Ný og betri Reykjavík Aron Leví Beck skrifar 14. september 2016 11:05 Það virðist vera lenskan í dag að tala alltaf um það sem er neikvætt og vont. Undanfarin misseri hafa spjótin beinst að borgaryfirvöldum vegna t.d. skipulags- og gatnamála. Mér finnst þessi umræða vera á villigötum. Skipulag tekur langan tíma að þróast, sérstaklega í þeim borgum sem verið er að þétta og blanda byggð. Það er flóknara að þétta en að byggja sífellt ný úthverfi. Skoðum þetta aðeins nánar. Mikil uppsveifla var í byggingariðnaði hér rétt fyrir hrun. Þá voru áherslur í skipulagi allt aðrar en þær eru í dag. Á þessum tíma var einmitt farin sú leið að byggja fleiri og fleiri úthverfi. Borgin dreifði sér líkt og eldur í sinu þar til einn daginn, eins og hendi væri veifað varð allt stopp. Reykvíkingar sátu uppi með ofgnótt af ókláruðum byggingum út um alla móa. Næstu árin var útsýnið út um stofugluggan hjá mörgum þeim sem höfðu komið sér tímanlega fyrir í þessum hverfum gráir steypu klumpar og byggingarkranar. Enn þann dag í dag standa mörg þessi hús ókláruð og eða tóm. Þó margir kjósi að búa í úthverfi ætla ég að leyfa mér að tala fyrir mína kynslóð og segja: ungt fólk hefur ekki áhuga á að búa í líflausu úthverfi. Í dag er munurinn á því sem við gerðum þá og við gerum í dag er sá að við hættum að dreyfa okkur. Þó er afar mikilvægt að við klárum þau hverfi sem við byrjuðum á og nýtum það sem til staðar er. Blönduð byggð snýr ekki bara að gömlu hverfunum eða miðborginni heldur reykjavík í heild sinni. Í blandaðari byggð er verið að dreifa störfum og þjónustu á öll hverfin. Það gerir það að verkum að ferðatími t.d. í og úr vinnu styttist. Þar að leiðandi gefst meiri frítími. Burt séð hvort um sé að ræða Grafarholt eða vesturbæ er mikilvægt að byggja í miðborginni sjálfri. Hana þarf að efla og hún á að vera fyrir fólk. Fjölbreytt starfsemi og þjónusta í bland við íbúðir. „Það er alltof mikið af auðu húsnæði í miðborginni“ sagði enginn, aldrei.“ Það er ljóst að stefna aðalskipulagsins um þéttingu byggðar virkar. Samkvæmt nýlegri úttekt á umhverfis og skipulagssviði er um 96% uppbyggingar í borginni um þessar mundir innan núverandi byggðar. Það er því ljóst að fjárfestar hafa lagað sig að stefnu aðalskipulags. Það hefur mikið verið rætt um húsnæðisskort í Reykjavík. Sumir vilja meina að það sé það eina sem byggt er sé annarsvegar gistiheimi og lundabúðir hinsvegar. Þetta eru full hástemmd ummæli að mínu mati. Um þessar mundir er verið að byggja mjög mikið af íbúðum í Reykjavík. Bara við Hverfisgötu og næsta nágrenni rísa á næstunni um 500 íbúðir svo eitthvað sé nefnt. Uppbyggingin fer einkum fram, eins og áætlað var, á aflögðum iðnaðar og atvinnulóðum (Lýsisreitur, hafnarsvæði, Einholt/Þverholt, Hampiðjureitur, og fljótlega Kirkjusandur og Vogabyggð) eða bílastæðaflæmum (Hafnartorg, Ásholt). Miðborgarsvæðið er að teygja sig bæði til austurs og vesturs. Það er ljóst að það er mikill áhugi hjá bæði borgarbúum og fjárfestum. Það sem við getum verið stolt af er að 1) þessi uppbygging er lykill að því að byggja upp vistvæna borgarbyggð 2) samningsmarkmið borgarinnar um félagslega blöndun og eflingu leigumarkaðs er fylgt eftir osfrv. Einnig getum við verið stolt af flestu því sem komið er, Stúdenta og vísindagörðum, þróuninni við höfnina, þróuninni við Hverfisgötu (sem hefur verið í hraðri uppbyggingu) og Hlemm o.s.frv. Það er margt spennandi að gerast, verum þolinmóð, sýnum vaxtaverkjunum skilning og hlökkum til að sjá nýja og betri Reykjavík! Höfundur er byggingafræðingur og meistaranemi í skipulagsfræði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Aron Leví Beck Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Halldór 20.09.2025 Halldór Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson skrifar Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Viðreisn lætur verkin tala Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Sjá meira
Það virðist vera lenskan í dag að tala alltaf um það sem er neikvætt og vont. Undanfarin misseri hafa spjótin beinst að borgaryfirvöldum vegna t.d. skipulags- og gatnamála. Mér finnst þessi umræða vera á villigötum. Skipulag tekur langan tíma að þróast, sérstaklega í þeim borgum sem verið er að þétta og blanda byggð. Það er flóknara að þétta en að byggja sífellt ný úthverfi. Skoðum þetta aðeins nánar. Mikil uppsveifla var í byggingariðnaði hér rétt fyrir hrun. Þá voru áherslur í skipulagi allt aðrar en þær eru í dag. Á þessum tíma var einmitt farin sú leið að byggja fleiri og fleiri úthverfi. Borgin dreifði sér líkt og eldur í sinu þar til einn daginn, eins og hendi væri veifað varð allt stopp. Reykvíkingar sátu uppi með ofgnótt af ókláruðum byggingum út um alla móa. Næstu árin var útsýnið út um stofugluggan hjá mörgum þeim sem höfðu komið sér tímanlega fyrir í þessum hverfum gráir steypu klumpar og byggingarkranar. Enn þann dag í dag standa mörg þessi hús ókláruð og eða tóm. Þó margir kjósi að búa í úthverfi ætla ég að leyfa mér að tala fyrir mína kynslóð og segja: ungt fólk hefur ekki áhuga á að búa í líflausu úthverfi. Í dag er munurinn á því sem við gerðum þá og við gerum í dag er sá að við hættum að dreyfa okkur. Þó er afar mikilvægt að við klárum þau hverfi sem við byrjuðum á og nýtum það sem til staðar er. Blönduð byggð snýr ekki bara að gömlu hverfunum eða miðborginni heldur reykjavík í heild sinni. Í blandaðari byggð er verið að dreifa störfum og þjónustu á öll hverfin. Það gerir það að verkum að ferðatími t.d. í og úr vinnu styttist. Þar að leiðandi gefst meiri frítími. Burt séð hvort um sé að ræða Grafarholt eða vesturbæ er mikilvægt að byggja í miðborginni sjálfri. Hana þarf að efla og hún á að vera fyrir fólk. Fjölbreytt starfsemi og þjónusta í bland við íbúðir. „Það er alltof mikið af auðu húsnæði í miðborginni“ sagði enginn, aldrei.“ Það er ljóst að stefna aðalskipulagsins um þéttingu byggðar virkar. Samkvæmt nýlegri úttekt á umhverfis og skipulagssviði er um 96% uppbyggingar í borginni um þessar mundir innan núverandi byggðar. Það er því ljóst að fjárfestar hafa lagað sig að stefnu aðalskipulags. Það hefur mikið verið rætt um húsnæðisskort í Reykjavík. Sumir vilja meina að það sé það eina sem byggt er sé annarsvegar gistiheimi og lundabúðir hinsvegar. Þetta eru full hástemmd ummæli að mínu mati. Um þessar mundir er verið að byggja mjög mikið af íbúðum í Reykjavík. Bara við Hverfisgötu og næsta nágrenni rísa á næstunni um 500 íbúðir svo eitthvað sé nefnt. Uppbyggingin fer einkum fram, eins og áætlað var, á aflögðum iðnaðar og atvinnulóðum (Lýsisreitur, hafnarsvæði, Einholt/Þverholt, Hampiðjureitur, og fljótlega Kirkjusandur og Vogabyggð) eða bílastæðaflæmum (Hafnartorg, Ásholt). Miðborgarsvæðið er að teygja sig bæði til austurs og vesturs. Það er ljóst að það er mikill áhugi hjá bæði borgarbúum og fjárfestum. Það sem við getum verið stolt af er að 1) þessi uppbygging er lykill að því að byggja upp vistvæna borgarbyggð 2) samningsmarkmið borgarinnar um félagslega blöndun og eflingu leigumarkaðs er fylgt eftir osfrv. Einnig getum við verið stolt af flestu því sem komið er, Stúdenta og vísindagörðum, þróuninni við höfnina, þróuninni við Hverfisgötu (sem hefur verið í hraðri uppbyggingu) og Hlemm o.s.frv. Það er margt spennandi að gerast, verum þolinmóð, sýnum vaxtaverkjunum skilning og hlökkum til að sjá nýja og betri Reykjavík! Höfundur er byggingafræðingur og meistaranemi í skipulagsfræði.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun
Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason Skoðun
Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar
Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar
Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun
Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason Skoðun