Fótbolti

Juventus ætlar að nýta forkaupsrétt á Bentancur

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Rodrigo Bentancur í leik með Boca Juniors
Rodrigo Bentancur í leik með Boca Juniors vísir/getty
Juventus ætlar að kaupa Rodrigo Bentancur frá Boca Juniors í Argentínu næsta sumar en miðjumaðurinn ungi er mjög eftirsóttur.

Bentancur er 19 ára frá Úrúgvæ og leikur sem sóknarsinnaður miðjumaður. Milan, Inter og Real Madrid hafa öll verið á höttunum eftir honum en Juventus er með forkaupsrétt sem liðið ætlar að nýta sér næsta sumar.

Juventus samdi um forkaupsréttinn þegar liðið seldi Carlos Tevez til Boca Juniors á síðasta ári. Juventus samdi á sama tíma um forkaupsréttinn á Guido Vadala, Franco Cristaldo og Adrian Cubas.

Guiseppe Marotta framkvæmdarstjóri Juventus staðfesti þetta við fjölmiðla.

„Við fylgjumst alltaf vel með ungum leikmönnum eins og Bentancur,“ sagði Marotta. „Við eigum réttinn á honum eftir Tevez samninginn við Boca Juniors og þann rétt munum við nýta okkur fyrir næsta tímabil.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×