í sviðsljósinu. „Það er nokkuð ljóst að flokkurinn sem slíkur er með sterka málefnastöðu og hann mun sækja mjög í sig veðrið eftir formannskjör, hvernig sem það verður,“ segir Karl. Hann segir raunhæft að gera ráð fyrir að Framsóknarflokkurinn fái 15-18 prósenta fylgi. Fylgi Viðreisnar mælist 7,3 prósent í nýju könnuninni og fylgi Samfylkingarinnar 5,9 prósent. Niðurstöður skoðanakönnunar Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis eru sumpart ólíkar niðurstöðum könnunar MMR, sem birt var í gær. Sú könnun sýndi Sjálfstæðisflokkinn með 20,6 prósenta fylgi og Pírata 21,6 prósent. Þá mældust Viðreisn og Samfylkingin mun sterkari í könnun MMR. Aðferðafræðin milli kannananna er hins vegar ólík. Könnun MMR er gerð yfir lengri tíma, dagana 20.–26. september. Könnun Fréttablaðsins var gerð 26. september. Fyrstu sjónvarpskappræðum stjórnmálaleiðtoganna í sjónvarpi var því lokið þegar byrjað var að framkvæma könnun Fréttablaðsins. Þá var öll könnun Fréttablaðsins gerð þann dag sem eldhúsdagsumræður voru. Líkt og könnunin í september, bendir nýja könnunin til þess að margir eigi enn eftir að ákveða sig. Aðeins 51,5 prósent svarenda taka afstöðu til spurningarinnar.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Innlent Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Fleiri fréttir Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Sjá meira
Sjálfstæðisflokkurinn mælist með 34,6 prósenta fylgi í nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis sem gerð var á mánudaginn. Hann er þar með stærsti flokkurinn af þeim sem bjóða fram í kosningunum 29. október næstkomandi. Flokkurinn bætir við sig 7,2 prósentustigum frá könnun sem gerð var dagana 6. og 7. september síðastliðinn. „Þetta er ánægjuleg vísbending um að við getum fengið góða kosningu í haust. Fylgiskannanir eru hins vegar mjög misvísandi þessa dagana þannig að maður tekur öllu með fyrirvara. En ég gleðst yfir góðri könnun,“ segir Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra. Næstir koma Píratar með 19,9 prósenta fylgi og hafa þeir tapað tæpum tíu prósentustigum frá könnuninni í byrjun september. Vinstri grænir og Framsóknarflokkurinn eru jafn stórir, VG með 12,9 prósent fylgi en Framsókn með 12,6 prósent. Fylgi Vinstri grænna er svipað og það var í fyrri könnun en Framsóknarflokkurinn mældist með 10,8 prósent í þeirri könnun. Tölurnar benda því til þess að Framsóknarflokkurinn bæti við sig fylgi, þótt munurinn sé innan vikmarka (vikmörk 2,3%). Þessi þróun kemur Karli Garðarssyni þingmanni ekki á óvart, þótt gustað hafi um flokkinn að undanförnu. „Ég held að umtal um flokka geti verið í vissum tilfellum jákvætt fyrir þá þó að umtalið sé kannski ekki á jákvæðum nótum, þannig að það kemur mér ekki á óvart að fylgið fari upp,“ segir Karl. Hann hafi verið sannfærður um það að næsta könnun sem yrði birt myndi sýna breytingar á fylgi Framsóknarflokksins vegna þess að flokkurinn sé búinn að vera það lengi í sviðsljósinu. „Það er nokkuð ljóst að flokkurinn sem slíkur er með sterka málefnastöðu og hann mun sækja mjög í sig veðrið eftir formannskjör, hvernig sem það verður,“ segir Karl. Hann segir raunhæft að gera ráð fyrir að Framsóknarflokkurinn fái 15-18 prósenta fylgi. Fylgi Viðreisnar mælist 7,3 prósent í nýju könnuninni og fylgi Samfylkingarinnar 5,9 prósent. Niðurstöður skoðanakönnunar Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis eru sumpart ólíkar niðurstöðum könnunar MMR, sem birt var í gær. Sú könnun sýndi Sjálfstæðisflokkinn með 20,6 prósenta fylgi og Pírata 21,6 prósent. Þá mældust Viðreisn og Samfylkingin mun sterkari í könnun MMR. Aðferðafræðin milli kannananna er hins vegar ólík. Könnun MMR er gerð yfir lengri tíma, dagana 20.–26. september. Könnun Fréttablaðsins var gerð 26. september. Fyrstu sjónvarpskappræðum stjórnmálaleiðtoganna í sjónvarpi var því lokið þegar byrjað var að framkvæma könnun Fréttablaðsins. Þá var öll könnun Fréttablaðsins gerð þann dag sem eldhúsdagsumræður voru. Líkt og könnunin í september, bendir nýja könnunin til þess að margir eigi enn eftir að ákveða sig. Aðeins 51,5 prósent svarenda taka afstöðu til spurningarinnar.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Innlent Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Fleiri fréttir Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Sjá meira