Hjáseta ekki sama og samþykki Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 14. september 2016 11:24 Helgi Hrafn Gunnarsson og Valgerður Bjarnadóttir Vísir/GVA Mikil umræða hefur skapast í kjölfar þess að búvörusamningur var samþykktur á Alþingi í gær með aðeins nítján atkvæðum. Sjö greiddu atkvæði gegn samningnum og þá sátu sextán hjá. Sjö þingmenn höfðu staðfest fjarvist sína og 14 voru fjarverandi. Þeir þingmenn stjórnarandstöðunnar sem Vísir ræddi við eru sammála um það að hjáseta við atkvæðagreiðslur þýði ekki að þingmenn séu að gefa samþykki sitt. „Maður situr hjá, það eru margar ástæður fyrir því að maður situr hjá. Ástæðan fyrir því að ég sat hjá er að ég vil skilja afleiðingar gjörða minna. Og ef ég felli samninginn og skil ekki afleiðingar gjörða minna þá sit ég hjá,“ segir Helgi Hrafn Gunnarsson, kafteinn Pírata, í samtali við Vísi. Helgi segir að hann hafi ekki séð fram á að nýr samningur hefði komið í stað þess samning sem samþykktur var á þingi í gær. „Fólk er reitt. Þetta er bölvanlegur samningur. Ég held að það séu allir í minnihlutanum sammála um það. Þetta er ekki stuðningur, mér finnst fólk láta eins og hjáseta sé stuðningur, sem hún er ekki.“ Helgi Hrafn segir umræðuna pirrandi þar sem verið er að setja ábyrgðina í hendur minnihlutans sem ber ekki ábyrgð á málinu. „Það sem að kannski vekur fólki ugg er að sjá hversu fáir greiddu atkvæði með. Það er vegna þess að stjórnarliðar voru óvenju fámennir. Við vissum það ekki fyrir fram. Við förum bara í atkvæðagreiðslu og gerum fastlega ráð fyrir að meirihlutinn fengi allt sem hann vilji og væru nógu mannaðir til að yfirbuga minnihlutann." Samkvmæt Helga var minnihlutinn ekki viðbúðinn fámenni meirihlutans. „Ég veit ekki af hverju það vantaði svona marga þingmenn en stjórnarandstaðan var ekki í færi til að ræða það alvarlega að fella samninginn fyrr en við vorum komin inn í þingsal. Þá er það samtal ekkert búið að eiga sér stað.“Hjáseta ákveðin vinnuaðferð Valgerður Bjarnadóttir, varaformaður þingflokks Samfylkingarinnar tekur í sama streng og Helgi Hrafn og segir hjásetu vera ákveðna vinnuaðferð á Alþingi. „Vinnan fer þannig fram í þinginu að það koma einhver mál og það er talað fyrir þeim og síðan eru þau rædd í nefnd og það nást kannski fram einhverjar breytingar, það er eitthvað lagað í nefndinni sem kemur til móts við þau sjónarmið sem við höfum, til dæmis þessi endurskoðun eftir þrjú ár. Eitthvað náðist inn í vinnunni í nefndinni,“ segir Valgerður í samtali við Vísi. „Það má alveg segja að það sé gamaldags og eitthvað svoleiðis, en þá er það vinnuaðferð að þá situr fólk hjá í endann. Þá þýðir það ekki að þögn sé sama og samþykki.“ Aðspurð um hvort að um sé að ræða einhverskonar hrossakaup til að ná kosningum í haust þvertekur Valgerður fyrir það. „Þetta er svona sú venja eða vinnuaðferð sem er notuð á þessari samkomu. Þetta hefur ekkert með hrossakaup að gera, hefur ekkert með neitt að gera. Í lokin þá er þetta borið farm og þá segir fólk „ég sit hjá, þetta er á ykkar ábyrgð.“ Hjáseta þýðir alls ekki í þessu tilfelli að þögn sé sama og samþykki.“ Ekki náðist í þingflokk Vinstri grænna við vinnslu fréttarinnar. Alþingi Búvörusamningar Tengdar fréttir Búvörusamningar, umdeild skýrsla og ásakanir um fals og lygar Búvörusamningar að lögum með aðeins 19 atkvæðum en fimm þingmenn Sjálfstæðisflokks sátu hjá eða sögðu nei. Birgitta sakar Ásmund um lygar í ræðustól Alþingis. 13. september 2016 20:00 Búvörusamningurinn samþykktur á þingi Aðeins þingmenn Bjartrar framtíðar og einn Sjálfstæðismaður, Sigríður Á. Andersen, greiddu atkvæði gegn frumvarpinu. 13. september 2016 16:10 Mest lesið Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Spá hárri ölduhæð við Faxaflóa í vestan hvassviðri Veður Fleiri fréttir Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Sjá meira
Mikil umræða hefur skapast í kjölfar þess að búvörusamningur var samþykktur á Alþingi í gær með aðeins nítján atkvæðum. Sjö greiddu atkvæði gegn samningnum og þá sátu sextán hjá. Sjö þingmenn höfðu staðfest fjarvist sína og 14 voru fjarverandi. Þeir þingmenn stjórnarandstöðunnar sem Vísir ræddi við eru sammála um það að hjáseta við atkvæðagreiðslur þýði ekki að þingmenn séu að gefa samþykki sitt. „Maður situr hjá, það eru margar ástæður fyrir því að maður situr hjá. Ástæðan fyrir því að ég sat hjá er að ég vil skilja afleiðingar gjörða minna. Og ef ég felli samninginn og skil ekki afleiðingar gjörða minna þá sit ég hjá,“ segir Helgi Hrafn Gunnarsson, kafteinn Pírata, í samtali við Vísi. Helgi segir að hann hafi ekki séð fram á að nýr samningur hefði komið í stað þess samning sem samþykktur var á þingi í gær. „Fólk er reitt. Þetta er bölvanlegur samningur. Ég held að það séu allir í minnihlutanum sammála um það. Þetta er ekki stuðningur, mér finnst fólk láta eins og hjáseta sé stuðningur, sem hún er ekki.“ Helgi Hrafn segir umræðuna pirrandi þar sem verið er að setja ábyrgðina í hendur minnihlutans sem ber ekki ábyrgð á málinu. „Það sem að kannski vekur fólki ugg er að sjá hversu fáir greiddu atkvæði með. Það er vegna þess að stjórnarliðar voru óvenju fámennir. Við vissum það ekki fyrir fram. Við förum bara í atkvæðagreiðslu og gerum fastlega ráð fyrir að meirihlutinn fengi allt sem hann vilji og væru nógu mannaðir til að yfirbuga minnihlutann." Samkvmæt Helga var minnihlutinn ekki viðbúðinn fámenni meirihlutans. „Ég veit ekki af hverju það vantaði svona marga þingmenn en stjórnarandstaðan var ekki í færi til að ræða það alvarlega að fella samninginn fyrr en við vorum komin inn í þingsal. Þá er það samtal ekkert búið að eiga sér stað.“Hjáseta ákveðin vinnuaðferð Valgerður Bjarnadóttir, varaformaður þingflokks Samfylkingarinnar tekur í sama streng og Helgi Hrafn og segir hjásetu vera ákveðna vinnuaðferð á Alþingi. „Vinnan fer þannig fram í þinginu að það koma einhver mál og það er talað fyrir þeim og síðan eru þau rædd í nefnd og það nást kannski fram einhverjar breytingar, það er eitthvað lagað í nefndinni sem kemur til móts við þau sjónarmið sem við höfum, til dæmis þessi endurskoðun eftir þrjú ár. Eitthvað náðist inn í vinnunni í nefndinni,“ segir Valgerður í samtali við Vísi. „Það má alveg segja að það sé gamaldags og eitthvað svoleiðis, en þá er það vinnuaðferð að þá situr fólk hjá í endann. Þá þýðir það ekki að þögn sé sama og samþykki.“ Aðspurð um hvort að um sé að ræða einhverskonar hrossakaup til að ná kosningum í haust þvertekur Valgerður fyrir það. „Þetta er svona sú venja eða vinnuaðferð sem er notuð á þessari samkomu. Þetta hefur ekkert með hrossakaup að gera, hefur ekkert með neitt að gera. Í lokin þá er þetta borið farm og þá segir fólk „ég sit hjá, þetta er á ykkar ábyrgð.“ Hjáseta þýðir alls ekki í þessu tilfelli að þögn sé sama og samþykki.“ Ekki náðist í þingflokk Vinstri grænna við vinnslu fréttarinnar.
Alþingi Búvörusamningar Tengdar fréttir Búvörusamningar, umdeild skýrsla og ásakanir um fals og lygar Búvörusamningar að lögum með aðeins 19 atkvæðum en fimm þingmenn Sjálfstæðisflokks sátu hjá eða sögðu nei. Birgitta sakar Ásmund um lygar í ræðustól Alþingis. 13. september 2016 20:00 Búvörusamningurinn samþykktur á þingi Aðeins þingmenn Bjartrar framtíðar og einn Sjálfstæðismaður, Sigríður Á. Andersen, greiddu atkvæði gegn frumvarpinu. 13. september 2016 16:10 Mest lesið Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Spá hárri ölduhæð við Faxaflóa í vestan hvassviðri Veður Fleiri fréttir Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Sjá meira
Búvörusamningar, umdeild skýrsla og ásakanir um fals og lygar Búvörusamningar að lögum með aðeins 19 atkvæðum en fimm þingmenn Sjálfstæðisflokks sátu hjá eða sögðu nei. Birgitta sakar Ásmund um lygar í ræðustól Alþingis. 13. september 2016 20:00
Búvörusamningurinn samþykktur á þingi Aðeins þingmenn Bjartrar framtíðar og einn Sjálfstæðismaður, Sigríður Á. Andersen, greiddu atkvæði gegn frumvarpinu. 13. september 2016 16:10