Valur vann ÍBV 26-22 í annarri umferð Olís-deildar kvenna í handbolta í dag. Valur var 15-12 yfir í hálfleik.
Bæði lið unnu leiki sína í fyrstu umferð en Valur var sterkari aðilinn í dag og tyllti sér á toppinn.
Diana Satkauskaite var markahæst í liði Vals með 8 mörk og Morgan Marie McDonald skoraði 5.
Hjá ÍBV var Sandra Erlingsdóttir atkvæðamest með 11 mörk. Ester Óskarsdóttir skoraði 7.
