Ný og betri Reykjavík Aron Leví Beck skrifar 14. september 2016 11:05 Það virðist vera lenskan í dag að tala alltaf um það sem er neikvætt og vont. Undanfarin misseri hafa spjótin beinst að borgaryfirvöldum vegna t.d. skipulags- og gatnamála. Mér finnst þessi umræða vera á villigötum. Skipulag tekur langan tíma að þróast, sérstaklega í þeim borgum sem verið er að þétta og blanda byggð. Það er flóknara að þétta en að byggja sífellt ný úthverfi. Skoðum þetta aðeins nánar. Mikil uppsveifla var í byggingariðnaði hér rétt fyrir hrun. Þá voru áherslur í skipulagi allt aðrar en þær eru í dag. Á þessum tíma var einmitt farin sú leið að byggja fleiri og fleiri úthverfi. Borgin dreifði sér líkt og eldur í sinu þar til einn daginn, eins og hendi væri veifað varð allt stopp. Reykvíkingar sátu uppi með ofgnótt af ókláruðum byggingum út um alla móa. Næstu árin var útsýnið út um stofugluggan hjá mörgum þeim sem höfðu komið sér tímanlega fyrir í þessum hverfum gráir steypu klumpar og byggingarkranar. Enn þann dag í dag standa mörg þessi hús ókláruð og eða tóm. Þó margir kjósi að búa í úthverfi ætla ég að leyfa mér að tala fyrir mína kynslóð og segja: ungt fólk hefur ekki áhuga á að búa í líflausu úthverfi. Í dag er munurinn á því sem við gerðum þá og við gerum í dag er sá að við hættum að dreyfa okkur. Þó er afar mikilvægt að við klárum þau hverfi sem við byrjuðum á og nýtum það sem til staðar er. Blönduð byggð snýr ekki bara að gömlu hverfunum eða miðborginni heldur reykjavík í heild sinni. Í blandaðari byggð er verið að dreifa störfum og þjónustu á öll hverfin. Það gerir það að verkum að ferðatími t.d. í og úr vinnu styttist. Þar að leiðandi gefst meiri frítími. Burt séð hvort um sé að ræða Grafarholt eða vesturbæ er mikilvægt að byggja í miðborginni sjálfri. Hana þarf að efla og hún á að vera fyrir fólk. Fjölbreytt starfsemi og þjónusta í bland við íbúðir. „Það er alltof mikið af auðu húsnæði í miðborginni“ sagði enginn, aldrei.“ Það er ljóst að stefna aðalskipulagsins um þéttingu byggðar virkar. Samkvæmt nýlegri úttekt á umhverfis og skipulagssviði er um 96% uppbyggingar í borginni um þessar mundir innan núverandi byggðar. Það er því ljóst að fjárfestar hafa lagað sig að stefnu aðalskipulags. Það hefur mikið verið rætt um húsnæðisskort í Reykjavík. Sumir vilja meina að það sé það eina sem byggt er sé annarsvegar gistiheimi og lundabúðir hinsvegar. Þetta eru full hástemmd ummæli að mínu mati. Um þessar mundir er verið að byggja mjög mikið af íbúðum í Reykjavík. Bara við Hverfisgötu og næsta nágrenni rísa á næstunni um 500 íbúðir svo eitthvað sé nefnt. Uppbyggingin fer einkum fram, eins og áætlað var, á aflögðum iðnaðar og atvinnulóðum (Lýsisreitur, hafnarsvæði, Einholt/Þverholt, Hampiðjureitur, og fljótlega Kirkjusandur og Vogabyggð) eða bílastæðaflæmum (Hafnartorg, Ásholt). Miðborgarsvæðið er að teygja sig bæði til austurs og vesturs. Það er ljóst að það er mikill áhugi hjá bæði borgarbúum og fjárfestum. Það sem við getum verið stolt af er að 1) þessi uppbygging er lykill að því að byggja upp vistvæna borgarbyggð 2) samningsmarkmið borgarinnar um félagslega blöndun og eflingu leigumarkaðs er fylgt eftir osfrv. Einnig getum við verið stolt af flestu því sem komið er, Stúdenta og vísindagörðum, þróuninni við höfnina, þróuninni við Hverfisgötu (sem hefur verið í hraðri uppbyggingu) og Hlemm o.s.frv. Það er margt spennandi að gerast, verum þolinmóð, sýnum vaxtaverkjunum skilning og hlökkum til að sjá nýja og betri Reykjavík! Höfundur er byggingafræðingur og meistaranemi í skipulagsfræði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Aron Leví Beck Mest lesið Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson skrifar Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Sjá meira
Það virðist vera lenskan í dag að tala alltaf um það sem er neikvætt og vont. Undanfarin misseri hafa spjótin beinst að borgaryfirvöldum vegna t.d. skipulags- og gatnamála. Mér finnst þessi umræða vera á villigötum. Skipulag tekur langan tíma að þróast, sérstaklega í þeim borgum sem verið er að þétta og blanda byggð. Það er flóknara að þétta en að byggja sífellt ný úthverfi. Skoðum þetta aðeins nánar. Mikil uppsveifla var í byggingariðnaði hér rétt fyrir hrun. Þá voru áherslur í skipulagi allt aðrar en þær eru í dag. Á þessum tíma var einmitt farin sú leið að byggja fleiri og fleiri úthverfi. Borgin dreifði sér líkt og eldur í sinu þar til einn daginn, eins og hendi væri veifað varð allt stopp. Reykvíkingar sátu uppi með ofgnótt af ókláruðum byggingum út um alla móa. Næstu árin var útsýnið út um stofugluggan hjá mörgum þeim sem höfðu komið sér tímanlega fyrir í þessum hverfum gráir steypu klumpar og byggingarkranar. Enn þann dag í dag standa mörg þessi hús ókláruð og eða tóm. Þó margir kjósi að búa í úthverfi ætla ég að leyfa mér að tala fyrir mína kynslóð og segja: ungt fólk hefur ekki áhuga á að búa í líflausu úthverfi. Í dag er munurinn á því sem við gerðum þá og við gerum í dag er sá að við hættum að dreyfa okkur. Þó er afar mikilvægt að við klárum þau hverfi sem við byrjuðum á og nýtum það sem til staðar er. Blönduð byggð snýr ekki bara að gömlu hverfunum eða miðborginni heldur reykjavík í heild sinni. Í blandaðari byggð er verið að dreifa störfum og þjónustu á öll hverfin. Það gerir það að verkum að ferðatími t.d. í og úr vinnu styttist. Þar að leiðandi gefst meiri frítími. Burt séð hvort um sé að ræða Grafarholt eða vesturbæ er mikilvægt að byggja í miðborginni sjálfri. Hana þarf að efla og hún á að vera fyrir fólk. Fjölbreytt starfsemi og þjónusta í bland við íbúðir. „Það er alltof mikið af auðu húsnæði í miðborginni“ sagði enginn, aldrei.“ Það er ljóst að stefna aðalskipulagsins um þéttingu byggðar virkar. Samkvæmt nýlegri úttekt á umhverfis og skipulagssviði er um 96% uppbyggingar í borginni um þessar mundir innan núverandi byggðar. Það er því ljóst að fjárfestar hafa lagað sig að stefnu aðalskipulags. Það hefur mikið verið rætt um húsnæðisskort í Reykjavík. Sumir vilja meina að það sé það eina sem byggt er sé annarsvegar gistiheimi og lundabúðir hinsvegar. Þetta eru full hástemmd ummæli að mínu mati. Um þessar mundir er verið að byggja mjög mikið af íbúðum í Reykjavík. Bara við Hverfisgötu og næsta nágrenni rísa á næstunni um 500 íbúðir svo eitthvað sé nefnt. Uppbyggingin fer einkum fram, eins og áætlað var, á aflögðum iðnaðar og atvinnulóðum (Lýsisreitur, hafnarsvæði, Einholt/Þverholt, Hampiðjureitur, og fljótlega Kirkjusandur og Vogabyggð) eða bílastæðaflæmum (Hafnartorg, Ásholt). Miðborgarsvæðið er að teygja sig bæði til austurs og vesturs. Það er ljóst að það er mikill áhugi hjá bæði borgarbúum og fjárfestum. Það sem við getum verið stolt af er að 1) þessi uppbygging er lykill að því að byggja upp vistvæna borgarbyggð 2) samningsmarkmið borgarinnar um félagslega blöndun og eflingu leigumarkaðs er fylgt eftir osfrv. Einnig getum við verið stolt af flestu því sem komið er, Stúdenta og vísindagörðum, þróuninni við höfnina, þróuninni við Hverfisgötu (sem hefur verið í hraðri uppbyggingu) og Hlemm o.s.frv. Það er margt spennandi að gerast, verum þolinmóð, sýnum vaxtaverkjunum skilning og hlökkum til að sjá nýja og betri Reykjavík! Höfundur er byggingafræðingur og meistaranemi í skipulagsfræði.
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun