Kæra Ólöf Nordal innanríkisráðherra Guðrún Sigurðardóttir skrifar 13. september 2016 16:35 Til hamingju með gott gengi í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Ef vel gengur hjá flokknum í komandi alþingiskosningum er ekki ólíklegt að hann verði áfram í ríkisstjórn og þú jafnvel áfram innanríkisráðherra. Miðað við skoðanakannanir þá getur Sjálfstæðisflokkurinn og þar af leiðandi þú a.m.k. haft veruleg áhrif á stjórnmálaumræðu í landinu að loknum kosningum. Sjálfstæðisflokkurinn gerði þau grundvallarmistök að standa að stofnun embættis sérstaks saksóknara. Munt þú beita þér fyrir því að hefja skoðun á málsmeðferð manna sem sætt hafa rannsókn til margra ára og sæta enn vegna mála er tengjast bankahruninu? Finnst þér eðlilegt að menn sem hafa verið ofsóttir síðan 2009 og núna margir hverjir að afplána dóma, lifi enn í óvissu um það hversu marga dóma í viðbót þeir þurfi að afplána? Svona til að taka dæmi þá er einn af þessum mönnum nú að afplána þriggja ára dóm, hann bíður eftir meðferð Hæstaréttar vegna dóms sem féll í héraði á síðasta ári þar sem hann fékk tveggja ára viðbótardóm. Einnig bíður hann þess nú að aðalmeðferð hefjist í Héraðsdómi vegna ákæru frá því í mars og enn ríkir óvissa um hvort ákært verður í fleiri málum. Þetta eru að verða nokkuð mörg ár og miðað við hraða dómskerfisins fram að þessu á líf viðkomandi áfram eftir að vera gegnsýrt af þessu til fjölda ára í viðbót. Finnst þér þetta ásættanlegt? Hefur aldrei hvarflað að þér í gegnum öll þessi ár að nú ættu sér stað nornaveiðar af verstu gerð og að tíminn muni leiða í ljós að brotið hafi verið illa á ríkisborgurum þessa lands? Enn það væri s.s. ekki í fyrsta sinn sem íslensk stjórnvöld færu þá leið ofsókna gagnvart afmörkuðum hópi þjóðfélagsþegna sinna. Kæra Ólöf hvarflar það að þér að mögulega gætu flóknari ástæður legið að baki bankahruninu en var á færi nokkurra manna að stýra? Hvarflar það að þér að bankahrunið hafi ef til vill haft lengri aðdraganda en nokkra mánuði? Hvarflar það að þér að fall á mörkuðum erlendis hafi haft eitthvað með það að gera? Hvarflar það að þér að þeir sem hafa verið ofsóttir og dæmdir nú hafi lagt sig alla fram við það að reyna að bjarga fjármálakerfinu? Hvarflar það að þér að aðrir innviðir samfélagsins hafi brugðist? Finnst þér ekki undarlegt að refsingin beinist eingöngu að afmörkuðum hópi einstaklinga sem stóðu í eldlínunni rétt fyrir hrun? Með von um skjót viðbrögð Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2016 Skoðun Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Til hamingju með gott gengi í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Ef vel gengur hjá flokknum í komandi alþingiskosningum er ekki ólíklegt að hann verði áfram í ríkisstjórn og þú jafnvel áfram innanríkisráðherra. Miðað við skoðanakannanir þá getur Sjálfstæðisflokkurinn og þar af leiðandi þú a.m.k. haft veruleg áhrif á stjórnmálaumræðu í landinu að loknum kosningum. Sjálfstæðisflokkurinn gerði þau grundvallarmistök að standa að stofnun embættis sérstaks saksóknara. Munt þú beita þér fyrir því að hefja skoðun á málsmeðferð manna sem sætt hafa rannsókn til margra ára og sæta enn vegna mála er tengjast bankahruninu? Finnst þér eðlilegt að menn sem hafa verið ofsóttir síðan 2009 og núna margir hverjir að afplána dóma, lifi enn í óvissu um það hversu marga dóma í viðbót þeir þurfi að afplána? Svona til að taka dæmi þá er einn af þessum mönnum nú að afplána þriggja ára dóm, hann bíður eftir meðferð Hæstaréttar vegna dóms sem féll í héraði á síðasta ári þar sem hann fékk tveggja ára viðbótardóm. Einnig bíður hann þess nú að aðalmeðferð hefjist í Héraðsdómi vegna ákæru frá því í mars og enn ríkir óvissa um hvort ákært verður í fleiri málum. Þetta eru að verða nokkuð mörg ár og miðað við hraða dómskerfisins fram að þessu á líf viðkomandi áfram eftir að vera gegnsýrt af þessu til fjölda ára í viðbót. Finnst þér þetta ásættanlegt? Hefur aldrei hvarflað að þér í gegnum öll þessi ár að nú ættu sér stað nornaveiðar af verstu gerð og að tíminn muni leiða í ljós að brotið hafi verið illa á ríkisborgurum þessa lands? Enn það væri s.s. ekki í fyrsta sinn sem íslensk stjórnvöld færu þá leið ofsókna gagnvart afmörkuðum hópi þjóðfélagsþegna sinna. Kæra Ólöf hvarflar það að þér að mögulega gætu flóknari ástæður legið að baki bankahruninu en var á færi nokkurra manna að stýra? Hvarflar það að þér að bankahrunið hafi ef til vill haft lengri aðdraganda en nokkra mánuði? Hvarflar það að þér að fall á mörkuðum erlendis hafi haft eitthvað með það að gera? Hvarflar það að þér að þeir sem hafa verið ofsóttir og dæmdir nú hafi lagt sig alla fram við það að reyna að bjarga fjármálakerfinu? Hvarflar það að þér að aðrir innviðir samfélagsins hafi brugðist? Finnst þér ekki undarlegt að refsingin beinist eingöngu að afmörkuðum hópi einstaklinga sem stóðu í eldlínunni rétt fyrir hrun? Með von um skjót viðbrögð
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun