Kjarval, Egill Helga, Ringó, Van Gough og allir þeir Jakob Bjarnar skrifar 16. september 2016 18:09 Listamaðurinn reynir að útskýra verk sín fyrir áhugasömum gestum opnunarinnar. visir/jbg Jón Óskar er einhver gæjalegasti myndlistarmaður Íslands og þó víðar væri leitað. Hann opnaði einkasýningu í Tveimur Hröfnum síðdegis í dag. Listhúsið er staðsett í hjarta Þingholtanna. Troðfullt hús var og mikil stemmning. Tíðindamaður Vísis var á staðnum, að sjálfsögðu enda voru þarna allir þeir sem eru eitthvað í listageiranum. Og fleiri til. Sýningin heitir Beaucoups of Blues og listamaðurinn útskýrði fyrir blaðamanni Vísis að hann væri undir miklum áhrifum frá ýmsum listamönnum úr ýmsum áttum og verkin endurspegla það; blóm frá Kjarval dúkka upp í mynd af hundi hans, Jón Óskar vottar Van Gough virðingu sína í einu verkanna og Egill Helgason kemur óvænt við sögu í einu verkinu sem heitir The Waste Land í þýðingu Egils Helgasonar 15 ára. „Ég gleymi þessu aldrei, en Egill sagði mér frá þessu fyrir um tuttugu árum. Að hann hafi þýtt þetta ljóð 15 ára gamall. Þetta er eitthvað svo fallegt. Þegar ég var 15 ára þá var ég í borðtennis eða gera eitthvað slíkt.“ Beaucoups of blues er svo lag sem Ringó hinn eini sanni söng við texta Buzz Rabin, sem er í miklu eftirlæti hjá Jóni Óskari. Og ekki ómerkari listakona en ljóðskáldið Linda Vilhjálmsdóttir samdi ljóð til sérstaklega til Jóns Óskars, sem finna má í sýningarskrá:Íslandsblá mynd af mér í fjörunni heima að horfa á Jón Óskar mála portrett af Trenet að syngjaLa Mer Nánar verður fjallað um sýninguna í Fréttablaðinu og þá Vísi, en hér eru fáeinar ljósmyndir frá sýningunni.Ragnheiður Jónsdóttir, móðir Jóns Óskars, er ein virtasta myndlistarkona landsins og hún er þarna með sonum sínum Hafsteini, Þorvari, Jóni Óskari og Hringi en á myndina vantar þann 5. -- Tind.visir/jbgRithöfundurinn Páll Baldvin saumar að myndlistarmönnunum Áslaugu Thorlacius og Finni Arnari.visir/jbgFátt fer fram hjá vökulu auga einhvers frægasta ljósmyndara landsins. Björn Blöndal var að sjálfsögðu mættur til að negla viðstadda niður á filmu.visir/jbgGítarsnillingurinn Guðlaugur Kristinn Óttarsson, sem Megas kallaði 3. eyrað, lét sig ekki vanta og tjáði blaðamanni Vísis að Jón Óskar væri einn af sínum uppáhalds myndlistarmönnum.visir/jbgListelskir vinir. Arnar Steinn Valdimarsson athafnamaður, Jón Mýrdal vert og Egill Örn Jóhannsson útgefandi reyna að sækja alla listviðburði sem þeir komast yfir að sjá.visir/jbgAnnar eigandi Tveggja Hrafna, Ágúst Skúlason, var ánægður með sýninguna. Hinn eigandinn, Halla Jóhanna Magnúsdóttir, festist ekki á mynd; hún var í önnum við að hella kampavíni í glös glaðra gesta.visir/jbgKristbergur Pétursson myndlistarmaður sækir vel flestar myndlistarsýningar sem opnaðar eru, enda lítur hann svo á að mikilvægt sé fyrir sig sem listamann að fylgjast með helstu stefnum og straumum.visir/jbg Menning Mest lesið Tvær miðaldra: Þekktust ekkert en láta nú drauminn rætast saman Lífið Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Tónlist Fréttatía vikunnar: Forsetaheimsókn, bílatjón og landsliðið Lífið Kalli Bjarni búinn að breyta lífi sínu Lífið Bað Youtube um að fjarlæga myndbandið Lífið „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Lífið „Að koma hingað inn er eins og að fara inn í annan heim“ Lífið Hittast á laun Lífið „Loksins kominn til okkar“ Lífið Fögnuðu Hennar Rödd á alþjóðlegum baráttudegi kvenna Lífið Fleiri fréttir Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Jón Óskar er einhver gæjalegasti myndlistarmaður Íslands og þó víðar væri leitað. Hann opnaði einkasýningu í Tveimur Hröfnum síðdegis í dag. Listhúsið er staðsett í hjarta Þingholtanna. Troðfullt hús var og mikil stemmning. Tíðindamaður Vísis var á staðnum, að sjálfsögðu enda voru þarna allir þeir sem eru eitthvað í listageiranum. Og fleiri til. Sýningin heitir Beaucoups of Blues og listamaðurinn útskýrði fyrir blaðamanni Vísis að hann væri undir miklum áhrifum frá ýmsum listamönnum úr ýmsum áttum og verkin endurspegla það; blóm frá Kjarval dúkka upp í mynd af hundi hans, Jón Óskar vottar Van Gough virðingu sína í einu verkanna og Egill Helgason kemur óvænt við sögu í einu verkinu sem heitir The Waste Land í þýðingu Egils Helgasonar 15 ára. „Ég gleymi þessu aldrei, en Egill sagði mér frá þessu fyrir um tuttugu árum. Að hann hafi þýtt þetta ljóð 15 ára gamall. Þetta er eitthvað svo fallegt. Þegar ég var 15 ára þá var ég í borðtennis eða gera eitthvað slíkt.“ Beaucoups of blues er svo lag sem Ringó hinn eini sanni söng við texta Buzz Rabin, sem er í miklu eftirlæti hjá Jóni Óskari. Og ekki ómerkari listakona en ljóðskáldið Linda Vilhjálmsdóttir samdi ljóð til sérstaklega til Jóns Óskars, sem finna má í sýningarskrá:Íslandsblá mynd af mér í fjörunni heima að horfa á Jón Óskar mála portrett af Trenet að syngjaLa Mer Nánar verður fjallað um sýninguna í Fréttablaðinu og þá Vísi, en hér eru fáeinar ljósmyndir frá sýningunni.Ragnheiður Jónsdóttir, móðir Jóns Óskars, er ein virtasta myndlistarkona landsins og hún er þarna með sonum sínum Hafsteini, Þorvari, Jóni Óskari og Hringi en á myndina vantar þann 5. -- Tind.visir/jbgRithöfundurinn Páll Baldvin saumar að myndlistarmönnunum Áslaugu Thorlacius og Finni Arnari.visir/jbgFátt fer fram hjá vökulu auga einhvers frægasta ljósmyndara landsins. Björn Blöndal var að sjálfsögðu mættur til að negla viðstadda niður á filmu.visir/jbgGítarsnillingurinn Guðlaugur Kristinn Óttarsson, sem Megas kallaði 3. eyrað, lét sig ekki vanta og tjáði blaðamanni Vísis að Jón Óskar væri einn af sínum uppáhalds myndlistarmönnum.visir/jbgListelskir vinir. Arnar Steinn Valdimarsson athafnamaður, Jón Mýrdal vert og Egill Örn Jóhannsson útgefandi reyna að sækja alla listviðburði sem þeir komast yfir að sjá.visir/jbgAnnar eigandi Tveggja Hrafna, Ágúst Skúlason, var ánægður með sýninguna. Hinn eigandinn, Halla Jóhanna Magnúsdóttir, festist ekki á mynd; hún var í önnum við að hella kampavíni í glös glaðra gesta.visir/jbgKristbergur Pétursson myndlistarmaður sækir vel flestar myndlistarsýningar sem opnaðar eru, enda lítur hann svo á að mikilvægt sé fyrir sig sem listamann að fylgjast með helstu stefnum og straumum.visir/jbg
Menning Mest lesið Tvær miðaldra: Þekktust ekkert en láta nú drauminn rætast saman Lífið Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Tónlist Fréttatía vikunnar: Forsetaheimsókn, bílatjón og landsliðið Lífið Kalli Bjarni búinn að breyta lífi sínu Lífið Bað Youtube um að fjarlæga myndbandið Lífið „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Lífið „Að koma hingað inn er eins og að fara inn í annan heim“ Lífið Hittast á laun Lífið „Loksins kominn til okkar“ Lífið Fögnuðu Hennar Rödd á alþjóðlegum baráttudegi kvenna Lífið Fleiri fréttir Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira