Gwyneth Paltrow borðaði kleinur í hrauninu á Reykjanesi - Myndir Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 16. september 2016 10:36 Reykjanesið heillaði. Vísir/Goop Bandaríska leikkonan Gwyneth Paltrow var stödd á Íslandi í sumar og virðist hafa skemmt sér afar vel ef marka má færslu á síðu hennar. Birtir hún þar ferðasögu fimm daga ferðalags síns hér á landi ásamt myndum. Líkt og Vísir greindi frá var Paltrow hér á ferð með börnum sínum, Apple og Moses, sem hún á með Íslandsvininum Chris Martin, söngvara Coldplay. Segir hún í ferðasögu sinni að Ísland sé fullkomið fyrir fjölskylduferð enda hrífi landið með sér bæði börn og fullorðna. Fékk hún lúxusferðaþjónustufyrirtæki til þess að skipuleggja fyrir sig einstaka ferð og markmiðið var einfalt. Þau áttu að fá að sjá eins mikið og mögulegt var á fimm dögum. Á fyrsta degi skellti fjölskyldan sér í fjórhjólaferð um Reykjaneskagann þar sem þau gæddu sér á kleinum í hrauninu. Segir Paltrow að kleinurnar séu keimlíkar kleinuhringjum, bara mun betri. Þá stoppuðu þau á Grillmarkaðinum í kvöldmat áður en þau gistu í Tower Suites Reykjavik.Paltrow á Langjökli.Mynd/GoopMikið var um að vera á öðrum degi ferðarinnar og fóru þau í hvalaskoðun og í hádegismat á Gló en Paltrow hrósar matreiðslubók Sollu Eiríksdóttur, stofnanda Gló, í hástert. Eftir hádegismat fóru þau í Þríhnjúkagíga sem má segja sé að verða einn vinsælasti áfangastaður frægra einstaklinga sem hingað koma til lands en stutt er síðan David Beckham skellti sér þangað ásamt eiginkonu sinni Victoriu.Eftir þéttskipaðan dag fóru þau að lokum í Bláa lónið sem þau segja vera einstakt. Á þriðja degi fetaði fjölskyldan í fótspor Kim Kardashian og fóru þau gullna hringinn áður en þau skelltu sér á snjósleða upp á Langjökul. Þaðan fóru þau á Friðheima sem öðlaðist heimsfrægð þegar Kim og Kanye gæddu sér á tómötum sem ræktaðir eru á staðnum. Á fjórða degi var komið að þyrluferð í Þórsmörk þar sem stoppað var á Gígjökli og komið við hjá Seljalandsfossi. Fimmti og síðasti dagurinn fór svo í hestaferð hjá Sólhestum á Suðurlandi auk þess sem borðaður var hádegismatur við Fjöruborðið á Stokkseyri en Paltrow virðist hafa verið svo hrifinn af matnum að hún útbjó sína eigin uppskrift að íslenskum humri sem lesendur Paltrow geta nálgast hér.Ferðasöguna í heild sinni og fleiri myndir má sjá hér.Við Þríhnjúkagíg.Vísir/Goop Íslandsvinir Tengdar fréttir Gwyneth Paltrow á Íslandi Stoppar hér ásamt börnum sínum eftir að hafa farið á tónleika Coldplay á Glastonbury. 29. júní 2016 13:11 Kim og Kanye í góðu yfirlæti á Friðheimum Stjörnuparið Kim Kardashian og Kanye West fóru frá Reykjavík og suður á land ef marka má samfélagsmiðilinn Snapchat. 17. apríl 2016 18:04 David Beckham í Þríhnjúkagíg Bassaleikari Hjaltalín deildi Facebook mynd af sér og fótboltagoðinu rétt í þessu. 8. júlí 2016 12:49 Mest lesið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Lífið Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Menning Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Lífið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Lífið „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Riddarar kærleikans í hringferð um landið Lífið „Töluvert álag á líkama sem nálgast sextugt“ Lífið samstarf Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn Lífið Góð ráð fyrir garðinn í sumar Lífið samstarf Fleiri fréttir Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Sjá meira
Bandaríska leikkonan Gwyneth Paltrow var stödd á Íslandi í sumar og virðist hafa skemmt sér afar vel ef marka má færslu á síðu hennar. Birtir hún þar ferðasögu fimm daga ferðalags síns hér á landi ásamt myndum. Líkt og Vísir greindi frá var Paltrow hér á ferð með börnum sínum, Apple og Moses, sem hún á með Íslandsvininum Chris Martin, söngvara Coldplay. Segir hún í ferðasögu sinni að Ísland sé fullkomið fyrir fjölskylduferð enda hrífi landið með sér bæði börn og fullorðna. Fékk hún lúxusferðaþjónustufyrirtæki til þess að skipuleggja fyrir sig einstaka ferð og markmiðið var einfalt. Þau áttu að fá að sjá eins mikið og mögulegt var á fimm dögum. Á fyrsta degi skellti fjölskyldan sér í fjórhjólaferð um Reykjaneskagann þar sem þau gæddu sér á kleinum í hrauninu. Segir Paltrow að kleinurnar séu keimlíkar kleinuhringjum, bara mun betri. Þá stoppuðu þau á Grillmarkaðinum í kvöldmat áður en þau gistu í Tower Suites Reykjavik.Paltrow á Langjökli.Mynd/GoopMikið var um að vera á öðrum degi ferðarinnar og fóru þau í hvalaskoðun og í hádegismat á Gló en Paltrow hrósar matreiðslubók Sollu Eiríksdóttur, stofnanda Gló, í hástert. Eftir hádegismat fóru þau í Þríhnjúkagíga sem má segja sé að verða einn vinsælasti áfangastaður frægra einstaklinga sem hingað koma til lands en stutt er síðan David Beckham skellti sér þangað ásamt eiginkonu sinni Victoriu.Eftir þéttskipaðan dag fóru þau að lokum í Bláa lónið sem þau segja vera einstakt. Á þriðja degi fetaði fjölskyldan í fótspor Kim Kardashian og fóru þau gullna hringinn áður en þau skelltu sér á snjósleða upp á Langjökul. Þaðan fóru þau á Friðheima sem öðlaðist heimsfrægð þegar Kim og Kanye gæddu sér á tómötum sem ræktaðir eru á staðnum. Á fjórða degi var komið að þyrluferð í Þórsmörk þar sem stoppað var á Gígjökli og komið við hjá Seljalandsfossi. Fimmti og síðasti dagurinn fór svo í hestaferð hjá Sólhestum á Suðurlandi auk þess sem borðaður var hádegismatur við Fjöruborðið á Stokkseyri en Paltrow virðist hafa verið svo hrifinn af matnum að hún útbjó sína eigin uppskrift að íslenskum humri sem lesendur Paltrow geta nálgast hér.Ferðasöguna í heild sinni og fleiri myndir má sjá hér.Við Þríhnjúkagíg.Vísir/Goop
Íslandsvinir Tengdar fréttir Gwyneth Paltrow á Íslandi Stoppar hér ásamt börnum sínum eftir að hafa farið á tónleika Coldplay á Glastonbury. 29. júní 2016 13:11 Kim og Kanye í góðu yfirlæti á Friðheimum Stjörnuparið Kim Kardashian og Kanye West fóru frá Reykjavík og suður á land ef marka má samfélagsmiðilinn Snapchat. 17. apríl 2016 18:04 David Beckham í Þríhnjúkagíg Bassaleikari Hjaltalín deildi Facebook mynd af sér og fótboltagoðinu rétt í þessu. 8. júlí 2016 12:49 Mest lesið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Lífið Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Menning Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Lífið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Lífið „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Riddarar kærleikans í hringferð um landið Lífið „Töluvert álag á líkama sem nálgast sextugt“ Lífið samstarf Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn Lífið Góð ráð fyrir garðinn í sumar Lífið samstarf Fleiri fréttir Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Sjá meira
Gwyneth Paltrow á Íslandi Stoppar hér ásamt börnum sínum eftir að hafa farið á tónleika Coldplay á Glastonbury. 29. júní 2016 13:11
Kim og Kanye í góðu yfirlæti á Friðheimum Stjörnuparið Kim Kardashian og Kanye West fóru frá Reykjavík og suður á land ef marka má samfélagsmiðilinn Snapchat. 17. apríl 2016 18:04
David Beckham í Þríhnjúkagíg Bassaleikari Hjaltalín deildi Facebook mynd af sér og fótboltagoðinu rétt í þessu. 8. júlí 2016 12:49