Afmælisbarnið Hallbera: „Það er eins gott að stelpurnar geri eitthvað fyrir mig“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 14. september 2016 14:00 Stelpurnar okkar í kvennalandsliðinu í fótbolta eru einu stigi frá því að komast á EM í Hollandi á næsta ári en stigið dettur væntanlega í hús á föstudagskvöldið þegar Ísland mætir Slóveníu á Laugardalsvellinum. Umræða var uppi fyrir leik liðsins gegn Makedóníu í sumar að þar myndi Ísland tryggja sig áfram með sigri en svo var ekki. Það fattaðist í raun ekki fyrr en á leikdegi þegar Vísir skrifaði frétt um málið. „Við héldum að við værum komnar á EM síðast en við þurfum víst eitt stig í viðbót. Við ætlum að ná í þrjú stig á föstudaginn og tryggja okkur inn á EM,“ segir Hallbera í viðtali við Vísi. „Það hefði orðið dálítið vandræðalegt [að fagna eftir leik]. Það var svolítið furðulegt að við héldum að þetta væri komið en það verður alveg jafngaman að tryggja þetta í hörkuleik. Leikurinn gegn Makedóníu var ekki beint skemmtilegur. Þeir sem mæta á völlinn á föstudaginn eiga von á skemmtilegum leik.“Hallbera og Gísli Gíslason, faðir hennar, á góðri stund í París í sumar.Vísir/VilhelmAllt gengið upp Íslenska liðið er á toppnum í riðlinum með fullt hús stiga og er ekki búið að fá á sig eitt einasta mark. Það vann Skotland 4-0 sem er í öðru sæti í riðlinum og Slóvena 6-0 en slóvenska liðið er í þriðja sæti. Slóvenía er með gott sóknarlið að sögn stelpnanna en varnarleikur þess hefur verið til vandræða en það nýtti íslenska liðið sér algjörlega þegar liðin mættust síðast. „Allt sem við lögðum upp með er búið að ganga upp. Það að fara til Skotlands og vinna 4-0 var eitthvað sem okkur dreymdi um að gera og það varð að veruleika,“ segir Hallbera. „Slóvenía er hörkulið þó að við unnum þær 6-0 úti. Þær eru með gott lið og góða einstaklinga þannig við þurfum að hitta á sama topp dag og þegar við vorum úti.“Hallbera fagnar marki með Fanndísi Friðriksdóttur gegn Makedóníu.Vísir/eyþórÞrítug í dag Stelpurnar spila á sama tíma og stórleikur Liverpool og Chelsea fer fram í ensku úrvalsdeildinni. Er einhver spurning um hvorn leikinn Íslendingar eiga að velja? „Ég sá þetta bara í gær þegar Freysi var að nefna þetta einhverstaðar. Enska deildin verður lengi til staðar. Okkar leikur er aðeins mikilvægari viljum við halda. Fólk getur nú séð Chelsea og Liverpool bara á plúsnum. Vonandi lætur fólk þetta ekki trufla sig,“ segir Hallbera brosandi. Bakvörðurinn magnaði fagnar þrítugsafmæli sínu í dag en hvað eru stelpurnar búnar að gera fyrir hana í tilefni dagsins? „Fanndís [Friðriksdóttir] gaf mér kórónu sem ég var mjög sátt með. Síðan var sungið fyrir mig áðan og nú þarf ég að eyða deginum með þessum stelpum þannig það er eins gott að þær geri eitthvað fyrir mig í dag,“ segir Hallbera en fær hún EM-sæti í síðbúna afmælisgjöf á föstudaginn? „Það væri óskandi. Ég ætla að lofa því.“ Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan. EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir Guðbjörg: Valdi meðvitað að fara til liðs þar sem frammistaða mín skiptir máli Markvörður íslenska kvennalandsliðsins fór frá tvöföldum Noregsmeisturum til nýliða í Svíþjóð. 13. september 2016 17:30 Gunnhildur Yrsa: Mun alltaf gefa mig 100 prósent í öll verkefni Garðbæingurinn er sátt með sitt hlutverk í íslenska landsliðinu sem ætlar sér á EM á föstudaginn. 13. september 2016 23:30 Glódís Perla: Verður veisla ef allir mæta á völlinn Miðvörður kvennalandsliðsins segir stelpurnar eiga eftir að ná endanlegu markmiði sínu. 13. september 2016 13:30 Sara Björk kom sér út úr þægindarammanum: „Fæ að heyra það ef ég stend mig illa“ Sara Björk Gunnarsdóttir gekk í raðir eins besta liðs í Evrópu í sumar en fannst ekkert sniðugt að byrja fyrsta leik á bekknum. 13. september 2016 13:00 Stuð á stelpunum í köldum dalnum | Myndir Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta mætti til æfinga í fyrsta sinn í morgun fyrir tvíhöfðann gegn Slóvenum og Skotum. 13. september 2016 14:45 Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir Dýrmæt stig í súginn hjá Venezia Xabi vill sækja liðsstyrk til Pep Segir VAR ekki hafa þorað að snupra Oliver Lék ungan Messi og fer nú á kostum með argentínska landsliðinu Nainggolan handtekinn vegna rannsóknar á kókaínsmygli Þjálfari AC Milan um lætin í gær: Þetta er ekki kirkja Fékk gult spjald fyrir að herma eftir mávi Neymar á leið heim í Santos „Cole, Pep var að spila með þig“ Fékk rautt spjald fyrir að slá eigin liðsfélaga Vill ekki halda áfram eftir komu Freys Amorim segist nota 63 ára markmannsþjálfara sinn frekar en Rashford Markaskorarinn Martínez: Ég var heppinn Börsungar skoruðu sjö Albert og félagar unnu loks leik Martínez hetja Rauðu djöflanna Dagný kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Eftir sjö töp í röð tókst Leicester að vinna Tottenham Steinþögðu og sköpuðu skrýtið andrúmsloft á San Siro Karólína hóf árið á stoðsendingu „Ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum“ Napoli fyrst til að leggja Juventus að velli Þrenna Mbappé sökkti Valladolid Bournemouth fór illa með Forest Varamaðurinn Calafiori óvænt hetja Arsenal Stefán Teitur með sitt fyrsta mark og Jón Daði hættir ekki að skora Komu til baka eftir skelfilega byrjun Gakpo með tvö og Liverpool í toppmálum Leverkusen tapaði mikilvægum stigum Einbeittur brotavilji Víkinga Sjá meira
Stelpurnar okkar í kvennalandsliðinu í fótbolta eru einu stigi frá því að komast á EM í Hollandi á næsta ári en stigið dettur væntanlega í hús á föstudagskvöldið þegar Ísland mætir Slóveníu á Laugardalsvellinum. Umræða var uppi fyrir leik liðsins gegn Makedóníu í sumar að þar myndi Ísland tryggja sig áfram með sigri en svo var ekki. Það fattaðist í raun ekki fyrr en á leikdegi þegar Vísir skrifaði frétt um málið. „Við héldum að við værum komnar á EM síðast en við þurfum víst eitt stig í viðbót. Við ætlum að ná í þrjú stig á föstudaginn og tryggja okkur inn á EM,“ segir Hallbera í viðtali við Vísi. „Það hefði orðið dálítið vandræðalegt [að fagna eftir leik]. Það var svolítið furðulegt að við héldum að þetta væri komið en það verður alveg jafngaman að tryggja þetta í hörkuleik. Leikurinn gegn Makedóníu var ekki beint skemmtilegur. Þeir sem mæta á völlinn á föstudaginn eiga von á skemmtilegum leik.“Hallbera og Gísli Gíslason, faðir hennar, á góðri stund í París í sumar.Vísir/VilhelmAllt gengið upp Íslenska liðið er á toppnum í riðlinum með fullt hús stiga og er ekki búið að fá á sig eitt einasta mark. Það vann Skotland 4-0 sem er í öðru sæti í riðlinum og Slóvena 6-0 en slóvenska liðið er í þriðja sæti. Slóvenía er með gott sóknarlið að sögn stelpnanna en varnarleikur þess hefur verið til vandræða en það nýtti íslenska liðið sér algjörlega þegar liðin mættust síðast. „Allt sem við lögðum upp með er búið að ganga upp. Það að fara til Skotlands og vinna 4-0 var eitthvað sem okkur dreymdi um að gera og það varð að veruleika,“ segir Hallbera. „Slóvenía er hörkulið þó að við unnum þær 6-0 úti. Þær eru með gott lið og góða einstaklinga þannig við þurfum að hitta á sama topp dag og þegar við vorum úti.“Hallbera fagnar marki með Fanndísi Friðriksdóttur gegn Makedóníu.Vísir/eyþórÞrítug í dag Stelpurnar spila á sama tíma og stórleikur Liverpool og Chelsea fer fram í ensku úrvalsdeildinni. Er einhver spurning um hvorn leikinn Íslendingar eiga að velja? „Ég sá þetta bara í gær þegar Freysi var að nefna þetta einhverstaðar. Enska deildin verður lengi til staðar. Okkar leikur er aðeins mikilvægari viljum við halda. Fólk getur nú séð Chelsea og Liverpool bara á plúsnum. Vonandi lætur fólk þetta ekki trufla sig,“ segir Hallbera brosandi. Bakvörðurinn magnaði fagnar þrítugsafmæli sínu í dag en hvað eru stelpurnar búnar að gera fyrir hana í tilefni dagsins? „Fanndís [Friðriksdóttir] gaf mér kórónu sem ég var mjög sátt með. Síðan var sungið fyrir mig áðan og nú þarf ég að eyða deginum með þessum stelpum þannig það er eins gott að þær geri eitthvað fyrir mig í dag,“ segir Hallbera en fær hún EM-sæti í síðbúna afmælisgjöf á föstudaginn? „Það væri óskandi. Ég ætla að lofa því.“ Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.
EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir Guðbjörg: Valdi meðvitað að fara til liðs þar sem frammistaða mín skiptir máli Markvörður íslenska kvennalandsliðsins fór frá tvöföldum Noregsmeisturum til nýliða í Svíþjóð. 13. september 2016 17:30 Gunnhildur Yrsa: Mun alltaf gefa mig 100 prósent í öll verkefni Garðbæingurinn er sátt með sitt hlutverk í íslenska landsliðinu sem ætlar sér á EM á föstudaginn. 13. september 2016 23:30 Glódís Perla: Verður veisla ef allir mæta á völlinn Miðvörður kvennalandsliðsins segir stelpurnar eiga eftir að ná endanlegu markmiði sínu. 13. september 2016 13:30 Sara Björk kom sér út úr þægindarammanum: „Fæ að heyra það ef ég stend mig illa“ Sara Björk Gunnarsdóttir gekk í raðir eins besta liðs í Evrópu í sumar en fannst ekkert sniðugt að byrja fyrsta leik á bekknum. 13. september 2016 13:00 Stuð á stelpunum í köldum dalnum | Myndir Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta mætti til æfinga í fyrsta sinn í morgun fyrir tvíhöfðann gegn Slóvenum og Skotum. 13. september 2016 14:45 Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir Dýrmæt stig í súginn hjá Venezia Xabi vill sækja liðsstyrk til Pep Segir VAR ekki hafa þorað að snupra Oliver Lék ungan Messi og fer nú á kostum með argentínska landsliðinu Nainggolan handtekinn vegna rannsóknar á kókaínsmygli Þjálfari AC Milan um lætin í gær: Þetta er ekki kirkja Fékk gult spjald fyrir að herma eftir mávi Neymar á leið heim í Santos „Cole, Pep var að spila með þig“ Fékk rautt spjald fyrir að slá eigin liðsfélaga Vill ekki halda áfram eftir komu Freys Amorim segist nota 63 ára markmannsþjálfara sinn frekar en Rashford Markaskorarinn Martínez: Ég var heppinn Börsungar skoruðu sjö Albert og félagar unnu loks leik Martínez hetja Rauðu djöflanna Dagný kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Eftir sjö töp í röð tókst Leicester að vinna Tottenham Steinþögðu og sköpuðu skrýtið andrúmsloft á San Siro Karólína hóf árið á stoðsendingu „Ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum“ Napoli fyrst til að leggja Juventus að velli Þrenna Mbappé sökkti Valladolid Bournemouth fór illa með Forest Varamaðurinn Calafiori óvænt hetja Arsenal Stefán Teitur með sitt fyrsta mark og Jón Daði hættir ekki að skora Komu til baka eftir skelfilega byrjun Gakpo með tvö og Liverpool í toppmálum Leverkusen tapaði mikilvægum stigum Einbeittur brotavilji Víkinga Sjá meira
Guðbjörg: Valdi meðvitað að fara til liðs þar sem frammistaða mín skiptir máli Markvörður íslenska kvennalandsliðsins fór frá tvöföldum Noregsmeisturum til nýliða í Svíþjóð. 13. september 2016 17:30
Gunnhildur Yrsa: Mun alltaf gefa mig 100 prósent í öll verkefni Garðbæingurinn er sátt með sitt hlutverk í íslenska landsliðinu sem ætlar sér á EM á föstudaginn. 13. september 2016 23:30
Glódís Perla: Verður veisla ef allir mæta á völlinn Miðvörður kvennalandsliðsins segir stelpurnar eiga eftir að ná endanlegu markmiði sínu. 13. september 2016 13:30
Sara Björk kom sér út úr þægindarammanum: „Fæ að heyra það ef ég stend mig illa“ Sara Björk Gunnarsdóttir gekk í raðir eins besta liðs í Evrópu í sumar en fannst ekkert sniðugt að byrja fyrsta leik á bekknum. 13. september 2016 13:00
Stuð á stelpunum í köldum dalnum | Myndir Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta mætti til æfinga í fyrsta sinn í morgun fyrir tvíhöfðann gegn Slóvenum og Skotum. 13. september 2016 14:45
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti