Afmælisbarnið Hallbera: „Það er eins gott að stelpurnar geri eitthvað fyrir mig“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 14. september 2016 14:00 Stelpurnar okkar í kvennalandsliðinu í fótbolta eru einu stigi frá því að komast á EM í Hollandi á næsta ári en stigið dettur væntanlega í hús á föstudagskvöldið þegar Ísland mætir Slóveníu á Laugardalsvellinum. Umræða var uppi fyrir leik liðsins gegn Makedóníu í sumar að þar myndi Ísland tryggja sig áfram með sigri en svo var ekki. Það fattaðist í raun ekki fyrr en á leikdegi þegar Vísir skrifaði frétt um málið. „Við héldum að við værum komnar á EM síðast en við þurfum víst eitt stig í viðbót. Við ætlum að ná í þrjú stig á föstudaginn og tryggja okkur inn á EM,“ segir Hallbera í viðtali við Vísi. „Það hefði orðið dálítið vandræðalegt [að fagna eftir leik]. Það var svolítið furðulegt að við héldum að þetta væri komið en það verður alveg jafngaman að tryggja þetta í hörkuleik. Leikurinn gegn Makedóníu var ekki beint skemmtilegur. Þeir sem mæta á völlinn á föstudaginn eiga von á skemmtilegum leik.“Hallbera og Gísli Gíslason, faðir hennar, á góðri stund í París í sumar.Vísir/VilhelmAllt gengið upp Íslenska liðið er á toppnum í riðlinum með fullt hús stiga og er ekki búið að fá á sig eitt einasta mark. Það vann Skotland 4-0 sem er í öðru sæti í riðlinum og Slóvena 6-0 en slóvenska liðið er í þriðja sæti. Slóvenía er með gott sóknarlið að sögn stelpnanna en varnarleikur þess hefur verið til vandræða en það nýtti íslenska liðið sér algjörlega þegar liðin mættust síðast. „Allt sem við lögðum upp með er búið að ganga upp. Það að fara til Skotlands og vinna 4-0 var eitthvað sem okkur dreymdi um að gera og það varð að veruleika,“ segir Hallbera. „Slóvenía er hörkulið þó að við unnum þær 6-0 úti. Þær eru með gott lið og góða einstaklinga þannig við þurfum að hitta á sama topp dag og þegar við vorum úti.“Hallbera fagnar marki með Fanndísi Friðriksdóttur gegn Makedóníu.Vísir/eyþórÞrítug í dag Stelpurnar spila á sama tíma og stórleikur Liverpool og Chelsea fer fram í ensku úrvalsdeildinni. Er einhver spurning um hvorn leikinn Íslendingar eiga að velja? „Ég sá þetta bara í gær þegar Freysi var að nefna þetta einhverstaðar. Enska deildin verður lengi til staðar. Okkar leikur er aðeins mikilvægari viljum við halda. Fólk getur nú séð Chelsea og Liverpool bara á plúsnum. Vonandi lætur fólk þetta ekki trufla sig,“ segir Hallbera brosandi. Bakvörðurinn magnaði fagnar þrítugsafmæli sínu í dag en hvað eru stelpurnar búnar að gera fyrir hana í tilefni dagsins? „Fanndís [Friðriksdóttir] gaf mér kórónu sem ég var mjög sátt með. Síðan var sungið fyrir mig áðan og nú þarf ég að eyða deginum með þessum stelpum þannig það er eins gott að þær geri eitthvað fyrir mig í dag,“ segir Hallbera en fær hún EM-sæti í síðbúna afmælisgjöf á föstudaginn? „Það væri óskandi. Ég ætla að lofa því.“ Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan. EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir Guðbjörg: Valdi meðvitað að fara til liðs þar sem frammistaða mín skiptir máli Markvörður íslenska kvennalandsliðsins fór frá tvöföldum Noregsmeisturum til nýliða í Svíþjóð. 13. september 2016 17:30 Gunnhildur Yrsa: Mun alltaf gefa mig 100 prósent í öll verkefni Garðbæingurinn er sátt með sitt hlutverk í íslenska landsliðinu sem ætlar sér á EM á föstudaginn. 13. september 2016 23:30 Glódís Perla: Verður veisla ef allir mæta á völlinn Miðvörður kvennalandsliðsins segir stelpurnar eiga eftir að ná endanlegu markmiði sínu. 13. september 2016 13:30 Sara Björk kom sér út úr þægindarammanum: „Fæ að heyra það ef ég stend mig illa“ Sara Björk Gunnarsdóttir gekk í raðir eins besta liðs í Evrópu í sumar en fannst ekkert sniðugt að byrja fyrsta leik á bekknum. 13. september 2016 13:00 Stuð á stelpunum í köldum dalnum | Myndir Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta mætti til æfinga í fyrsta sinn í morgun fyrir tvíhöfðann gegn Slóvenum og Skotum. 13. september 2016 14:45 Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Enski boltinn Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Dansað á línunni á Extraleikunum: „Ég labba nefnilega skakkt bara yfirhöfuð“ Sport Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Fleiri fréttir Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Rodgers á leið til Sádi-Arabíu Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Sjá meira
Stelpurnar okkar í kvennalandsliðinu í fótbolta eru einu stigi frá því að komast á EM í Hollandi á næsta ári en stigið dettur væntanlega í hús á föstudagskvöldið þegar Ísland mætir Slóveníu á Laugardalsvellinum. Umræða var uppi fyrir leik liðsins gegn Makedóníu í sumar að þar myndi Ísland tryggja sig áfram með sigri en svo var ekki. Það fattaðist í raun ekki fyrr en á leikdegi þegar Vísir skrifaði frétt um málið. „Við héldum að við værum komnar á EM síðast en við þurfum víst eitt stig í viðbót. Við ætlum að ná í þrjú stig á föstudaginn og tryggja okkur inn á EM,“ segir Hallbera í viðtali við Vísi. „Það hefði orðið dálítið vandræðalegt [að fagna eftir leik]. Það var svolítið furðulegt að við héldum að þetta væri komið en það verður alveg jafngaman að tryggja þetta í hörkuleik. Leikurinn gegn Makedóníu var ekki beint skemmtilegur. Þeir sem mæta á völlinn á föstudaginn eiga von á skemmtilegum leik.“Hallbera og Gísli Gíslason, faðir hennar, á góðri stund í París í sumar.Vísir/VilhelmAllt gengið upp Íslenska liðið er á toppnum í riðlinum með fullt hús stiga og er ekki búið að fá á sig eitt einasta mark. Það vann Skotland 4-0 sem er í öðru sæti í riðlinum og Slóvena 6-0 en slóvenska liðið er í þriðja sæti. Slóvenía er með gott sóknarlið að sögn stelpnanna en varnarleikur þess hefur verið til vandræða en það nýtti íslenska liðið sér algjörlega þegar liðin mættust síðast. „Allt sem við lögðum upp með er búið að ganga upp. Það að fara til Skotlands og vinna 4-0 var eitthvað sem okkur dreymdi um að gera og það varð að veruleika,“ segir Hallbera. „Slóvenía er hörkulið þó að við unnum þær 6-0 úti. Þær eru með gott lið og góða einstaklinga þannig við þurfum að hitta á sama topp dag og þegar við vorum úti.“Hallbera fagnar marki með Fanndísi Friðriksdóttur gegn Makedóníu.Vísir/eyþórÞrítug í dag Stelpurnar spila á sama tíma og stórleikur Liverpool og Chelsea fer fram í ensku úrvalsdeildinni. Er einhver spurning um hvorn leikinn Íslendingar eiga að velja? „Ég sá þetta bara í gær þegar Freysi var að nefna þetta einhverstaðar. Enska deildin verður lengi til staðar. Okkar leikur er aðeins mikilvægari viljum við halda. Fólk getur nú séð Chelsea og Liverpool bara á plúsnum. Vonandi lætur fólk þetta ekki trufla sig,“ segir Hallbera brosandi. Bakvörðurinn magnaði fagnar þrítugsafmæli sínu í dag en hvað eru stelpurnar búnar að gera fyrir hana í tilefni dagsins? „Fanndís [Friðriksdóttir] gaf mér kórónu sem ég var mjög sátt með. Síðan var sungið fyrir mig áðan og nú þarf ég að eyða deginum með þessum stelpum þannig það er eins gott að þær geri eitthvað fyrir mig í dag,“ segir Hallbera en fær hún EM-sæti í síðbúna afmælisgjöf á föstudaginn? „Það væri óskandi. Ég ætla að lofa því.“ Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.
EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir Guðbjörg: Valdi meðvitað að fara til liðs þar sem frammistaða mín skiptir máli Markvörður íslenska kvennalandsliðsins fór frá tvöföldum Noregsmeisturum til nýliða í Svíþjóð. 13. september 2016 17:30 Gunnhildur Yrsa: Mun alltaf gefa mig 100 prósent í öll verkefni Garðbæingurinn er sátt með sitt hlutverk í íslenska landsliðinu sem ætlar sér á EM á föstudaginn. 13. september 2016 23:30 Glódís Perla: Verður veisla ef allir mæta á völlinn Miðvörður kvennalandsliðsins segir stelpurnar eiga eftir að ná endanlegu markmiði sínu. 13. september 2016 13:30 Sara Björk kom sér út úr þægindarammanum: „Fæ að heyra það ef ég stend mig illa“ Sara Björk Gunnarsdóttir gekk í raðir eins besta liðs í Evrópu í sumar en fannst ekkert sniðugt að byrja fyrsta leik á bekknum. 13. september 2016 13:00 Stuð á stelpunum í köldum dalnum | Myndir Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta mætti til æfinga í fyrsta sinn í morgun fyrir tvíhöfðann gegn Slóvenum og Skotum. 13. september 2016 14:45 Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Enski boltinn Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Dansað á línunni á Extraleikunum: „Ég labba nefnilega skakkt bara yfirhöfuð“ Sport Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Fleiri fréttir Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Rodgers á leið til Sádi-Arabíu Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Sjá meira
Guðbjörg: Valdi meðvitað að fara til liðs þar sem frammistaða mín skiptir máli Markvörður íslenska kvennalandsliðsins fór frá tvöföldum Noregsmeisturum til nýliða í Svíþjóð. 13. september 2016 17:30
Gunnhildur Yrsa: Mun alltaf gefa mig 100 prósent í öll verkefni Garðbæingurinn er sátt með sitt hlutverk í íslenska landsliðinu sem ætlar sér á EM á föstudaginn. 13. september 2016 23:30
Glódís Perla: Verður veisla ef allir mæta á völlinn Miðvörður kvennalandsliðsins segir stelpurnar eiga eftir að ná endanlegu markmiði sínu. 13. september 2016 13:30
Sara Björk kom sér út úr þægindarammanum: „Fæ að heyra það ef ég stend mig illa“ Sara Björk Gunnarsdóttir gekk í raðir eins besta liðs í Evrópu í sumar en fannst ekkert sniðugt að byrja fyrsta leik á bekknum. 13. september 2016 13:00
Stuð á stelpunum í köldum dalnum | Myndir Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta mætti til æfinga í fyrsta sinn í morgun fyrir tvíhöfðann gegn Slóvenum og Skotum. 13. september 2016 14:45