Fátækt Helga Þórðardóttir skrifar 14. september 2016 07:00 Mætir menn, m.a. hagfræðingar, halda því fram og með rökum að við Íslendingar séum álíka rík og Norðmenn. Sem sagt við erum rík en þrátt fyrir það er til fólk á Íslandi sem er fátækt. Staðreynd sem gengur bara upp vegna þess að þeir efnameiri horfa í hina áttina og viðurkenna ekki vandann. Í því liggur skömm okkar. Það er einfaldlega ekki hægt að standa í einhverjum rökræðum um málið. Við verðum einfaldlega að leiðrétta þetta mannréttindabrot strax. Búa við sára fátækt Það eru börn sem búa við fátækt á Íslandi þar sem heimili þeirra ná ekki endum saman. Þessi börn búa við mjög skert kjör. Þau horfa upp á félaga sína vel klædda og ætíð metta, einnig hafa þau ekki möguleika á frístunda- eða íþróttaiðkun. Það eru til öryrkjar og aldraðir sem búa við sára fátækt og eru búnir með launin sín um miðjan mánuðinn. Alltof stór hópur treystir á matargjafir hjálparstofnana og góðhjartaðra ættingja. Fjöldi fólks getur ekki leyst út öll lyfin sín og dregur við sig að sækja læknisþjónustu. Það er búið að segja þetta margoft en lítið gerist, einhver óskiljanleg tregða eins og menn haldi að vandamálið hverfi af sjálfu sér eins og þynnka. Afnám tekjutenginga Við sem þjóð verðum að taka okkur taki. Dögun hefur haft það í kjarnastefnu sinni frá upphafi að útrýma fátækt. Við í Dögun ætlum að útrýma fátækt á Íslandi og við erum ekki til umræðu um neitt annað. Við munum lögfesta framfærsluviðmið. Þessi viðmið verða algild og allir aðilar í þjóðfélaginu verða að fara eftir þeim. Þessi viðmið verða það há að þau duga fyrir mannsæmandi framfærslu. Við ætlum að hækka skattleysismörk og afnema tekjutengingar. Þetta mun gilda um alla sem búa við fátækt af hvaða sökum sem er og þar með talda öryrkja og aldraða. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Helga Þórðardóttir Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Er nóg fyrir ríkið að það vilji vita – á þinn kostnað? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Bókhaldsbrellur blekkja dómstóla Björn Thorsteinsson skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Sagan um gardínurnar Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun 24. janúar og risastórt vistspor Íslands Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun E. coli eitrun meðal barna og aðrir skaðvaldar í mat Lárus S. Guðmundsson skrifar Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Mætir menn, m.a. hagfræðingar, halda því fram og með rökum að við Íslendingar séum álíka rík og Norðmenn. Sem sagt við erum rík en þrátt fyrir það er til fólk á Íslandi sem er fátækt. Staðreynd sem gengur bara upp vegna þess að þeir efnameiri horfa í hina áttina og viðurkenna ekki vandann. Í því liggur skömm okkar. Það er einfaldlega ekki hægt að standa í einhverjum rökræðum um málið. Við verðum einfaldlega að leiðrétta þetta mannréttindabrot strax. Búa við sára fátækt Það eru börn sem búa við fátækt á Íslandi þar sem heimili þeirra ná ekki endum saman. Þessi börn búa við mjög skert kjör. Þau horfa upp á félaga sína vel klædda og ætíð metta, einnig hafa þau ekki möguleika á frístunda- eða íþróttaiðkun. Það eru til öryrkjar og aldraðir sem búa við sára fátækt og eru búnir með launin sín um miðjan mánuðinn. Alltof stór hópur treystir á matargjafir hjálparstofnana og góðhjartaðra ættingja. Fjöldi fólks getur ekki leyst út öll lyfin sín og dregur við sig að sækja læknisþjónustu. Það er búið að segja þetta margoft en lítið gerist, einhver óskiljanleg tregða eins og menn haldi að vandamálið hverfi af sjálfu sér eins og þynnka. Afnám tekjutenginga Við sem þjóð verðum að taka okkur taki. Dögun hefur haft það í kjarnastefnu sinni frá upphafi að útrýma fátækt. Við í Dögun ætlum að útrýma fátækt á Íslandi og við erum ekki til umræðu um neitt annað. Við munum lögfesta framfærsluviðmið. Þessi viðmið verða algild og allir aðilar í þjóðfélaginu verða að fara eftir þeim. Þessi viðmið verða það há að þau duga fyrir mannsæmandi framfærslu. Við ætlum að hækka skattleysismörk og afnema tekjutengingar. Þetta mun gilda um alla sem búa við fátækt af hvaða sökum sem er og þar með talda öryrkja og aldraða. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar