Þvermóðskufullt svar við stríðni íslenskunnar Magnús Guðmundsson skrifar 12. september 2016 11:15 Olga Holownia segir að það sé ekki síst athyglisbrestur sem dragi hana að ljóðinu, þar sem hið knappa form henti henni vel. Visir/Ernir Tilurð bóka getur verið athyglisverð og þá ekki síst góðra bóka. Í vor kom út í Reykjavík ljóðabókin Neyðarútgangur sem hefur að geyma safn ljóða eftir pólsku skáldkonuna Ewu Lipska í ritstjórn Olgu Holownia. Ewa Lipska er á meðal virtustu samtímaskálda Póllands og Evrópu og því er hér á ferðinni mikill fengur fyrir íslenska ljóðaunnendur sem undirstrikar enn og aftur mikilvægi vandaðra þýðinga fyrir smáan er ljóðelskan málheim. Olga Holownia er í senn ritstjóri og á meðal þýðenda ljóðasafnsins sem spannar úrval verka frá 1967 til 2015 en Olga kom fyrst hingað til lands árið 1999 til þess að læra íslensku. „Ég lenti í Keflavík haustið 1999 og nokkrum dögum seinna í íslenskunámi. Ég var ringluð eftir báðar þessar lendingar, en eins fegin og spennt og ég er alltaf að lenda í Keflavík hefur samband okkar íslenskunnar verið frekar margslungið. Ég hætti í námi og svo tók ég það upp aftur. Gerði það nokkrum sinnum. Það voru kennarar sem hvöttu mig til að halda áfram í íslensku og öðrum fögum. Dagný Kristjánsdóttir og Terry Gunnell sáu um BA-verkefni sem var á mörkum bókmennta og þjóðfræði. Svo skrifaði ég doktorsritgerð um ljóðlist undir handleiðslu Dagnýjar.Ég var fjárhundur En Ewu-bókin var einfaldlega beint framhald af þýðingum vegna þátttöku Ewu í Bókmenntahátíð í Reykjavík haustið 2013. Skáldin Óskar Árni Óskarsson, Bragi Ólafsson, Magnús Sigurðsson og ég þýddum þau ljóð hennar sem hún las upp á pólsku á hátíðinni. Nokkur þeirra birtust líka á götum og strætisvögnum í Reykjavík á vegum Lestrarhátíðar sem Bókmenntaborgin skipuleggur árlega. Aðalsteinn Ásberg fékk áhuga á að gefa út stærra ljóðaúrval og samþykkti, sem betur fer, að við yrðum fimm þýðendur en ekki einn eins og algengast er. Áslaug Agnarsdóttir, frábær þýðandi úr rússnesku, bættist í samvinnuhópinn, sem var tilvalið því að þannig fengum við enn eina nálgunina á Ewu-ljóðin. Þýðendurnir völdu sér ljóð sem höfðuðu til þeirra og það tryggði bókinni fjölbreytileika. Annars hefði þetta orðið afar einhliða og eintóna úrval. Ég passaði upp á að ljóðin væru úr öllum ljóðabókum Ewu og þýddi aðallega það sem ekki var til í öðrum þýðingum. Sem ritstjóri var ég sem sagt ekki forystukind heldur fjárhundur sem reyndi að smala ljóðum í Excel-skjalið og þýðendum á fundi. Vinnufundir okkar, líka með Aðalsteini, gögnuðust bókinni, og ekki síst mér. Ein af ástæðum þess að ég ákvað að takast á við þetta verkefni var sú að við gátum unnið það saman.Hópur skurðlækna Góður félagsskapur finnst mér það mest skapandi við þýðingarvinnu, sem er annars mjög einmanalegt starf, og ég hefði aldrei treyst mér til að standa ein fyrir bókinni. Ég viðurkenni að það var beinlínis hrokafullt af mér að þýða ljóð yfir á tungumál sem er ekki mitt móðurmál, en jafnframt var mjög freistandi að ögra íslenskunni með einkennilegum myndum Ewu. Íslensku þýðendurnir og guðmóðir þessa ljóðaúrvals, Hildur Finnsdóttir, gengu úr skugga um að ögrunin færi ekki alveg úr böndunum og að myndhverfingar í eignarfalli væru nokkurn veginn innan marka. Í ljóðinu Þýðendur mínir segir Ewa að þýðendur séu eins og skurðlæknar. Þetta er ansi sterk mynd. Ábyrgðin strax þyngri. Ég bjóst aldrei við að ég myndi þýða ljóð hennar yfir á annað mál, og allra síst þegar ég las þau sem unglingur. Sennilega skildi ég ekki baun í ljóðlist hennar þá; sem var kannski aðalaðdráttaraflið. En það hvernig hún notaði tungumálið, öðruvísi en allir aðrir, var svo spennandi. Ljóðin hennar hafa alltaf borið mjög sterk höfundareinkenni og hún er mikill einfari í myndmálinu. Sumir Íslendingar sem hafa lesið þýðingarnar hafa sagt að jafnvel þótt þeir skilji ekki alltaf orðin, skynji maður einhvern veginn hvað hún eigi við. Það má alveg segja að ég hafi farið að skilja ljóð Ewu upp á nýtt í gegnum íslenskuna – og það að geta hitt hana og sent henni spurningar var að sjálfsögðu ómetanlegt. Hún er ótrúlega skörp og næm kona sem hefur kennt mér mjög mikið í gegnum tíðina.“Olga Holownia og Ewa Lipska á Bókmenntahátíð í Reykjavík 2013.Mynd/Ari HaukssonAthyglisbrestur og heilarækt Aðspurð hvað það sé sem dregur hana að ljóðlistinni þá er svar Olgu stutt og einfalt: „Athyglisbrestur. Ég ræð betur við stutt form, ekki bara á pólsku. Ég byrjaði að læra íslensku í gegnum enskar og þýskar þýðingar á íslenskum ljóðum, sem getur verið misheppnuð aðferð. Maður lærir ekki að ganga í góðum gönguskóm heldur „á vindléttum fótum“ Jónasar o.s.frv. En á meðan maður getur lært málfræði af kennslubókum, er ljóðlistin nauðsynleg til að nema blæbrigði. Ég lít einfaldlega á ljóðaþýðingar sem heilarækt. Prósaþýðingar krefjast reglusemi og yfirlegu. Maður þarf að klára ákveðinn blaðsíðufjölda á hverjum degi en það er hægt að taka ljóð með sér út í göngutúr til að leita að góðum lausnum. Það tekur víst tíma en öðruvísi tíma. Og ljóðaútgefendur eru kannski þolinmóðari.“Þrjóska og áskorun Pólska samfélagið á Íslandi hefur vaxið ört á undanförnum áratugum og mikilvægi þýðinga því jafnvel enn meira en ella. En Olga segir að hún geti ekki hælt sér af því að vera að sinna einhverri meðvitaðri menningarstarfsemi með því að þýða pólskar bókmenntir. „Það væri ekki alveg sannleikanum samkvæmt. Geirlaugur Magnússon og Þrándur Thoroddsen voru brautryðjendur á því sviði og enginn getur farið í sporin þeirra. Það er svo hlutverk tvítyngdu kynslóðanna að taka við og þýða, og ekki bara kanónuna heldur allt sem þeim finnst róttækt og krefjandi. Tyrfin ljóð, tilraunaskáldsögur og ekki síst leikrit. Mig dreymir um að þýða pólsk framúrstefnuljóð en það mun ekki gerast næstu 33 árin. Í mínum huga tengist þýðingarstarfið því sem ég nefndi hér á undan. Mér hefur alltaf fundist að íslenskan væri að stríða mér, og það að fara að fást við þýðingar var kannski þvermóðskufullt svar við því. Allavega var það engin markviss stefna, og eiginlega alveg rakalaus bíræfni, að fara að þýða yfir á íslensku; að ég tali nú ekki um ljóð. En þetta var áskorun og hún, eða bara þrjóskan, eiga oft bágt með að fallast á rök. Svo hef ég einfaldlega gaman af „orðaígræðslu“.“Viðtalið birtist fyrst í Fréttablaðinu 12. september. Menning Mest lesið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Bæjarfjallið Esjan - gönguleiðir og hjólastígar Lífið samstarf Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Tilurð bóka getur verið athyglisverð og þá ekki síst góðra bóka. Í vor kom út í Reykjavík ljóðabókin Neyðarútgangur sem hefur að geyma safn ljóða eftir pólsku skáldkonuna Ewu Lipska í ritstjórn Olgu Holownia. Ewa Lipska er á meðal virtustu samtímaskálda Póllands og Evrópu og því er hér á ferðinni mikill fengur fyrir íslenska ljóðaunnendur sem undirstrikar enn og aftur mikilvægi vandaðra þýðinga fyrir smáan er ljóðelskan málheim. Olga Holownia er í senn ritstjóri og á meðal þýðenda ljóðasafnsins sem spannar úrval verka frá 1967 til 2015 en Olga kom fyrst hingað til lands árið 1999 til þess að læra íslensku. „Ég lenti í Keflavík haustið 1999 og nokkrum dögum seinna í íslenskunámi. Ég var ringluð eftir báðar þessar lendingar, en eins fegin og spennt og ég er alltaf að lenda í Keflavík hefur samband okkar íslenskunnar verið frekar margslungið. Ég hætti í námi og svo tók ég það upp aftur. Gerði það nokkrum sinnum. Það voru kennarar sem hvöttu mig til að halda áfram í íslensku og öðrum fögum. Dagný Kristjánsdóttir og Terry Gunnell sáu um BA-verkefni sem var á mörkum bókmennta og þjóðfræði. Svo skrifaði ég doktorsritgerð um ljóðlist undir handleiðslu Dagnýjar.Ég var fjárhundur En Ewu-bókin var einfaldlega beint framhald af þýðingum vegna þátttöku Ewu í Bókmenntahátíð í Reykjavík haustið 2013. Skáldin Óskar Árni Óskarsson, Bragi Ólafsson, Magnús Sigurðsson og ég þýddum þau ljóð hennar sem hún las upp á pólsku á hátíðinni. Nokkur þeirra birtust líka á götum og strætisvögnum í Reykjavík á vegum Lestrarhátíðar sem Bókmenntaborgin skipuleggur árlega. Aðalsteinn Ásberg fékk áhuga á að gefa út stærra ljóðaúrval og samþykkti, sem betur fer, að við yrðum fimm þýðendur en ekki einn eins og algengast er. Áslaug Agnarsdóttir, frábær þýðandi úr rússnesku, bættist í samvinnuhópinn, sem var tilvalið því að þannig fengum við enn eina nálgunina á Ewu-ljóðin. Þýðendurnir völdu sér ljóð sem höfðuðu til þeirra og það tryggði bókinni fjölbreytileika. Annars hefði þetta orðið afar einhliða og eintóna úrval. Ég passaði upp á að ljóðin væru úr öllum ljóðabókum Ewu og þýddi aðallega það sem ekki var til í öðrum þýðingum. Sem ritstjóri var ég sem sagt ekki forystukind heldur fjárhundur sem reyndi að smala ljóðum í Excel-skjalið og þýðendum á fundi. Vinnufundir okkar, líka með Aðalsteini, gögnuðust bókinni, og ekki síst mér. Ein af ástæðum þess að ég ákvað að takast á við þetta verkefni var sú að við gátum unnið það saman.Hópur skurðlækna Góður félagsskapur finnst mér það mest skapandi við þýðingarvinnu, sem er annars mjög einmanalegt starf, og ég hefði aldrei treyst mér til að standa ein fyrir bókinni. Ég viðurkenni að það var beinlínis hrokafullt af mér að þýða ljóð yfir á tungumál sem er ekki mitt móðurmál, en jafnframt var mjög freistandi að ögra íslenskunni með einkennilegum myndum Ewu. Íslensku þýðendurnir og guðmóðir þessa ljóðaúrvals, Hildur Finnsdóttir, gengu úr skugga um að ögrunin færi ekki alveg úr böndunum og að myndhverfingar í eignarfalli væru nokkurn veginn innan marka. Í ljóðinu Þýðendur mínir segir Ewa að þýðendur séu eins og skurðlæknar. Þetta er ansi sterk mynd. Ábyrgðin strax þyngri. Ég bjóst aldrei við að ég myndi þýða ljóð hennar yfir á annað mál, og allra síst þegar ég las þau sem unglingur. Sennilega skildi ég ekki baun í ljóðlist hennar þá; sem var kannski aðalaðdráttaraflið. En það hvernig hún notaði tungumálið, öðruvísi en allir aðrir, var svo spennandi. Ljóðin hennar hafa alltaf borið mjög sterk höfundareinkenni og hún er mikill einfari í myndmálinu. Sumir Íslendingar sem hafa lesið þýðingarnar hafa sagt að jafnvel þótt þeir skilji ekki alltaf orðin, skynji maður einhvern veginn hvað hún eigi við. Það má alveg segja að ég hafi farið að skilja ljóð Ewu upp á nýtt í gegnum íslenskuna – og það að geta hitt hana og sent henni spurningar var að sjálfsögðu ómetanlegt. Hún er ótrúlega skörp og næm kona sem hefur kennt mér mjög mikið í gegnum tíðina.“Olga Holownia og Ewa Lipska á Bókmenntahátíð í Reykjavík 2013.Mynd/Ari HaukssonAthyglisbrestur og heilarækt Aðspurð hvað það sé sem dregur hana að ljóðlistinni þá er svar Olgu stutt og einfalt: „Athyglisbrestur. Ég ræð betur við stutt form, ekki bara á pólsku. Ég byrjaði að læra íslensku í gegnum enskar og þýskar þýðingar á íslenskum ljóðum, sem getur verið misheppnuð aðferð. Maður lærir ekki að ganga í góðum gönguskóm heldur „á vindléttum fótum“ Jónasar o.s.frv. En á meðan maður getur lært málfræði af kennslubókum, er ljóðlistin nauðsynleg til að nema blæbrigði. Ég lít einfaldlega á ljóðaþýðingar sem heilarækt. Prósaþýðingar krefjast reglusemi og yfirlegu. Maður þarf að klára ákveðinn blaðsíðufjölda á hverjum degi en það er hægt að taka ljóð með sér út í göngutúr til að leita að góðum lausnum. Það tekur víst tíma en öðruvísi tíma. Og ljóðaútgefendur eru kannski þolinmóðari.“Þrjóska og áskorun Pólska samfélagið á Íslandi hefur vaxið ört á undanförnum áratugum og mikilvægi þýðinga því jafnvel enn meira en ella. En Olga segir að hún geti ekki hælt sér af því að vera að sinna einhverri meðvitaðri menningarstarfsemi með því að þýða pólskar bókmenntir. „Það væri ekki alveg sannleikanum samkvæmt. Geirlaugur Magnússon og Þrándur Thoroddsen voru brautryðjendur á því sviði og enginn getur farið í sporin þeirra. Það er svo hlutverk tvítyngdu kynslóðanna að taka við og þýða, og ekki bara kanónuna heldur allt sem þeim finnst róttækt og krefjandi. Tyrfin ljóð, tilraunaskáldsögur og ekki síst leikrit. Mig dreymir um að þýða pólsk framúrstefnuljóð en það mun ekki gerast næstu 33 árin. Í mínum huga tengist þýðingarstarfið því sem ég nefndi hér á undan. Mér hefur alltaf fundist að íslenskan væri að stríða mér, og það að fara að fást við þýðingar var kannski þvermóðskufullt svar við því. Allavega var það engin markviss stefna, og eiginlega alveg rakalaus bíræfni, að fara að þýða yfir á íslensku; að ég tali nú ekki um ljóð. En þetta var áskorun og hún, eða bara þrjóskan, eiga oft bágt með að fallast á rök. Svo hef ég einfaldlega gaman af „orðaígræðslu“.“Viðtalið birtist fyrst í Fréttablaðinu 12. september.
Menning Mest lesið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Bæjarfjallið Esjan - gönguleiðir og hjólastígar Lífið samstarf Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira